Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Sonur Bláhosu: „Þá verð ég ekki sauðaþjófur“

Var það ekki Jón Sig­urðs­son sem lét svo um mælt að Jón Ara­son Hóla­bisk­up á 16. öld hefði ver­ið „síð­asti Ís­lend­ing­ur­inn“? En hvað vit­um við um hann ann­að en að hann var dæmd­ur af danskri slekt og dó svo fyr­ir kóngs­ins mekt?

<span>Sonur Bláhosu:</span> „Þá verð ég ekki sauðaþjófur“
Því miður er engin mynd til af Jóni Arasyni. Þessa mynd af ungum manni á svipuðum aldri og Jón málaði Albrecht Dürer árið 1500.

Jón Arason Hólabiskup var sennilega fæddur um 1483 að Laugalandi í Eyjafirði. Foreldrar hans voru Ari Sigurðsson og Elín Magnúsdóttir bláhosa, sem kölluð var. Ari var ráðsmaður eigna Hólastóls á Miklagarði í Eyjafirði og umboðsmaður allra stólsjarða í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu, búsettur á Laugalandi.

Ari hlýtur að hafa verið allstöndugur enda var Sigurður faðir hans príor í Möðruvallaklaustri um það bil er Jón fæddist.

Þarf ekki að orðlengja að bæði biskupsstólarnir og klaustrin voru stórauðug og áttu miklar og verðmætar jarðeignir um landið allt.

Fimmtánda öldin hefur verið nefnd enska öldin í sögu Íslands enda bæði versluðu Englendingar og veiddu fisk við landið og keyptu hér vaðmál og brennistein. Öttu þeir mjög kappi við Þjóðverja sem líka seildust hér til áhrifa. Ísland heyrði þá undir norska konungdæmið en Noregur var þá í raun að færast meira og meira undir Danmörku enda hafði Kalmarsambandi landanna verið komið á 1397.

Stórbokkar …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár