Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Finnur og Svandís leiða VG í Reykjavík

Finn­ur Ricart Andra­son, fyrr­ver­andi for­seti Ungra um­hverf­issinna, er í fyrsta sæti á lista VG í Reykja­vík norð­ur fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar. Svandís Svavars­dótt­ir, formað­ur hreyf­ing­ar­inn­ar og fyrr­ver­andi ráð­herra, er í fyrsta sæti í Reykja­vík suð­ur. Katrín Jak­obs­dótt­ir, fyrr­ver­andi formað­ur VG, er í heið­urs­sæti í Reykja­vík norð­ur.

Finnur og Svandís leiða VG í Reykjavík
Finnur Ricart Andrason er í fyrsta sæti hjá VG í Reykjavík norður. Mynd: Aðsend

Finnur Ricart Andrason, sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum, skipar fyrsta sætið á lista Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, skipar annað sæti listans og Brynhildur Björnsdóttir, varaþingmaður hreyfingarinnar er í því þriðja. 

Í Reykjavíkurkjördæmi suður skipar Svandís Svavarsdóttir, formaður hreyfingarinnar, fyrsta sætið.  Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður er í öðru sæti listans og Jósúa Gabríel Davíðsson, formaður Ungra vinstri grænna, er í því þriðja.

Framboðslistar VG í Reykjavíkurkjördæmunum voru kynntir og samþykktir á fundi hreyfingarinnar sem haldinn var á Nauthóli í dag.

Finnur Ricart var, þar til hann tók sæti á lista VG, forseti Ungra umhverfissinna og hefur ekki setið á þingi fyrir flokkinn. Rósa Björk sagði sig úr hreyfingunni árið 2020 vegna óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Hún starfaði um tíma utan þingflokka en bauð sig síðan fram fyrir Samfylkinguna og varð varaþingmaður. Á síðasta ári var hún ráðin verkefnastjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu þar sem Katrín Jakobsdóttir, þáverandi formaður VG, starfaði sem ráðherra. 

Katrín skipar heiðurssæti á lista VG í Reykjavík norður. Hún sagði af sér embætti forsætisráðherra fyrr á þessu ári þegar hún ákvað að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu