„Ég hafði ekkert með manninn að gera,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í yfirheyrslu hjá embætti héraðssaksóknara sumarið 2020, um samskipti sín við Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóra útgerðarfélags Samherja í Namibíu. Þegar rannsakendur gengu á hann og spurðu hvort ekki hafi verið einhver samskipti þeirra á milli gekkst hann við því en tók sérstaklega fram að þau hefðu verið „á takmarkaðan hátt“. Það rímar ekki við uppgötvun sem rannsakendur hjá sama embætti hafa nú gert.
Þúsundir smáskilaboða sem send voru og móttekin í farsíma Jóhannesar, uppljóstrara í Samherjamálinu, fundust nýlega í tölvu sem Jóhannes afhenti héraðssaksóknara árið 2019.
Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hafði tölva Jóhannesar tekið öryggisafrit af símanum, um eða eftir þann tíma sem Jóhannes lét af störfum hjá Samherja. Sérfræðingum lögreglu virðist hafa orðið þetta ljóst og náð að endurheimta SMS-skilaboð sem höfðu afritast. Í þeim birtist önnur mynd af samskiptum Jóhannesar við forstjóra og aðra starfsmenn Samherja en …
Mig langar að lesa þetta Heimildar blað. En sem fyrr: hafandi í huga hvaða áhrif þessi ritlingur hefur haft á mitt líf, hef ég ekki í hyggju að kaupa það.
Ef þú ert að reyna að koma einhverju staðlausu rugli um mig á flot, þá mæli ég með að þú hættir því. Drengurinn sem reyndi að drepa mig hefur fengið dóm fyrir það (manndrápstilraun) og hefur ekki áfrýjað þeim hluta dómsins. En ef hann hefur verið að lesa Heimildina og kommentin sem virkir í athugasemdum við það rit viðhafa um mig, þá er kannski að einhverju leyti sjiljanlegt þó hann hafi haldið að ég væri illmenni sem eðlilegt væri að hann reyndi að losa heiminn við.