Þessi grein birtist fyrir rúmlega 13 mánuðum.

Eftirsótt oddvitasæti Samfylkingar í Kraganum - Flosi Eiríksson aftur í pólitík

Flosi Ei­ríks­son er sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Heim­ild­ar­inn­ar á hött­un­um eft­ir odd­vita­sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, en upp­still­ing­ar­nefnd mun raða á list­ann. Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir og Guð­mund­ur Árni Stef­áns­son hafa einnig lýst yf­ir vilja til að taka odd­vita­sæt­ið.

Eftirsótt oddvitasæti Samfylkingar í Kraganum - Flosi Eiríksson aftur í pólitík
Flosi Hyggst snúa aftur í pólitíkina.

Flosi Eiríksson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, ætlar að sækjast eftir oddvitasætinu í Suðvesturkjördæmi, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, hafa þegar gefið út að þau muni sækjast eftir sama sæti. 

Þórunn leiddi lista Samfylkingarinnar í kjördæminu í síðustu kosningum og var sú eina af lista flokksins í kjördæminu sem náði inn á þing. Ef miðað er við fylgismælingar að undanförnu er útlit fyrir að hagur flokksins muni vænkast og hann bæti við sig þingmönnum í næstu kosningum.

Flosi var bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi á árunum 1998 til 2009 og hafði fyrir það verið varamaður í fjögur ár.

Rétt eins og Flosi hyggst gera núna, steig Guðmundur Árni aftur inn í starf Samfylkingarinnar nýlega, þegar hann leiddi lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum árið 2022, eftir að hafa verið sendiherra í áratug. Hann hafði áður setið á þingi fyrir Samfylkinguna og Alþýðuflokkinn, verið ráðherra frá 1993 til 1994, og þar áður bæjarstjóri í Hafnarfirði. 

Flosi var framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands á árunum 2018 til 2022 en í byrjun síðasta árs bárust fréttir af því að hann hefði hafið störf sem ráðgjafi hjá samskiptafélaginu Aton. Hann hefur áður starfað hjá KPMG og sem húsasmiður. Flosi er í dag formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks.

Ekki náðist í Flosa við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár