Almennar spurningar:
- Jakob Frímann Magnússon hefur lagt gjörva hönd á margt í tónlistinni. Meðal annars hefur hann gefið út jazz-plötur og komið fram sem jazz-fusion leikari en þá iðulega undir hvaða nafni?
- Hver var forseti Rússlands á undan Vladimir Putin?
- Hver var nýlega endurráðinn sem útvarpsstjóri RÚV næstu fimm árin?
- Han Kang komst nýlega í sviðsljósið. Hvers vegna?
- Frá hvaða landi er Han Kang?
- Söngstjarna ein bandarísk, fædd 1981, hefur iðulega vakið athygli fyrir óvenjuleg uppátæki, svo sem 55 tíma langt hjónaband 2004, en nú síðast tilkynnti hún að hún hefði gifst sjálfri sér. Hún heitir ... hvað?
- Hvað heitir geysivinsæll en nokkuð umdeildur gamanleikur sem frumsýndur var í Þjóðleikhúsinu á dögunum?
- Fótboltakonan Sara Björk Gunnarsdóttir lék á sínum tíma með stærstu liðum í Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu. Í hvaða landi spilar hún nú?
- Við hvaða fjörð, vog eða flóa stendur hin eina sanna Húsavík?
- Amerísku kvikmyndastjörnurnar Marlon Brando og Robert De Niro léku sama manninn á mismunandi aldursskeiðum í tveimur kvikmyndum. Hvað hét sú persóna?
- Í hvaða bæjarfélagi hefur íþróttafélagið Breiðablik aðsetur?
- Í norrænu goðafræðinni er Breiðablik fallegur staður þar sem aldrei verður óhreint. Hvaða hreinlyndi guð bjó þar?
- Í sömu goðafræði er brú milli mannheima og Ásgarðs þar sem guðirnir búa. Brúin birtist okkur sem ... hvað?
- En hvað heitir þessi brú réttu nafni?
- Í hvaða landi heitir höfuðborgin Riga?
Svör við myndaspurningum: Fyrra skjáskotið er úr myndinni Mary Poppins. Seinni myndin er af Austin Mini.
Svör við almennum spurningum: 1. Jack Magnet. — 2. Jeltsin. Hálft stig fæst fyrir Medveév! — 3. Stefán Eiríksson. — 4. Hún fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum. — 5. Suður-Kóreu. — 6. Britney Spears. — 7. Eltum veðrið. — 8. Sádi-Arabíu. — 9. Skjálfanda. — 10. Don Corleone, Guðföðurinn. — 11. Kópavogi. — 12. Baldur. — 13. Regnbogi. — 14. Bifröst. — 15. Lettlandi.
Athugasemdir (4)