Við rannsókn Samherjamálsins hér á Íslandi hafa níu núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja fengið réttarstöðu sakbornings, vegna gruns um mútubrot, peningaþvætti og auðgunarbrot. Auk Þorsteins Más má þar nefna Ingvar Júlíusson, fjármálastjóra í erlendri starfsemi Samherja, og Aðalstein Helgason, sem var yfir Afríkuútgerð fyrirtækisins þar til hann lét af störfum vegna aldurs árið 2016. Báðir komu þeir að greiðslum til skúffufélaga á Dúbaí og í Namibíu, sem sögð voru nýtt til að koma mútugreiðslum til namibísks áhrifafólks.
Fleiri tengdir fyrirtækinu hafa verið kallaðir til sem vitni. Meðal þeirra er Arnar Árnason, endurskoðandi Samherja til fjölda ára og meðeigandi endurskoðunarrisans KPMG. Í yfirheyrslu í mars í fyrra voru borin undir Arnar gögn sem KPMG afhenti héraðssaksóknara og öll tengdust vinnu hans við endurskoðun móðurfélags Samherja.
Meðal gagnanna voru yfirlit yfir óútskýrðar greiðslur út úr namibíska félagi Samherja árið 2012. Þar er fjallað um óútskýrðar reiðufjárúttektir og greiðslur sem eðlilega …
Athugasemdir