Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hætt við sýningu um Mánastein: „Vanvirðing við Ísland“

Þjóð­leik­hús Slóvakíu hef­ur hætt við að setja upp gesta­sýn­ingu um Mána­stein eft­ir Sjón. Tal­ið er að for­dóm­ar þjóð­leik­hús­stjór­ans gegn hinseg­in fólki liggi að baki ákvörð­un­inni, en að­al­per­sóna verks­ins er sam­kyn­hneigð­ur pilt­ur.

Hætt við sýningu um Mánastein: „Vanvirðing við Ísland“
Mánasteinn Úr sýningu Studio hrdinů um Mánastein. Hún var meðal annars sett upp í Tjarnarbíói 2022. Mynd: Facebook

Þann 21. október stóð til að setja upp tékknesku sýninguna Měsíční kámen í Þjóðleikhúsi Slóvakíu. Měsíční kámen þýðir Mánasteinn á tékknesku, en verkið er einmitt byggt á skáldsögunni Mánasteinn – drengurinn sem aldrei var til eftir Sjón. 

Verkið verður þó ekki sýnt í höfuðborg Slóvakíu á næstunni, en nýr þjóðleikhússtjóri ákvað að hætta við sýninguna á síðustu stundu með því að neita að skrifa undir samstarfssamning. Þetta segir á fréttamiðlinum The Slovak Spectator.

Sýningin um Mánastein átti að vera hluti af Drama Queer-hátíðinni – alþjóðlegri leikhúshátíð sem einblínir á upplifanir hinsegin fólks. Hátíðin hefur verið í samstarfi við Þjóðleikhúsið í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, síðan 2018. 

Tilnefnd af umdeildum menningarráðherra

Nýi þjóðleikhússtjórinn, sem heitir Zuzana Ťapáková, neitaði að skrifa undir samninginn við Mánastein. Ekki verður því unnt að sýna gestasýninguna á hátíðinni, því enginn önnur staðsetning stenst þær kröfur sem sýningin gerir. 

Ťapáková tók við stöðu þjóðleikhússtjóra þann …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár