Svandís Svavarsdóttir er nýr formaður Vinstri grænna en hún þurfti ekki að leggjast í formannsslag og var ein í framboði á landsfundi Vinstri grænna í dag.
Annað má segja um varaformannsembættið en Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður VG síðan Katrín Jakobsdóttir hætti, og Jódís Skúladóttir tókust á um það. Guðmundur bar sigur úr býtum.
Svandís hlaut 169 atkvæði af 175 en sex voru auð.
Síðast var nýr formaður kjörinn hjá Vinstri grænum árið 2013 þegar Katrín Jakobsdóttir tók við formennsku.
Landsfundi flokksins lýkur á morgun.
Athugasemdir