Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Finnst að Einar ætti jafnvel að segja af sér

Reyk­vísk­ir kenn­ar­ar fjöl­menntu við Ráð­hús Reykja­vík­ur fyrr í dag. Þeir voru að mót­mæla um­mæl­um Ein­ars Þor­steins­son­ar borg­ar­stjóra frá því fyrr í vik­unni. Einn kenn­ari sagði við Heim­ild­ina að Ein­ar ætti jafn­vel að íhuga af­sögn.

Finnst að Einar ætti jafnvel að segja af sér

„Ég er að mótmæla ummælum borgarstjóra um starf sem ég er búin að sinna í 30 ár. Þar sem er sagt að ég geri allt til að forðast það að vinna með börnunum og að ég sé með alltof mikinn veikindarétt og undirbúningstíma sem fer meira og minna í fundarhöld,“ segir Edda Kristín Hauksdóttir, kennari í Hagaskóla, við Heimildina.

Blaðamaður náði tali af Eddu á mótmælum Kennarafélags Reykjavíkur við Ráðhúsið í dag. Þar var fjöldi kennara saman kominn til að mótmæla orðum Einars Þorsteinssonar borgarstjóra, sem hann lét falla á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrr í vikunni.

Einar sagði á ráðstefnunni að öll tölfræði benti til þess að væri verið að gera eitthvað „algjörlega vitlaust“ í skólunum. Kennararnir væru að biðja um það að fá að vera minna með börnunum, „en eru samt veik­ari en nokkru sinni fyrr og kenna minna og fleiri ein­hverj­ir und­ir­bún­ings­tím­ar.“

Edda Kristín segir að orð Einars séu til marks um algjört skilningsleysi hans á starfi kennara. „Ég held að hann ætti bara að koma og kenna aðeins. Hann hefði bara gott af því. Ég hugsa að hann þyrfti ekki marga daga til að skilja þetta betur.“

Aðspurð segir hún að hún vilji að Einar biðjist afsökunar. „Og jafnvel bara segi af sér. Þegar hann hefur þetta viðhorf hefur hann ekkert að gera í þetta starf.“

Vilja ekki vera minna með nemendum

Einar brást við gagnrýninni í garð ummæla sinna með aðsendri grein á Vísi í gærkvöldi. 

Atli Kristinsson, annar kennari við Hagaskóla, segir að Einar geti ekki tekið ábyrgð á móðguninni sem hafi verið sýnd kennurum með þessum orðum. „Hann beindi þessu til okkar eins og við værum að misskilja. Það var ekki mjög herramannlegt af honum,“ segir Atli. Hann segir að hann vilji að Einar biðjist almennilega afsökunar og hlusti á kennara. „Læri af sínum mistökum.“

Mikael Marinó Rivera, kennari í Rimaskóla, segir ummælin „ömurleg og óafsakanleg.“ Hann segir það ekki hægt að túlka þau á annan hátt en þau birtust. 

Aðspurður segist Mikael vilja að Einar viðurkenni mistök sín. Þá mætti hann kynna sér málin betur. „Ég hef unnið sem kennari í 15 ár og það hefur aldrei snúist um það að vera minna og minna með nemendum. Ég veit ekki alveg hvaðan hann grípur þetta.“

Einn kollegi þinn vildi afsögn – ert þú þar líka?

Ég er nú ekki alveg kominn þangað, batnandi mönnum er best að lifa. Þetta er aðallega bara að hann taki þetta til sín og kynni sér málin. Svo verður hann bara að gera upp við sig hvað hann vilji gera,“ segir Mikael.

Mótmælendurnir fóru inn í Ráðhúsið og ræddu þar við Dag B. Eggertsson, forseta borgarstjórnar, en Einar er staddur á ráðstefnu í útlöndum og var því ekki við. Dagur bað kennarana afsökunar fyrir hönd borgarstjórnar. „Ég veit að þið eigið erindi við núverandi borgarstjóra. Hann er því miður ekki á borgarstjórnarfundinum heldur er ég er hér í afleysingum. Ég veit að hann hefði viljað vera hérna til þess að tala við ykkur,“ sagði Dagur.

StaðgengillDagur B. Eggertsson ræddi við mótmælendur.
Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár