Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Mengandi stjórnendur danskra stórfyrirtækja

Nokk­ur dönsk stór­fyr­ir­tæki segj­ast leggja mikla áherslu á um­hverf­is­mál í starf­semi sinni. Ný rann­sókn sýn­ir að sú áhersla nær ekki til æðstu stjórn­enda sem ferð­ast milli staða í einka­þot­um, sem valda hlut­falls­lega 17 sinn­um meiri meng­un en vél­ar í áætl­un­ar­flugi.

Fyrir skömmu var sýndur í danska sjónvarpinu, DR, heimildaþáttur sem bar yfirskriftina „De superriges privatfly“. Jafnframt hefur á vefsíðu DR verið fjallað ítarlega um ferðamáta hinna „ofurríku“ Dana. Umfjöllunin er byggð á upplýsingum um rúmlega 16 þúsund ferðalög síðastliðin fjögur ár en DR einskorðaði umfjöllun sína við ferðalög danskra auðmanna. Áðurnefndur þáttur, og umfjöllunin á vefnum, vakti mikla athygli og varpaði ljósi á að þegar kemur að þeim „ofurríku“ fara ekki ætíð saman orð og gerðir.

Í úttekt DR kemur fram að einkaþotur valdi hlutfallslega 17 sinnum meiri mengun en þotur í áætlunarflugi

Nafnið Anders Holch Povlsen klingir kannski ekki bjöllum hjá mörgum Íslendingum en flestir Danir þekkja nafnið. Anders Holch Povlsen er eigandi tískufatnaðarfyrirtækisins Bestseller, höfuðstöðvar þess eru í Brande á Jótlandi. Bestseller var stofnað árið 1975 þegar foreldrar Anders Holch, þau Troels Holch Povlsen og Merete Bech Povlsen, opnuðu litla fataverslun, Bestseller, í Ringkøbing á Jótlandi. Til að gera langa sögu stutta gekk reksturinn vel, fyrirtækið stækkaði hratt og Bestseller er í dag í hópi stærstu fyrirtækja Danmerkur með starfsemi víða um heim og samtals um 17 þúsund starfsmenn. Anders Hoch Povlsen (1972 –) tók við stjórn Bestseller árið 2001 og fyrirtækið er nú algjörlega í hans eigu.

Flugfélag og landareignir

Anders Holch Povlsen er einn þeirra sem kemur við sögu í umfjöllun DR um ferðalög hinna „ofurríku“. Hann á flugfélagið Blackbird Air sem hefur aðsetur í Billund á Jótlandi. Blackbird getur ekki kallast umsvifamikið flugfélag, á tvær litlar farþegaþotur og eina þyrlu.

Lúxus í háloftunumEigandi Bestseller á tvær einkaþotur og eina þyrlu.

Á heimasíðu félagsins kemur fram að það stundi leiguflug innan Danmerkur og utan. Á heimasíðunni má enn fremur sjá að vélarnar eru með svokölluðum „lúxusinnréttingum“ og einungis örfáum sætum. Ekki hefur fengist uppgefið hverjir ferðast með Blackbird Air, aðeins hvert hefur verið flogið og hvenær. Á síðasta ári flugu þoturnar tvær samtals 535 þúsund kílómetra.

Þegar kemur að þeim ,,ofurríku“ fara ekki ætíð saman orð og gerðir

Einn þeirra staða sem vélar Blackbird Air hafa tíðum flogið til er Inverness í Skotlandi en á því svæði á Anders Holch Povlsen stórar landareignir og fjölmiðlar hafa iðulega nefnt hann sem stærsta landeiganda á Bretlandseyjum. Skoskir fjölmiðlar greindu frá því að Anders Holch hefði fagnað fimmtugsafmæli sínu í Aldour-höllinni, sem er í eigu hans og stendur við stöðuvatnið Loch Ness. Í tengslum við afmælisveisluna fór þota á vegum Blackbird Air fjölmargar ferðir milli Danmerkur og Inverness en bandaríski söngvarinn Lionel Richie var meðal þeirra sem skemmtu gestum í veislunni.

 Sama sagan hjá mörgum öðrum stórfyrirtækjum

Þótt hér að framan hafi einungis verið fjallað um Anders Holch Povlsen og einkaþotur hans er hann síður en svo einn á báti ef svo mætti segja. Í umfjöllun DR eru nokkur stærstu fyrirtæki Danmerkur nefnd. Fjölskyldan sem á Lego-fyrirtækið á til að mynda þrjár einkaþotur sem á síðasta ári fóru fleiri en 300 flugferðir, sem flestar hófust og enduðu í Billund á Jótlandi þar sem höfuðstöðvar Lego eru. Athygli vekur að iðulega var flogið milli staða sem eru í innan við 100 kílómetra fjarlægð frá Billund. Samkvæmt útreikningum sérfræðings DR er útblástursmengunin frá einkaþotu af algengri gerð (Falcon 8) 82 sinnum meiri en frá stórum fólksbíl á þessari vegalengd. Mengun frá þotum er mest í flugtaki og lendingu.

Eigendafjölskyldan og stjórnendur fyrirtækisins Jysk (hét áður Rúmfatalagerinn á Íslandi) sitja ekki alla daga með fæturna á jörðinni. Fyrirtækið á tvær þotur og á síðasta ári var þeim flogið samtals 664 þúsund kílómetra, fóru 466 sinnum í loftið.

Meðal annarra danskra stórfyrirtækja sem koma við sögu í umfjöllun DR eru Danfoss og Grundfos. 

Svörin öll á sömu nótum

Fréttamenn óskuðu eftir viðtölum við stjórnendur fyrirtækjanna sem nefnd eru og koma við sögu í umfjöllun DR. Engir vildu veita viðtal en sendu skrifleg svör og yfirlýsingar. Þau voru öll á sömu lund: leggja mikla áherslu á að draga sem mest úr mengun og orkunotkun og nota hagkvæmari tækni á öllum sviðum. Ástæða þess að stjórnendur og eigendur notast jafnmikið við einkaþotur og raun ber vitni er sögð sú að áætlunarflug henti sjaldnast vel, ýmissa hluta vegna, og auk þess kjósi þekktir einstaklingar iðulega ferðamáta þar sem þeir séu „ekki fyrir allra augum“ eins og lesa mátti í einu svarinu.

Þeir ríkustu menga mest en borga ekki mengunargjald

Í úttekt DR kemur fram að einkaþotur valdi hlutfallslega 17 sinnum meiri mengun en þotur í áætlunarflugi. Þá er miðað við mengun á hvern farþega sem oftast eru mjög fáir, jafnvel bara einn, í hverri einkaþotu. Í áætlunarflugi er sætanýtingin að meðaltali um 82 prósent en í einkaþotu um 25 prósent, og iðulega minna.

Á næsta ári verður tekið upp sérstakt farþegagjald (passagerafgift) í Danmörku. Það verður 30 krónur danskar (600 krónur íslenskar) á styttri ferðir en hámark 300 krónur danskar á lengstu ferðir. Samkvæmt útreikningum sérfræðinga mun farþegagjaldið að jafnaði nema um 70 krónum dönskum (1400 krónum íslenskum) á hvern farþega. Athygli hefur vakið að samkvæmt lögum munu farþegar sem ferðast með einkaþotum ekki borga þetta sérstaka farþegagjald. Ástæða þess er að farþegar sem ferðast með einkaþotum fá ekki útgefinn sérstakan farmiða. Eftir mikla gagnrýni úr mörgum áttum hefur skattaráðherrann sagt að þetta mál verði skoðað, með það fyrir augum að allir flugfarþegar, hvernig svo sem þeir ferðast, borgi farþegagjaldið.

 Tími til kominn að ræða lífsmáta þeirra ríku

Einkaþotum fjölgar á ári hverju og samkvæmt tölum frá samtökum bandarískra framleiðenda loftfara seldust um það bil 700 nýjar einkaþotur í heiminum á síðasta ári. Danmörk er eitt þeirra landa þar sem einkaþotum fjölgar.  Kristian Steensen Nielen, aðjunkt við Danska viðskiptaháskólann, sagði í viðtali umræðu um einkaþoturnar mikilvæga. Ég held að danskur almenningur geri sér ekki grein fyrir áhrifum sífellt fleiri einkaþotna á loftslagið. Í nýrri könnun kom fram að almenningur telur að ríkasta prósent Dana losi um það bil 15 tonn gróðurhúsalofttegunda á ári hverju en staðreyndin er hins vegar 93 tonn á hvern einstakling. Meðaldanskurinn losar um 11 tonn gróðurhúsalofttegunda á ári hverju. Það er gott og blessað að spara vatnið heima og sleppa því að kaupa plastpoka en það þarf meira til. Þar getur ríkasta prósent Dana lagt miklu meira af mörkum.“

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Það vantar alveg málefnalega umræðu um aflátssölu Landsvirkjunnar á losunum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
5
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár