Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Eftirsótt oddvitasæti Samfylkingar í Kraganum - Flosi Eiríksson aftur í pólitík

Flosi Ei­ríks­son er sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Heim­ild­ar­inn­ar á hött­un­um eft­ir odd­vita­sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, en upp­still­ing­ar­nefnd mun raða á list­ann. Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir og Guð­mund­ur Árni Stef­áns­son hafa einnig lýst yf­ir vilja til að taka odd­vita­sæt­ið.

Eftirsótt oddvitasæti Samfylkingar í Kraganum - Flosi Eiríksson aftur í pólitík
Flosi Hyggst snúa aftur í pólitíkina.

Flosi Eiríksson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, ætlar að sækjast eftir oddvitasætinu í Suðvesturkjördæmi, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, hafa þegar gefið út að þau muni sækjast eftir sama sæti. 

Þórunn leiddi lista Samfylkingarinnar í kjördæminu í síðustu kosningum og var sú eina af lista flokksins í kjördæminu sem náði inn á þing. Ef miðað er við fylgismælingar að undanförnu er útlit fyrir að hagur flokksins muni vænkast og hann bæti við sig þingmönnum í næstu kosningum.

Flosi var bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi á árunum 1998 til 2009 og hafði fyrir það verið varamaður í fjögur ár.

Rétt eins og Flosi hyggst gera núna, steig Guðmundur Árni aftur inn í starf Samfylkingarinnar nýlega, þegar hann leiddi lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum árið 2022, eftir að hafa verið sendiherra í áratug. Hann hafði áður setið á þingi fyrir Samfylkinguna og Alþýðuflokkinn, verið ráðherra frá 1993 til 1994, og þar áður bæjarstjóri í Hafnarfirði. 

Flosi var framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands á árunum 2018 til 2022 en í byrjun síðasta árs bárust fréttir af því að hann hefði hafið störf sem ráðgjafi hjá samskiptafélaginu Aton. Hann hefur áður starfað hjá KPMG og sem húsasmiður. Flosi er í dag formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks.

Ekki náðist í Flosa við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár