Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Horfir á kosningarnar sem „tækifæri fyrir þjóðina“

Sam­fylk­ing­in mun stilla upp list­um í öll­um kjör­dæm­um, vegna þess skamma tíma sem er fram að kosn­ing­um. Formað­ur­inn Kristrún Frosta­dótt­ir seg­ist horfa á kom­andi kosn­ing­ar sem „tæki­færi fyr­ir þjóð­ina“.

Horfir á kosningarnar sem „tækifæri fyrir þjóðina“
Samfylkingin Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Mynd: Baldur Kristjánsson

„Ég horfi fyrst og fremst á þetta sem tækifæri fyrir þjóðina,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar í samtali við Heimildina, spurð út í endalok ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar og komandi kosningar.

„Við erum að horfa til þess að bjóða fólki upp á nýtt upphaf,“ segir hún einnig í samtali við blaðamann, en Samfylkingin hefur farið með himinskautum í skoðanakönnunum undanfarið rúmt ár og mælst langsamlega stærsti flokkur landsins. 

Kristrún segir að í ljósi þess skamma tíma sem er fram að kosningum gefist ekki ráðrúm til að fara í leiðtogaprófkjör, eins og hún hafði áður sagt að henni hugnaðist best.

„Það liggur fyrir í þessum aðstæðum að við þurfum að undirbúa okkur hratt. Það liggur beinast við að það verði farið í hreina uppstillingu,“ segir Kristrún um þetta.

Hún leggur hins vegar áherslu á að Samfylkingin sé „mjög tilbúin málefnalega séð“.

Kristrún vildi leiðtogaprófkjör

Fyrr á þessu ári lýsti Kristrún yfir því að hennar vilji væri sá að flokkurinn héldi leiðtogaprófkjör í öllum kjördæmum, en flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar breytti reglum flokksins um val á lista á vordögum. 

Þá voru meðal annars sett inn ákvæði um að heimilt yrði að valið yrði á lista með prófkjöri í efsta eða tvö efstu sæti lista og uppröðun í önnu sæti. Jafnframt var ákveðið að í prófkjöri gætu bæði tekið þátt flokksmenn sem og óflokksbundnir, sem lýstu stuðningi við flokkinn.

„Í þessari ákvörðun flokksstjórnar felast skilaboð og ég tel að vel fari á því að almennir flokksfélagar Samfylkingarinnar og stuðningsmenn geti kosið sér forystufólk – oddvita á framboðslistum – í prófkjöri,“ sagði Kristrún í ræðu á fundi flokksins í Reykjavík 1. maí.

Nú er ljóst að svo verður ekki, vegna þess skamma tíma sem er til stefnu fram að kosningum. Það verður því í höndum uppstillingarnefnda Samfylkingarinnar í hverju kjördæmi fyrir sig að raða fólki á lista, frá 1. sæti og niður úr.

Búast má við því að allnokkur ný andlit setjist á þing fyrir Samfylkinguna eftir komandi kosningar. Flokkurinn mældist með ríflega 26 prósent fylgi í síðasta þjóðarpúlsi Gallup, sem skila myndi 19 þingmönnum. Í dag hefur Samfylkingin sex þingmenn, eftir að hafa fengið 9,9 prósent fylgi á landsvísu í kosningunum árið 2021.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stjórnarslit 2024

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár