Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Heimildin mælist mest lesna blaðið hjá háskólamenntuðum konum

Lest­ur á Heim­ild­inni jókst eft­ir brott­hvarf Frétta­blaðs­ins og breyt­ingu í viku­blað. Hún er nú mest les­in allra prent­miðla í til­tekn­um hóp­um, en elsta fólk­ið les mun frem­ur Morg­un­blað­ið.

Heimildin mælist mest lesna blaðið hjá háskólamenntuðum konum
Heimildin Varð til við samruna Stundarinnar og Kjarnans í byrjun árs í fyrra, en áður gaf Stundin út blað tvisvar í mánuði. Mynd: Heimildin / Golli

Í nýrri prentmiðlakönnun Gallups sem kom út í dag er staðfest að Heimildin hefur sérstaka styrkleika í lestri hjá konum, yngra fólki, háskólamenntuðum, tekjuháum og höfuðborgarbúum.

Þrátt fyrir að lestur prentmiðla hafi í heildina minnkað á síðustu tveimur áratugum hefur lestur Heimildarinnar til lengri tíma aukist frá því henni var breytt í vikublað í apríl í fyrra eftir að útgáfu fríblaðsins Fréttablaðsins var hætt.

Heimildin hefur þannig náð að verða leiðandi í lestri hjá tilteknum hópum. Hún mælist mest lesni prentmiðillinn á landinu hjá háskólamenntuðum konum (18,1%), en munurinn er afgerandi þegar litið er eingöngu til Reykjavíkur (21,2%) eða höfuðborgarsvæðisins alls (20,3%). 

Heimildin mælist með 14,7% lestur á landsvísu að meðaltali á þriðja ársfjórðungi 2024, en landfræðilega er mestur er lestur hennar í Reykjavík norður, þar sem hún er mest lesin allra prentmiðla.

Á heimilum yngra fólks mælist Heimildin sterk. Í aldurshópnum 30 til 50 ára í Reykjavík (18,7%) og á höfuðborgarsvæðinu öllu (14,2%) lesa fleiri Heimildina en nokkurn annan prentmiðil.

Helst skilur á milli prentmiðla í lestri hjá elsta aldurshópnum, frá 60 til 80 ára, en þar mælist Morgunblaðið (42,2%) töluvert hærra í lestrarmælingu en Heimildin (24,9%). Lestur Morgunblaðsins jókst heilt yfir eftir að Fréttablaðið hætti útgáfu en hann er nú sá sami og árið 2020, eftir skart fall í lestri fram að þeim tíma. Lestur Heimildarinnar hefur sveiflast frá 13,8 til 15,6% frá 2023.

Neysla á fjölmiðlum hefur tekið miklum stakkaskiptum síðustu árin samhliða tilkomu fleiri miðla. Áhorf á línulega sjónvarpsdagskrá í heiminum hefur ekki síður lækkað en lestur prentmiðla. Nú horfa um 24% landsmanna á sjónvarpsfréttir RÚV og liðlega 16% á veðurfréttir.


Fyrirvari um hagsmuni: Í greininni er fjallað um Heimildina.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár