Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Eftirsótt oddvitasæti Samfylkingar í Kraganum - Flosi Eiríksson aftur í pólitík

Flosi Ei­ríks­son er sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Heim­ild­ar­inn­ar á hött­un­um eft­ir odd­vita­sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, en upp­still­ing­ar­nefnd mun raða á list­ann. Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir og Guð­mund­ur Árni Stef­áns­son hafa einnig lýst yf­ir vilja til að taka odd­vita­sæt­ið.

Eftirsótt oddvitasæti Samfylkingar í Kraganum - Flosi Eiríksson aftur í pólitík
Flosi Hyggst snúa aftur í pólitíkina.

Flosi Eiríksson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, ætlar að sækjast eftir oddvitasætinu í Suðvesturkjördæmi, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, hafa þegar gefið út að þau muni sækjast eftir sama sæti. 

Þórunn leiddi lista Samfylkingarinnar í kjördæminu í síðustu kosningum og var sú eina af lista flokksins í kjördæminu sem náði inn á þing. Ef miðað er við fylgismælingar að undanförnu er útlit fyrir að hagur flokksins muni vænkast og hann bæti við sig þingmönnum í næstu kosningum.

Flosi var bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi á árunum 1998 til 2009 og hafði fyrir það verið varamaður í fjögur ár.

Rétt eins og Flosi hyggst gera núna, steig Guðmundur Árni aftur inn í starf Samfylkingarinnar nýlega, þegar hann leiddi lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum árið 2022, eftir að hafa verið sendiherra í áratug. Hann hafði áður setið á þingi fyrir Samfylkinguna og Alþýðuflokkinn, verið ráðherra frá 1993 til 1994, og þar áður bæjarstjóri í Hafnarfirði. 

Flosi var framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands á árunum 2018 til 2022 en í byrjun síðasta árs bárust fréttir af því að hann hefði hafið störf sem ráðgjafi hjá samskiptafélaginu Aton. Hann hefur áður starfað hjá KPMG og sem húsasmiður. Flosi er í dag formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks.

Ekki náðist í Flosa við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár