Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Yazan kominn með alþjóðlega vernd

Hinn ell­efu ára gamli Yaz­an Tamimi og for­eldr­ar hans fengu í dag al­þjóð­lega vernd á Ís­landi á grund­velli sjón­ar­miða um við­bót­ar­vernd. Fjöl­skyld­an er að sögn lög­fræð­ings þeirra bæði hrærð og glöð.

Yazan kominn með alþjóðlega vernd

Yazan Tamimi, ellefu ára hælisleitandi frá Palestínu, og foreldrar hans fengu í dag alþjóðlega vernd á Íslandi á grundvelli sjónarmiða um viðbótarvernd. Þetta segir Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur fjölskyldunnar, í samtali við Heimildina.

Albert segir að þetta þýði að fjölskyldan fái tveggja ára dvalarleyfi á Íslandi sem þau geti síðan endurnýjað. „Það þýðir að þau eru örugg á Íslandi.“

Spurð hvernig fjölskyldan hafi það segir Albert að þau séu bæði hrærð og glöð. „Þetta er búið að vera svolítið erfiður tími og þau eru þreytt.  En það að fyrsta sem Mohsen [faðir Yazans] sagði var að hann vildi skrifa bréf til allra Íslendinga sem hefðu aðstöðað þau. Ég geri ráð fyrir því að ég fari að hjálpa honum við það fljótlega.“

Mál Yazans hefur vakið talsverða athygli undanfarið. Drengurinn er með vöðvarýrunarsjúkdóminn Duchenne og notast við hjólastól. Gerð var tilraun til að flytja fjölskylduna úr landi í síðasta mánuði, en lögregla sótti drenginn þar sem hann lá inni á Landspítalanum og flutti á Keflavíkurflugvöll. Brottvísuninni var mótmælt harðlega á samfélagsmiðlum og boðað var til mótmæla.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fór fram á að hætt yrði við brottflutning Yazans eftir að ráðherrar Vinstri grænna báðu um að málið yrði rætt í ríkisstjórn. 

Yazan þarf mikla sérhæfða heilbrigðisþjónustu vegna sjúkdóms síns. „Nú gengur hann inn í sama kerfi og Íslendingar búa við,“ segir Albert. Hann mun því geta fengið þá heilbrigðisþjónustu sem hann þarf. 

Albert bætir við að kerfið hafi tekið vel við sér eftir að reynt var að brottvísa fjölskyldunni. „Kærunefnd opnaði málið mjög fljótt. Útlendingastofnun boðaði þau hratt í viðtal. Það má hrósa þeim stofnunum – hvað þau hafa unnið þetta hratt síðustu tvær vikur. Það hefur létt á óvissu og komið ákveðinni festu í þetta mál.“ 

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Hann er þá loksins öruggur blessaður drengurinn.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.
Kallar saman þingmenn og sérfræðinga vegna varnarmála
6
Viðtal

Kall­ar sam­an þing­menn og sér­fræð­inga vegna varn­ar­mála

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir nýj­um áskor­un­um í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um í breyttu al­þjóð­legu um­hverfi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra trú­ir að varn­ar­samn­ing­ur Ís­lands við Banda­rík­in haldi enn, en tel­ur nauð­syn­legt að bæta við stoð­um í vörn­um lands­ins og úti­lok­ar ekki var­an­legt varn­ar­lið. Hún vill að Ís­land efli eig­in grein­ing­ar­getu í stað þess að treysta al­far­ið á önn­ur ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
4
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár