Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Stjórn Samherja upplýst oft og ítarlega – tímalína

Í end­ur­skoð­un­ar­skýrsl­um Árna Arn­ars­son­ar, end­ur­skoð­anda Sam­herja­sam­stæð­unn­ar, sést að stjórn Sam­herja var margsinn­is upp­lýst um „Afr­ík­u­starf­semi Sam­herja í Namib­íu“ og við­skipti sem nú eru rann­sök­uð sem mútu­brot. Þetta sést í fund­ar­gerð­um stjórn­ar­inn­ar yf­ir sjö ára tíma­bil.

Stjórn Samherja upplýst oft og ítarlega – tímalína
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn aðaleigenda Samherja, og Eiríkur S. Jóhannsson, sem starfaði um árabil sem stjórnarformaður útgerðarinnar. Mynd: Tómas Daði

Við rannsókn Samherjamálsins hér á Íslandi hafa níu núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja fengið réttarstöðu sakbornings, vegna gruns um mútubrot, peningaþvætti og auðgunarbrot. Auk Þorsteins Más má þar nefna Ingvar Júlíusson, fjármálastjóra í erlendri starfsemi Samherja, og Aðalstein Helgason, sem var yfir Afríkuútgerð fyrirtækisins þar til hann lét af störfum vegna aldurs árið 2016. Báðir komu þeir að greiðslum til skúffufélaga á Dúbaí og í Namibíu, sem sögð voru nýtt til að koma mútugreiðslum til namibísks áhrifafólks. 

Fleiri tengdir fyrirtækinu hafa verið kallaðir til sem vitni. Meðal þeirra er Arnar Árnason, endurskoðandi Samherja til fjölda ára og meðeigandi endurskoðunarrisans KPMG. Í yfirheyrslu í mars í fyrra voru borin undir Arnar gögn sem KPMG afhenti héraðssaksóknara og öll tengdust vinnu hans við endurskoðun móðurfélags Samherja.

Meðal gagnanna voru yfirlit yfir óútskýrðar greiðslur út úr namibíska félagi Samherja árið 2012. Þar er fjallað um óútskýrðar reiðufjárúttektir og greiðslur sem eðlilega …

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingunn Björnsdóttir skrifaði
    Þessi skrif bera sömu höfundarmerki og bókin "Ekkert að fela". Mikið ályktað án þess að lögð séu fram fullnægjandi sönnunargögn fyrir einu eða neinu. Það er eðlilegt að hægt gangi hjá Héraðssaksóknara að komast til botns í þessu máli, því að einna helst lítur út fyrir að sköpunargleði blaðamanna hafi náð miklum hæðum á litlu efni. Þetta hefur orðið til þess að nánast gera útaf við trúverðugleika blaðamannanna og hefur einnig laskað stétt þeirra mikið. Og þetta hefur einnig valdið héraðssaksóknara miklum erfiðleikum. Rétt er að dómskerfið sjái um það sem dómskerfisins er að sjá um og blaðamenn sjái um að upplýsa almenning um það sem þeir hafa raunverulega nægar og áreiðanlegar upplýsingar um.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár