Þegar sannleikurinn sefur
Frumlegur snúningur á gömlu sakamáli.
Eftir sinn langa og farsæla feril við kokkabókagerð sneri Nanna Rögnvaldardóttir við blaðinu í fyrra og samdi skáldsögu byggða á löngum kynnum af skagfirskri sögu. Það er alltaf gaman að sjá konur stökkva milli jaka í góðum sjó og ekki var ástæða til annars en að vænta góðra bita frá Nönnu. Hún býr yfir djúpstæðri þekkingu á lífsháttum dreifðra byggða, þróun þess samfélags sem hefur mótað hana og innsýn í mannlega breytni.
Nú er önnur sögubók hennar komin út, hún leitar í tímann eftir stóru bólu, kunnugt minni um unga konu sem er myrt og hvernig yfirvöld og sveitungar leysa úr málinu að því talið er.
Á opinskáan máta
Nanna gengst fúslega við því í eftirmála bókarinnar að hún hafi notað margsagða sögu sem grunn, minni um morðið við Úlfsá sem forstokkaður valdsmaður af höfðingjaættum var um síðir dæmdur fyrir: hafa margir sinnt sama máli: annálahöfundar, Jónas frá Hrafnagili og …
Athugasemdir