Kosið 30. nóvember - „Ekkert vandamál að leysa það ef þau vilja stíga út úr ráðuneytunum“

For­seti Ís­lands hef­ur fall­ist á beiðni for­sæt­is­ráð­herra um þingrof. Starfs­stjórn tek­ur við fram að kosn­ing­um sem fara fram 30. nóv­em­ber. Bjarni gaf ekki skýr svör um hvort ráð­herr­ar Vinstri grænna starfi í henni. Þá sagði Bjarni ekk­ert mál að leysa það ef ein­hverj­ir ráð­herr­ar vilja hætta strax. Hann ít­rek­aði þó að ráð­herr­ar hefðu rík­um skyld­um að gegna.

Kosið 30. nóvember - „Ekkert vandamál að leysa það ef þau vilja stíga út úr ráðuneytunum“
Halla Tómasdóttir samþykkti í dag ósk Bjarna Benediktssonar um heimild til að rjúfa þing. Mynd: Golli

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, ávarpaði blaðamenn í kjölfar fundar við Bjarna sem lauk skömmu fyrir klukkan fimm. Þar sagðist hún telja segist  „heillavænlegast“ fyrir þing og þjóð að gengið verði til kosninga. Því hyggist hún fallast á tillögu forsætisráðherra um að þing verði rofið. 

Þetta kom fram í ávarpi Höllu eftir fund hennar við Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á Bessastöðum. Hún sagði að kosningar færu fram þann 30. nóvember.

Halla sagði að frumskylda hennar sem forseta væri að tryggja að í landinu sé starfhæf stjórn. Hún geri því ráð fyrir að nú taki við starfsstjórn

Bjarni ræddi þvínæst við blaðamenn og sagði gott að það sé komið á hreint að þingrofsbeiðnin hafi verið samþykkt „og nú stefnum við á kosningar 30. nóvember eins og ég lagði upp með. Nú hef ég samþykkt að sitja í starfsstjórn eins og fyrirséð var að myndi gerast,“ segir Bjarni. 

Þegar þessi formsatriði séu frá þurfi að binda um síðustu málin á þinginu og segir Bjarni fjárlögin þar fara fremst. 

Spurður hvort ráðherrar Vinstri grænna ætli að sitja í starfsstjórninni segir Bjarni ekki kannast við að það hafi gerst að ráðherrar neiti slíku. Það kæmi honum „verulega á óvart“ ef ráðherrar „sem hafa ríkum skyldum að gegna“ myndu ekki sitja í starfsstjórn.  Bjarni virtist þó ekki hafa fengið svör frá Vinstri grænum um þetta.

Ekkert mál ef ráðherrar fara

Þegar Bjarni mætt á Bessastaði klukkan fjögur sagði hann við blaðamenn að þangað væri hann kominn í ljósi þess að meirihlutasamstarfinu væri lokið. „Ég fékk það endanlega staðfest um sexleytið í gær að Vinstri grænir vilja ekki halda áfram meirihlutasamstarfinu fram að kosningum eins og ég hafði lagt upp með,“ sagði hann og bætti við að framsóknarmenn væru sammála því að best væri að biðjast lausnar. 

Þá ítrekaði Bjarni fyrri orð sín um að hann gerði ráð fyrir að það væri aðeins formsatriði að forseti gefi honum heimild til að rjúfa þing, eins og hann óskaði eftir á fundi með Höllu í gærmorgun. 

Bjarni sagði ennfremur að ef þing yrði rofið miðað við þessar forsendur þá væri þetta ekki lengur spurning um meirihluta eða minnihluta á þingi heldur yrðu ráðherrar beðnir að sinna sínum starfsskyldum þar til ný ríkisstjórn yrði mynduð. Hann viðurkenndi að honum heyrðist ekki mikill áhugi á því meðal Vinstri grænna, en sagði að ráðherrar yrðu að gera slíkt upp við samvisku sína. Hann sagði hins vegar „ekkert vandamál að leysa það ef þau vilja stíga út úr ráðuneytunum“ og vísaði þar til ráðherra Vinstri grænna.  

Fjárlagafrumvarpið liggi þegar fyrir þinginu og séu á forræði þess en ekki þess ríkisstjórnarmeirihluta sem hefði lagt það fram. Hann sagðist vonast til þess að allir flokkar geti átt samstarf um framgang frumvarpsins. Ef ekki náist sátt um það tefjist afgreiðslan með tilheyrandi skaða. 

Þá sagðist Bjarni ekki gera ráð fyrir að þing starfi alla kosningabaráttuna heldur muni það aðeins koma saman „þegar nauðsyn ber“. 

Vilja ekki vinna áfram undir Bjarna 

Í gær varð ljóst að ekkert verður af því að ríkisstjórnin sitji saman fram að kosningum í krafti þingmeirihlutans.

Í tilkynningu frá forsetaembættinu fyrr í dag kom fram að Halla ætti fund með Bjarna á Bessastöðum klukkan 16 í dag. Eftir fundinn myndi Halla síðan ávarpa fulltrúa fjölmiðla. Í svari við fyrirspurn Heimildarinnar til embættisins kemur fram að forseti muni hins vegar ekki veita viðtöl í dag. 

Bjarni sagðist í gær ætla að biðjast lausnar fyrir sig og ríkisstjórnina. Sam­starfs­flokk­arn­ir eru ekki til­bún­ir í áfram­hald­andi sam­starf fram að kosn­ing­um.

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna og innviðaráðherra, sagði í Silfrinu í gær að þingflokkur sinn hefði tekið ákvörðun um að vinna ekki í ríkisstjórn þar sem Bjarni væri forsætisráðherra. Þá velti Svandís því upp að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fjármálaráðherra, tæki við sem forsætisráðherra vikurnar fram að kosningum.

Telur umhugsunarfrestinn formsatriði

Bjarni fór á fund forseta í gærmorgun til að óska formlega eftir heimild til þingrofs. 

Bjarni sagði þá að hann hefði þegar hafa talað við Höllu  um þingrofsbeiðnina. „Hún hefur tjáð mér að hún vilji meta stöðuna. Ég geri ekkert athugasemdir við það,“ sagði Bjarni.

Í huga Bjarna væri það samt formsatriði. „Það getur hins vegar haft talsverð áhrif hvort þessum formsatriðum líkur á morgun eða miðvikudaginn, og getur haft áhrif á það hvort kosið verði 23. eða 30. nóvember.“ 

Hann átti ekki von á öðru en að Halla fallist á þingrof. 

„Já ég tel öll rök hníga að því og það væri afar óvenjulegt ef það myndi ekki ganga eftir,“ sagði hann áður en hann gekk á fund forseta.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lilja taldi skynsamlegast að kjósa eftir brotthvarf Katrínar
3
FréttirStjórnarslit 2024

Lilja taldi skyn­sam­leg­ast að kjósa eft­ir brott­hvarf Katrín­ar

„Hún er svo­lít­ið fram­sókn­ar­leg stund­um, hún Katrín,“ sagði Lilja Dögg Al­freðs­dótt­ir, vara­formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, í þjóð­mála­þætt­in­um Pressu um það út­hald sem Katrín Jak­obs­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, hafði er upp kom flók­in staða í stjórn­ar­sam­starf­inu. Brott­hvarf henn­ar hafi þýtt mikl­ar breyt­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
5
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
8
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár