Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Arna Lára verður oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Arna Lára Jóns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarð­ar, verð­ur odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um. Listi flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi var einnig kynnt­ur fyrr í kvöld, en þar er Víð­ir Reyn­is­son odd­viti.

Arna Lára verður oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðar, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum í nóvember. Hún tók við sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sumarið 2022 en hefur jafnframt setið nokkrum sinnum sem varaþingmaður fyrir Samfylkinguna. 

Framboðslisti flokksins var samþykktur á fundi kjör­dæm­is­ráðs í kvöld.

Annað sætið í kjördæminu skipar Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ). Jóhanna Ösp Einarsdóttir, bóndi og oddviti í Reykhólahreppi, verður í þriðja sæti og Magnús Vignir Eðvaldsson, íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra, í því fjórða. 

Í heiðurssætinu er Guðjón S. Brjánsson, fyrrverandi alþingismaður.

Í síðustu kosningum náði Samfylkingin ekki inn þingmanni í Norðvesturkjördæmi. 

Framboðslisti flokksins í Norðvesturkjördæmi er eftirfarandi:

  1. Arna Lára Jónsdóttir – bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar
  2. Hannes S. Jónsson – framkvæmdastjóri KKÍ
  3. Jóhanna Ösp Einarsdóttir – bóndi og oddviti í Reykhólahreppi
  4. Magnús Vignir Eðvaldsson – íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra
  5. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir – forstöðumaður í Borgarnesi
  6. Garðar Svansson – fangavörður og bæjarfulltrúi í Grundarfirði
  7. Bryndís Kristín Þráinsdóttir Williams – verkefnastjóri á Sauðárkróki
  8. Gylfi Þór Gíslason – lögregluvarðstjóri á Vestfjörðum
  9. Líney Árnadóttir – starfsráðgjafi í Húnabyggð
  10. Guðrún Anna Finnbogadóttir – teymisstjóri atvinnu- og byggðaþróunar hjá Vestfjarðastofu
  11. Stefán Sveinsson – sjómaður og smiður á Skagaströnd
  12. Bakir Anwar Nassar  – starfsmaður Húsasmiðjunnar
  13. Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir – frístundaráðgjafi í Dalabyggð
  14. Guðjón Brjánsson – fyrrverandi alþingismaður

Víðir leiðir í Suðurkjördæmi

Fyrr í kvöld var listi flokksins tilkynntur fyrir Suðurkjördæmi eftir fund kjördæmisráðs á Eyrarbakka. Í kjördæminu mun Víðir Reyn­is­son, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra, leiða lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um. 

Víðir Reynisson

Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, skipar annað sætið sæti. Í þriðja sæti verður Sverrir Bergmann, söngvari  og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Fjórða sæti skipar Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi.

Heiðurssætin skipa Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingar og þingmaður, og Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi talsmaður flokksins og þingmaður til fjölda ára.

Framboðslisti flokksins í Suðurkjördæmi er eftirfarandi:

  1. Víðir Reynisson – yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra
  2. Ása Berglind Hjálmarsdóttir – bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu
  3. Sverrir Bergmann Magnússon – söngvari og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
  4. Arna Ír Gunnarsdóttir – bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi
  5. Ólafur Þór Ólafsson – stjórnsýslufræðingur og fyrrum sveitarstjóri á Tálknafirði
  6. Arndís María Kjartansdóttir – kennari og fasteignasali í Vestmannaeyjum
  7. Hlynur Snær Vilhjálmsson – iðnaðarmaður og nemi
  8. Vala Ósk Ólafsdóttir – félagsráðgjafi í barnaverndarþjónustu
  9. Gunnar Karl Ólafsson – starfsmaður Bárunnar stéttarfélags
  10. Eyrún Fríða Árnadóttir – formaður bæjarráðs Hornafjarðar
  11. Renuka Charee Perera – vörukynningar hjá MS
  12. Óðinn Hilmarsson – húsasmíðameistari
  13. Borghildur Kristinsdóttir – bóndi
  14. Marta Sigurðardóttir – sérfræðingur hjá Isavia
  15. Gísli Matthías Auðunsson – veitingamaður
  16. Eggert Valur Guðmundsson – oddviti Rangárþings ytra
  17. Lína Björg Tryggvadóttir – byggðaþróunarfulltrúi Uppsveita Árnessýslu
  18. Friðjón Einarsson – fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
  19. Margrét Frímannsdóttir – fyrrverandi alþingismaður
  20.  Oddný G. Harðardóttir – alþingismaður
Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár