Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Finnst að Einar ætti jafnvel að segja af sér

Reyk­vísk­ir kenn­ar­ar fjöl­menntu við Ráð­hús Reykja­vík­ur fyrr í dag. Þeir voru að mót­mæla um­mæl­um Ein­ars Þor­steins­son­ar borg­ar­stjóra frá því fyrr í vik­unni. Einn kenn­ari sagði við Heim­ild­ina að Ein­ar ætti jafn­vel að íhuga af­sögn.

Finnst að Einar ætti jafnvel að segja af sér

„Ég er að mótmæla ummælum borgarstjóra um starf sem ég er búin að sinna í 30 ár. Þar sem er sagt að ég geri allt til að forðast það að vinna með börnunum og að ég sé með alltof mikinn veikindarétt og undirbúningstíma sem fer meira og minna í fundarhöld,“ segir Edda Kristín Hauksdóttir, kennari í Hagaskóla, við Heimildina.

Blaðamaður náði tali af Eddu á mótmælum Kennarafélags Reykjavíkur við Ráðhúsið í dag. Þar var fjöldi kennara saman kominn til að mótmæla orðum Einars Þorsteinssonar borgarstjóra, sem hann lét falla á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrr í vikunni.

Einar sagði á ráðstefnunni að öll tölfræði benti til þess að væri verið að gera eitthvað „algjörlega vitlaust“ í skólunum. Kennararnir væru að biðja um það að fá að vera minna með börnunum, „en eru samt veik­ari en nokkru sinni fyrr og kenna minna og fleiri ein­hverj­ir und­ir­bún­ings­tím­ar.“

Edda Kristín segir að orð Einars séu til marks um algjört skilningsleysi hans á starfi kennara. „Ég held að hann ætti bara að koma og kenna aðeins. Hann hefði bara gott af því. Ég hugsa að hann þyrfti ekki marga daga til að skilja þetta betur.“

Aðspurð segir hún að hún vilji að Einar biðjist afsökunar. „Og jafnvel bara segi af sér. Þegar hann hefur þetta viðhorf hefur hann ekkert að gera í þetta starf.“

Vilja ekki vera minna með nemendum

Einar brást við gagnrýninni í garð ummæla sinna með aðsendri grein á Vísi í gærkvöldi. 

Atli Kristinsson, annar kennari við Hagaskóla, segir að Einar geti ekki tekið ábyrgð á móðguninni sem hafi verið sýnd kennurum með þessum orðum. „Hann beindi þessu til okkar eins og við værum að misskilja. Það var ekki mjög herramannlegt af honum,“ segir Atli. Hann segir að hann vilji að Einar biðjist almennilega afsökunar og hlusti á kennara. „Læri af sínum mistökum.“

Mikael Marinó Rivera, kennari í Rimaskóla, segir ummælin „ömurleg og óafsakanleg.“ Hann segir það ekki hægt að túlka þau á annan hátt en þau birtust. 

Aðspurður segist Mikael vilja að Einar viðurkenni mistök sín. Þá mætti hann kynna sér málin betur. „Ég hef unnið sem kennari í 15 ár og það hefur aldrei snúist um það að vera minna og minna með nemendum. Ég veit ekki alveg hvaðan hann grípur þetta.“

Einn kollegi þinn vildi afsögn – ert þú þar líka?

Ég er nú ekki alveg kominn þangað, batnandi mönnum er best að lifa. Þetta er aðallega bara að hann taki þetta til sín og kynni sér málin. Svo verður hann bara að gera upp við sig hvað hann vilji gera,“ segir Mikael.

Mótmælendurnir fóru inn í Ráðhúsið og ræddu þar við Dag B. Eggertsson, forseta borgarstjórnar, en Einar er staddur á ráðstefnu í útlöndum og var því ekki við. Dagur bað kennarana afsökunar fyrir hönd borgarstjórnar. „Ég veit að þið eigið erindi við núverandi borgarstjóra. Hann er því miður ekki á borgarstjórnarfundinum heldur er ég er hér í afleysingum. Ég veit að hann hefði viljað vera hérna til þess að tala við ykkur,“ sagði Dagur.

StaðgengillDagur B. Eggertsson ræddi við mótmælendur.
Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár