Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsfræðingur við Háskóla Íslands, hefur að undanförnu unnið að rannsókn á gæðum byggðar í nýjum hverfum á Íslandi. Í rannsókninni er uppbyggingin metin með tilliti til fjölmargra þátta, bæði gæðum sjálfs húsnæðisins, umhverfisgæðum, aðgengi að þjónustu og samgöngum.
Rannsóknin er enn í vinnslu en Ásdís Hlökk ræddi um hana í erindi sem hún hélt á Skipulagsdeginum fyrr í þessum mánuði, en það er ráðstefna á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skipulagsstofnunar.
Samgöngulausnir lykilþáttur
Í samtali við Heimildina fékkst Ásdís Hlökk til að fara aðeins yfir það sem hægt er að draga fram úr rannsókn hennar nú þegar. Í fyrsta lagi segir hún það koma upp í hugann að það sé þýðingarmikið að uppbygging á íbúðarhúsnæði og samgöngulausnum haldist í hendur, að hugað sé að þessum tveimur þáttum á sama tíma.
Í því samhengi segir hún „óneitanlega vonbrigði“ hve langan tíma hafi tekið að koma áformum ríkisvaldsins og …
Athugasemdir (1)