Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Finnst að Einar ætti jafnvel að segja af sér

Reyk­vísk­ir kenn­ar­ar fjöl­menntu við Ráð­hús Reykja­vík­ur fyrr í dag. Þeir voru að mót­mæla um­mæl­um Ein­ars Þor­steins­son­ar borg­ar­stjóra frá því fyrr í vik­unni. Einn kenn­ari sagði við Heim­ild­ina að Ein­ar ætti jafn­vel að íhuga af­sögn.

Finnst að Einar ætti jafnvel að segja af sér

„Ég er að mótmæla ummælum borgarstjóra um starf sem ég er búin að sinna í 30 ár. Þar sem er sagt að ég geri allt til að forðast það að vinna með börnunum og að ég sé með alltof mikinn veikindarétt og undirbúningstíma sem fer meira og minna í fundarhöld,“ segir Edda Kristín Hauksdóttir, kennari í Hagaskóla, við Heimildina.

Blaðamaður náði tali af Eddu á mótmælum Kennarafélags Reykjavíkur við Ráðhúsið í dag. Þar var fjöldi kennara saman kominn til að mótmæla orðum Einars Þorsteinssonar borgarstjóra, sem hann lét falla á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrr í vikunni.

Einar sagði á ráðstefnunni að öll tölfræði benti til þess að væri verið að gera eitthvað „algjörlega vitlaust“ í skólunum. Kennararnir væru að biðja um það að fá að vera minna með börnunum, „en eru samt veik­ari en nokkru sinni fyrr og kenna minna og fleiri ein­hverj­ir und­ir­bún­ings­tím­ar.“

Edda Kristín segir að orð Einars séu til marks um algjört skilningsleysi hans á starfi kennara. „Ég held að hann ætti bara að koma og kenna aðeins. Hann hefði bara gott af því. Ég hugsa að hann þyrfti ekki marga daga til að skilja þetta betur.“

Aðspurð segir hún að hún vilji að Einar biðjist afsökunar. „Og jafnvel bara segi af sér. Þegar hann hefur þetta viðhorf hefur hann ekkert að gera í þetta starf.“

Vilja ekki vera minna með nemendum

Einar brást við gagnrýninni í garð ummæla sinna með aðsendri grein á Vísi í gærkvöldi. 

Atli Kristinsson, annar kennari við Hagaskóla, segir að Einar geti ekki tekið ábyrgð á móðguninni sem hafi verið sýnd kennurum með þessum orðum. „Hann beindi þessu til okkar eins og við værum að misskilja. Það var ekki mjög herramannlegt af honum,“ segir Atli. Hann segir að hann vilji að Einar biðjist almennilega afsökunar og hlusti á kennara. „Læri af sínum mistökum.“

Mikael Marinó Rivera, kennari í Rimaskóla, segir ummælin „ömurleg og óafsakanleg.“ Hann segir það ekki hægt að túlka þau á annan hátt en þau birtust. 

Aðspurður segist Mikael vilja að Einar viðurkenni mistök sín. Þá mætti hann kynna sér málin betur. „Ég hef unnið sem kennari í 15 ár og það hefur aldrei snúist um það að vera minna og minna með nemendum. Ég veit ekki alveg hvaðan hann grípur þetta.“

Einn kollegi þinn vildi afsögn – ert þú þar líka?

Ég er nú ekki alveg kominn þangað, batnandi mönnum er best að lifa. Þetta er aðallega bara að hann taki þetta til sín og kynni sér málin. Svo verður hann bara að gera upp við sig hvað hann vilji gera,“ segir Mikael.

Mótmælendurnir fóru inn í Ráðhúsið og ræddu þar við Dag B. Eggertsson, forseta borgarstjórnar, en Einar er staddur á ráðstefnu í útlöndum og var því ekki við. Dagur bað kennarana afsökunar fyrir hönd borgarstjórnar. „Ég veit að þið eigið erindi við núverandi borgarstjóra. Hann er því miður ekki á borgarstjórnarfundinum heldur er ég er hér í afleysingum. Ég veit að hann hefði viljað vera hérna til þess að tala við ykkur,“ sagði Dagur.

StaðgengillDagur B. Eggertsson ræddi við mótmælendur.
Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár