Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lenya Rún efst í Reykjavíkurkjördæmunum

Lenya Rún var efst í próf­kjöri Pírata sem var sam­eig­in­legt fyr­ir bæði Reykja­vík­ur­kjör­dæm­in og leið­ir hún því ann­an lista flokks­ins í Reykja­vík fyr­ir al­þing­is­kosn­ing­arn­ar. Fyr­ir neð­an hana í próf­kjör­inu voru þrír sitj­andi þing­menn flokks­ins og tveir borg­ar­full­trú­ar. Ugla Stef­an­ía leið­ir list­ann í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Lenya Rún efst í Reykjavíkurkjördæmunum
Lenya Rún og Björn Leví leiða Reykjavíkurlista Pírata

Lenya Rún Taha Karim var efst í prófkjöri Pírata í Reykjavíkurkjördæmunum, Björn Leví Gunnarsson í öðru sæti, Halldóra Mogensen í því þriðja og Andrés Ingi Jónsson í fjórða sæti. Lenya er varaþingmaður Pírata og formaður Ungra Pírata en Björn, Halldóra og Andrés eru öll sitjandi þingmenn flokksins. 

Í fimmta sæti er Dóra Björg Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, og Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, í því sjötta. 

Lenya Rún og Björn Leví leiða því hvor sinn listann í Reykjavík. Píratar eru nú með sex þingmenn, þar af fjóra úr Reykjavíkurkjördæmunum.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður er oddviti í Suðvesturkjördæmi, í öðru sæti er Gísli Rafn Ólafsson sem einnig er sitjandi þingmaður flokksins, og í þriðja sæti er Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. 

Píratar eru nú með tvo þingmenn úr Suðvesturkjördæmi, þau Þórhildi Sunnu og Gísla Rafn. 

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynja­fræð­ing­ur og sér­fræð­ing­ur í mál­efn­um hinseg­in fólks, leiðir listann í Norðvesturkjördæmi, Sunna Einarsdóttir er í öðru sæti og Pétur Óli Þorvaldsson í því þriðja. 

Týr Þórarinsson, oft kallaður Mummi og var kenndur við Götusmiðjuna, er nýr oddviti Pírata í Suðurkjördæmi en Álfheiður Eymarsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg og varaþingmaður, er í öðru sæti. Bergþór H. Þórðarson, fyrrverandi varaformaður ÖBÍ - réttindasamtaka er í því þriðja.

Theodór Ingi Ólafsson er oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi, Adda Steina í öðru sæti og Viktor Traustason, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er í því þriðja.

Prófkjöri Pírata vegna alþingiskosninga 2024 lauk klukkan 16:00 í dag en Píratar eru eini flokkurinn sem heldur prófkjör í aðdraganda alþingiskosninganna.

Niðurstöðurnar voru kynntar í Petersen svítunni klukkan 17. Tilkynnt var um niðurstöður í bindandi sætum í öllum kjördæmum en það eru 4 efstu sæti í Norðvesturkjördæmi, 5 efstu í Suður- og Norðausturkjördæmi, 7 efstu í Suðvestur- og 12 efstu í Reykjavíkurkjördæmunum.

Upplýsingar um frambjóðendur má nálgast í kosningakerfi Pírata en alls voru 69 manns í framboði.

Píratar stefna að því að kynna endanlega lista í öllum kjördæmum á næstu dögum.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár