Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Samtíminn frá sjónarhóli framtíðarinnar – esseyja

„Sú sam­tíma­lega skír­skot­un sem saga Ró­berts, Edel­stein og Ur­bancic hafði um alda­mót­in hef­ur marg­fald­ast á liðn­um ár­um, hér á landi sem ann­ars stað­ar í Evr­ópu, með vax­andi fjölda flótta­fólks og harðn­andi af­stöðu stjórn­valda og kjós­enda til inn­flytj­enda,“ skrif­ar Jón Karl Helga­son í ess­eyju um bók­ina Tón­ar út­lag­anna: Þrír land­flótta tón­list­ar­menn sem mót­uðu ís­lenskt menn­ing­ar­líf.

Samtíminn frá sjónarhóli framtíðarinnar – esseyja
Hermann Jónasson, fyrrum forsætis- og dómsmálaráðherra „Annað slíkt skammhlaup varð milli umfjöllunar um synjanir Hermanns Jónassonar forsætis- og dómsmálaráðherra á beiðnum gyðinga um hæli hér á landi milli 1934 og 1942 og nýlegra frétta af brottvísunum hælisleitanda í viðkvæmri stöðu,“ skrifar Jón Karl Helgason.
Bók

Tón­ar út­lag­anna

Höfundur Árni Heimir Ingólfsson
Hið íslenska bókmenntafélag
360 blaðsíður
Gefðu umsögn

Tónar útlaganna er samanburðarævisaga tónlistarmannanna Róberts Abrahams Ottóssonar, Heinz Edelstein og Victors Urbancic. Þetta er læsilegt og vandað rit um merka brautryðjendur í íslensku tónlistarlífi, byggt á áralöngum rannsóknum höfundar, Árna Heimis Ingólfssonar, fjölbreyttum heimildum og góðri innsýn í viðfangsefnið. Um leið á verkið sérstakt erindi við samtímann, þar með talið þann stóra hóp fólks sem býður nú fram krafta sína fyrir alþingiskosningar.

Form samanburðarævisögunnar (e. parallel/comparative biography) er oft rakið til Plútarkosar sem skrifaði fjölda bóka þar sem ævisögur tveggja ólíkra manna, gjarnan Forn-Grikkja og Rómverja, voru látnar varpa ljósi hvor á aðra. Margir seinni tíma höfundar hafa farið að dæmi forngríska sagnfræðingsins. Nægir að minna á Skáldalíf (2006) eftir Halldór Guðmundsson þar sem æviferlum Gunnars Gunnarssonar og Þórbergs Þórðarsonar er fléttað saman og Kristinn og Þóra: Rauðir þræðir (2021) eftir Rósu Magnúsdóttur, þar sem lífshlaup hjónanna Kristins E. Andréssonar og Þóru Vigfúsdóttur er í brennidepli. Ein af áskorunum …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár