Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Heimildin mælist mest lesna blaðið hjá háskólamenntuðum konum

Lest­ur á Heim­ild­inni jókst eft­ir brott­hvarf Frétta­blaðs­ins og breyt­ingu í viku­blað. Hún er nú mest les­in allra prent­miðla í til­tekn­um hóp­um, en elsta fólk­ið les mun frem­ur Morg­un­blað­ið.

Heimildin mælist mest lesna blaðið hjá háskólamenntuðum konum
Heimildin Varð til við samruna Stundarinnar og Kjarnans í byrjun árs í fyrra, en áður gaf Stundin út blað tvisvar í mánuði. Mynd: Heimildin / Golli

Í nýrri prentmiðlakönnun Gallups sem kom út í dag er staðfest að Heimildin hefur sérstaka styrkleika í lestri hjá konum, yngra fólki, háskólamenntuðum, tekjuháum og höfuðborgarbúum.

Þrátt fyrir að lestur prentmiðla hafi í heildina minnkað á síðustu tveimur áratugum hefur lestur Heimildarinnar til lengri tíma aukist frá því henni var breytt í vikublað í apríl í fyrra eftir að útgáfu fríblaðsins Fréttablaðsins var hætt.

Heimildin hefur þannig náð að verða leiðandi í lestri hjá tilteknum hópum. Hún mælist mest lesni prentmiðillinn á landinu hjá háskólamenntuðum konum (18,1%), en munurinn er afgerandi þegar litið er eingöngu til Reykjavíkur (21,2%) eða höfuðborgarsvæðisins alls (20,3%). 

Heimildin mælist með 14,7% lestur á landsvísu að meðaltali á þriðja ársfjórðungi 2024, en landfræðilega er mestur er lestur hennar í Reykjavík norður, þar sem hún er mest lesin allra prentmiðla.

Á heimilum yngra fólks mælist Heimildin sterk. Í aldurshópnum 30 til 50 ára í Reykjavík (18,7%) og á höfuðborgarsvæðinu öllu (14,2%) lesa fleiri Heimildina en nokkurn annan prentmiðil.

Helst skilur á milli prentmiðla í lestri hjá elsta aldurshópnum, frá 60 til 80 ára, en þar mælist Morgunblaðið (42,2%) töluvert hærra í lestrarmælingu en Heimildin (24,9%). Lestur Morgunblaðsins jókst heilt yfir eftir að Fréttablaðið hætti útgáfu en hann er nú sá sami og árið 2020, eftir skart fall í lestri fram að þeim tíma. Lestur Heimildarinnar hefur sveiflast frá 13,8 til 15,6% frá 2023.

Neysla á fjölmiðlum hefur tekið miklum stakkaskiptum síðustu árin samhliða tilkomu fleiri miðla. Áhorf á línulega sjónvarpsdagskrá í heiminum hefur ekki síður lækkað en lestur prentmiðla. Nú horfa um 24% landsmanna á sjónvarpsfréttir RÚV og liðlega 16% á veðurfréttir.


Fyrirvari um hagsmuni: Í greininni er fjallað um Heimildina.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
3
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár