Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Bílaframleiðendur með öndina í hálsinum

Evr­ópsk­ir bíla­fram­leið­end­ur eru ugg­andi vegna for­seta­kosn­ing­anna í Banda­ríkj­un­um í næsta mán­uði. Don­ald Trump hef­ur heit­ið því að leggja inn­flutn­ing­stolla á evr­ópsk­ar vör­ur verði hann kjör­inn for­seti. Slík­ir toll­ar hefðu mik­il áhrif, ekki síst á bílainn­flutn­ing.

Þegar skrifari þessa pistils var að alast upp úti á landi, upp úr miðri síðustu öld, var bílaveröldin“ önnur en í dag. Rússajeppar, Willys og Land Rover voru nánast einu tegundirnar sem til voru á sveitabæjum, ef þar var á annað borð til bíll. Í þorpum og bæjum úti á landi voru Moskvits og Skoda algengir ásamt jeppunum áðurnefndu þótt þar væru líka margar aðrar tegundir, til dæmis Ford Cortina og Ford Taunus ásamt amerísku köggunum“ eins og amerísku drossíurnar með fjaðrasófunum voru kallaðar. Í höfuðborginni var hlutfall amerísku drekanna hærra.

Saga bílsins á Íslandi er áhugaverð og fróðleg enda hafa verið skrifaðar um hana nokkrar bækur. Í bók Sigurðar Hreiðars, Saga bílsins á Íslandi 1904–2004 (Reykjavík 2004), kemur fram að árið 1961 breyttist grundvöllur bílainnflutnings. Nú mátti hver sem er kaupa bíl en varð að fá gjaldeyrisleyfi vegna kaupanna og fá reikninginn stimplaðan hjá réttum yfirvöldum áður en hægt væri að leysa bílinn úr tolli. Ekki þurfti lengur að sækja um leyfi til bílakaupa hjá nefndum og ráðum sem úthlutuðu leyfum til kaupanna. Þessi fróðlega saga verður ekki frekar rakin hér en við áðurnefnda breytingu tók tegundum bíla sem fluttir voru inn að fjölga.

Japanska bylgjan og rafmagnið

Árið 1965 voru fyrstu japönsku bílarnir auglýstir hér á landi. Japanska bifreiðasalan bauð þá bíla af tegund sem átti eftir að koma mjög við sögu: Toyota. Það ár seldust 29 Toyota bílar (Corona, Crown og Land Cruiser) hér á landi. Upp úr 1970 hófst svo það sem kalla má japönsku bylgjuna“ sem ekki sér fyrir endann á. Nissan (hét fyrst Datsun), Mazda, Suzuki, Honda, Subaru, Daihatsu og Isuzu eru bifreiðategundir sem Íslendingar þekkja mætavel. Síðar kom önnur bylgja sem mætti kenna við Suður-Kóreu, Hyundai, Kia og SsangYong (síðar Kgm). Asíubílarnir eins og þeir eru stundum kallaðir voru fljótir að sanna sig á Íslandi og efasemdaraddir, sem aldrei voru háværar, heyrðu fljótlega sögunni til.

„Nú halda allir niðri í sér andanum“
Francesco Nicoli,
prófessor í evrópskri hagfræði

Frá síðustu aldamótum hefur orðið mikil breyting í bílaveröldinni“. Bílar sem knúnir eru, að hluta eða öllu leyti, með rafmagni verða sífellt algengari. Margir bílaframleiðendur hyggjast hætta framleiðslu bensín- eða dísilknúinna bíla og sumir jafnvel alveg komnir í rafmagnið eins og það er orðað. Stærsta hindrunin í rafmagnsbílunum var í upphafi stærð rafgeymisins, akstursdrægni eins og það nefnist. Þar er þróunin hröð sem sér engan veginn fyrir endann á. Ástæða þess að bílaframleiðendur fóru í auknum mæli að beina sjónum sínum að rafmagninu var óstöðugleiki í olíuvinnslu, síbreytilegt verð á eldsneyti (oftast upp á við) og sú staðreynd að olían er ekki óþrjótandi auðlind. Umhverfissjónarmið vega líka þungt.

Kínverska innrásin

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með hræringum á bílamarkaðnum að á allra síðustu árum hafa kínverskir bílar orðið æ algengari sjón á götum borga og bæja. Fjölmargar tegundir sem enginn hafði heyrt svo mikið sem minnst á, hvað þá séð, eru æ algengari sjón. Eina tegund þeirra kínversku, MG (Morris Garage), kannast reyndar margir við. Upphaflega breskir bílar, framleiddir í Oxford frá árinu 1924. Saga MG væri efni í heila bók en árið 2007 keypti elsti bílaframleiðandi í Kína, Nanjing Automobile Group, MG og í framhaldinu gekk þessi gamla breska bílategund í endurnýjun lífdaganna. Árið 2019 voru framleiddir 21 milljón bílar í Evrópu, á þessu ári verða þeir um 17 milljónir. Þessar tölur tala sínu máli og sýna svo ekki verður um villst að Kínverjar hafa krækt í drjúga sneið af bílakökunni“.

Hótanir Trumps

Ef Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna eiga evrópskir og kínverskir bílaframleiðendur ekki von á góðu. 

Ætlar að leggja hærri tolla á innfluttar vörur frá Evrópu Evrópskir framleiðendur, ekki síst bílaframleiðendur, bíða nú með öndina í hálsinum eftir niðurstöðum forsetakosninga í Bandaríkjunum.

Eitt kosningaloforða Trumps er að hann muni leggja 10 prósenta innflutningstoll á evrópskar vörur, tollurinn er núna 2 prósent. Enn fremur hyggst hann hækka kínverska tollmúrinn enn frekar, úr 20 í 30 prósent.

Í viðtali við danska dagblaðið Politiken sagði Roberto Vavassori, framkvæmdastjóri sambands ítalskra bílaframleiðenda, útlitið dökkt. Á Ítalíu vinna um það bil 300 þúsund manns við bílaframleiðslu, eða framleiðslu ýmissa íhluta í bíla. Meira en helmingur íhlutanna fer til þýskra bílaframleiðenda. Frá janúar til júní í fyrra seldust um það bil 40 þúsund ítalskir bílar í Bandaríkjunum, á sama tímabili á þessu ári er salan tæplega 20 þúsund. Þessi samdráttur á ekki hvað síst við um svokallaða lúxusbíla, þar á meðal Lamborghini, en 40 prósent af framleiðslu þess fyrirtækis hefur farið til Bandaríkjanna.  

Þýskaland er stærsti framleiðandi bíla í Evrópu. Þarlendir framleiðendur hafa fundið illilega fyrir samdrætti í sölunni, árið 2017 voru framleiddar 5,6 milljónir bíla í Þýskalandi, í fyrra var framleiðslan 4,1 milljón, þar af fóru 400 þúsund bílar til Bandaríkjanna. Volkswagen, stærsti bílaframleiðandi Þýskalands, íhugar að loka verksmiðjum í heimalandinu, það gæti kostað 30 þúsund manns vinnuna en samtals starfa um 120 þúsund manns hjá Volkswagen í Þýskalandi.

Í sumar ákvað Bandaríkjastjórn að leggja 100 prósent toll á rafdrifna bíla frá Kína. Fyrr í þessum mánuði ákvað Evrópusambandið að leggja 35,3 prósent toll á kínverska rafbíla. Rökin eru þau að Kínverjar niðurgreiði bílaframleiðsluna til að auka söluna.

Bíða í ofvæni

Evrópskir framleiðendur, ekki síst bílaframleiðendur, bíða nú í ofvæni eftir forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Ef Bandaríkin undir stjórn Trumps ákveða að hækka tolla á kínverskum vörum hefur það alvarlegar afleiðingar fyrir Evrópubúa að mati Emily Mansfield, sérfræðings hjá Economist í Bretlandi. Kínverjar myndu lækka verð á útflutningsvörum sínum til Evrópu og þannig þvinga evrópska framleiðendur til að lækka verð. Það myndi ríða mörgum framleiðendum að fullu og þýða atvinnuleysi.

Vill þvinga fram aukin framlög til hermála

Í forsetatíð sinni hamraði Trump sí og æ á því að Natoríkin í Evrópu yrðu að bæta verulega í fjárveitingar til varnarmála og vitnaði iðulega til skuldbindinga um 2 prósent vergrar þjóðarframleiðslu. Francesco Nicoli, prófessor í evrópskri hagfræði, sagði í viðtali við Politiken að Trump muni, verði hann forseti, kannski vilja semja um óbreytta tolla gegn því að Nato-þjóðirnar leggi meira fé til varnarmála. Nú halda allir niðri í sér andanum,“ sagði Francesco Nicoli. 

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár