Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Gömul saga með nýjum endi

„Marg­ir sögu­höf­und­ar leita á okk­ar tím­um í forn sögu­efni rétt eins og Nanna, hún fer bet­ur bú­in en marg­ir þá leið,“ skrif­ar Páll Bald­vin Bald­vins­son eft­ir að hafa les­ið skáld­sög­una Þeg­ar sann­leik­ur­inn sef­ur – eft­ir Nönnu Rögn­vald­ar­dótt­ur.

Gömul saga með nýjum endi
Rithöfundur Nanna Rögnvaldardóttir.
Bók

Þeg­ar sann­leik­ur­inn sef­ur

Höfundur Nanna Rögnvaldardóttir
Iðunn
240 blaðsíður
Niðurstaða:

Frumlegur snúningur á gömlu sakamáli.

Gefðu umsögn

Eftir sinn langa og farsæla feril við kokkabókagerð sneri Nanna Rögnvaldardóttir við blaðinu í fyrra og samdi skáldsögu byggða á löngum kynnum af skagfirskri sögu. Það er alltaf gaman að sjá konur stökkva milli jaka í góðum sjó og ekki var ástæða til annars en að vænta góðra bita frá Nönnu. Hún býr yfir djúpstæðri þekkingu á lífsháttum dreifðra byggða, þróun þess samfélags sem hefur mótað hana og innsýn í mannlega breytni.

Nú er önnur sögubók hennar komin út, hún leitar í tímann eftir stóru bólu, kunnugt minni um unga konu sem er myrt og hvernig yfirvöld og sveitungar leysa úr málinu að því talið er.

Á opinskáan máta

Nanna gengst fúslega við því í eftirmála bókarinnar að hún hafi notað margsagða sögu sem grunn, minni um morðið við Úlfsá sem forstokkaður valdsmaður af höfðingjaættum var um síðir dæmdur fyrir: hafa margir sinnt sama máli: annálahöfundar, Jónas frá Hrafnagili og …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár