Þann 21. október stóð til að setja upp tékknesku sýninguna Měsíční kámen í Þjóðleikhúsi Slóvakíu. Měsíční kámen þýðir Mánasteinn á tékknesku, en verkið er einmitt byggt á skáldsögunni Mánasteinn – drengurinn sem aldrei var til eftir Sjón.
Verkið verður þó ekki sýnt í höfuðborg Slóvakíu á næstunni, en nýr þjóðleikhússtjóri ákvað að hætta við sýninguna á síðustu stundu með því að neita að skrifa undir samstarfssamning. Þetta segir á fréttamiðlinum The Slovak Spectator.
Sýningin um Mánastein átti að vera hluti af Drama Queer-hátíðinni – alþjóðlegri leikhúshátíð sem einblínir á upplifanir hinsegin fólks. Hátíðin hefur verið í samstarfi við Þjóðleikhúsið í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, síðan 2018.
Tilnefnd af umdeildum menningarráðherra
Nýi þjóðleikhússtjórinn, sem heitir Zuzana Ťapáková, neitaði að skrifa undir samninginn við Mánastein. Ekki verður því unnt að sýna gestasýninguna á hátíðinni, því enginn önnur staðsetning stenst þær kröfur sem sýningin gerir.
Ťapáková tók við stöðu þjóðleikhússtjóra þann …
Athugasemdir