Í frjálsu falli – Leikárið 2024-2025

Leik­hús­gagn­rýn­andi Heim­ild­ar­inn­ar, Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir, tel­ur kraft­inn í sviðslista­fólki á Ís­landi vera ótrú­leg­an í gíf­ur­leg­um mótvindi. „Fjár­svelti sviðslist­anna teyg­ir anga sína inn í hvern krók og kima,“ skrif­ar hún í út­tekt á leik­ár­inu og seg­ir um leið skelfi­leg­ar frétt­ir.

Í frjálsu falli – Leikárið 2024-2025
Íslenskt sviðslistafólk fer víða, þrátt fyrir að móti blási hér heima. Hér má sjá leikmynd og leikendur ríkisstjórnar síðustu ára sem ber ábyrgð á hversu mikið fer í listir og með hvaða móti. Mynd: Eyþór Árnason

Leikárið er hafið!

Í raun lauk því aldrei almennilega því af nægu var að taka í sumar. Listahátíð í Reykjavík var haldin með pomp og prakt, Reykjavík Fringe Festival hélt áfram sinni siglingu og stækkar með hverju ári, einleikjahátíðin Act Alone var á sínum stað á Suðureyri og hópur ungs sviðslistafólks undir nafninu Afturámóti tók yfir einn sal í Háskólabíói vopnuð metnaðarfullri dagskrá.

Úti í heimi sló íslenskt sviðslistafólk líka um sig. Leikstjóranum Þorvaldi Erni Arnarssyni hlotnaðist sá heiður að leikstýra opnunarsýningunni á Bayreuth-hátíðinni í Þýskalandi, einni virtustu óperuhátíð heims, þar sem óperusöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarsson fór með hlutverk Kurwenal í Tristan og Ísól eftir Richard Wagner. Í Finnlandi voru tvær frumsýningar af íslenskum uppruna í september. Kristín Hallveig Eiríksdóttir leikstýrði sviðsverkinu Förlorarna í Abo Svenska Teater og Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson var frumsýnt í KOM leikhúsinu í Helsinki.

Krafturinn í íslensku sviðslistafólki er ótrúlegur, jafnvel þegar …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár