Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur verið leiðandi í þremur ríkisstjórnum sem hafa sprungið frá hruni. Þetta er önnur ríkisstjórnin sem hann leiðir sem forsætisráðherra sem getur ekki klárað kjörtímabilið en í þeirri þriðju var hann fjármálaráðherra í tveggja flokka stjórn með Framsóknarflokki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Árið 2016 sprakk ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í kjölfar afhjúpunar á Panamaskjölunum, þar sem í ljós kom að Bjarni og Sigmundur Davíð áttu báðir aflandsfélög, sem og fleiri ráðherrar. Sjálfstæðisflokkurinn komst aftur til valda, undir stjórn Bjarna, en féll á mettíma vegna leyndar í máli barnaníðings.
Eftir kosningar komst Sjálfstæðisflokkurinn enn á ný til valda í þriggja flokka ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Ríkisstjórnin lifði af eitt kjörtímabil þar sem tekist var á við heimsfaraldur en er nú fallin eftir þriggja ára stjórnarsetu, aðeins sex mánuðum eftir að Bjarni tók við sem forsætisráðherra í byrjun apríl.
Ríkisstjórnarsamstarfið hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig fyrir Bjarna. Áður hafði …
Athugasemdir