Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
Í göngu „Ég hafði ekkert með manninn að gera,“ sagði Þorsteinn Már í yfirheyrslu og átti þar við Jóhannes Stefánsson, starfsmann Samherja í Afríku. Hér sjást þeir tveir saman í fjallgöngu á Esjuna, sem þeir fóru í ásamt þáverandi kærustu Þorsteins árið 2012. Mynd: Wikileaks

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.

„Ég hafði ekkert með manninn að gera,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í yfirheyrslu hjá embætti héraðssaksóknara sumarið 2020, um samskipti sín við Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóra útgerðarfélags Samherja í Namibíu. Þegar rannsakendur gengu á hann og spurðu hvort ekki hafi verið einhver samskipti þeirra á milli gekkst hann við því en tók sérstaklega fram að þau hefðu verið „á takmarkaðan hátt“. Það rímar ekki við uppgötvun sem rannsakendur hjá sama embætti hafa nú gert. 

Þúsundir smáskilaboða sem send voru og móttekin í farsíma Jóhannesar, uppljóstrara í Samherjamálinu, fundust nýlega í tölvu sem Jóhannes afhenti héraðssaksóknara árið 2019.

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hafði tölva Jóhannesar tekið öryggisafrit af símanum, um eða eftir þann tíma sem Jóhannes lét af störfum hjá Samherja. Sérfræðingum lögreglu virðist hafa orðið þetta ljóst og náð að endurheimta SMS-skilaboð sem höfðu afritast. Í þeim birtist önnur mynd af samskiptum Jóhannesar við forstjóra og aðra starfsmenn Samherja en …

Kjósa
82
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Eyþór Dagur skrifaði
    Fjölmenningin. Þurfum fleira fólk frá Afríku hingað. Meiri fjölmenningu!
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Hverjir ætli hafi fengið mútur hjá Samherja hér á landi?
    3
    • SRÓ
      Sigurður Rúnar Ólafsson skrifaði
      Það væri fróðlegt að vita, en þeir kunna að fela slóðina vel. Vantar fleiri uppljóstrara.
      0
  • Ingunn Björnsdóttir skrifaði
    Hmm... þessi grein bendir til þess að herramennirnir sem hana rita séu annað hvort að leitast við að stimpla sig inn sem meistarar spunans eða valsi um gögn héraðssaksóknara eins og sína eign, - og það án þess að hafa stöðu sakbornings, brotaþola eða vitnis. Hvort ætli sé hið rétta? Ef þetta er frá saksóknara komið, jafn loðmullulegt og það er, þá þarf saksóknari að útskýra ýmislegt um starfsaðferðir sínar.

    Mig langar að lesa þetta Heimildar blað. En sem fyrr: hafandi í huga hvaða áhrif þessi ritlingur hefur haft á mitt líf, hef ég ekki í hyggju að kaupa það.
    -20
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu