Það er bannað að deyja á Svalbarða – ljóð eftir Jón Kalman

Hér má lesa frumbirt­ingu á ljóði eft­ir Jón Kalm­an sem fór til Sval­barða og orti ljóð.

Það er bannað að deyja á Svalbarða – ljóð eftir Jón Kalman
Á Svalbarða. Mynd: Stella Soffía Jóhannesdóttir.


eitt

Það er bannað að deyja
hér á Svalbarða
sem er á 78. breiddargráðu,
svo norðarlega í heiminum
að maður kemst varla þangað
í draumum sínum, einungis í flugvél,
skipum og í skáldskap

bannað að deyja,
raunar einnig að fæðast:

það sem liggur þar á milli nefnist lífið

Lífið býr því á 78. breiddargráðu

Ég sit á kaffihúsi
við aðalgötuna í Longyearbyen,
fyrir utan eru fjöll, himinn svo blár
að hann er að breytast í tónlist,
Mozart blár, sagði
stúlkan sem seldi mér gott kaffi,
hún kom hingað
frá Filippseyjum fyrir tveimur árum,
maðurinn við hlið mér er rússneskur flóttamaður,
á móti honum Norðmaður, Dani, Spánverji

hér búa rúmlega rúmlega tvö þúsund manneskjur
af 40 mismunandi þjóðernum, lífið hefur smalað
þeim hingað þar sem dauðanum hefur
verið úthýst, einhver
mætti þó láta ísbirnina vita af því, þeir
taka ekkert tillit til okkar
fyrir þeim erum við gangandi sushi, góður
skyndibiti, …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár