Svandís: „Við erum mætt og við erum í stuði“

Svandís Svavars­dótt­ir inn­viða­ráð­herra sagði Vinstri græna vera mætta og í stuði í for­mannsávarpi sínu á lands­fundi hreyf­ing­ar­inn­ar í dag. Hún sagði að margt hefði far­ið á ann­an og verri veg hefði VG ekki ver­ið hluti af nú­ver­andi rík­is­stjórn.

Svandís: „Við erum mætt og við erum í stuði“

„Við erum mætt og við erum í stuði,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og nýkjörinn formaður Vinstri grænna, undir lok ávarps síns á landsfundi hreyfingarinnar síðdegis í dag. Ræðuna hélt hún eftir að hún varð sjálfkjörinn formaður flokksins með 169 atkvæðum af 175, sex atkvæði voru auð.

Í ávarpinu þakkaði Svandís fyrrverandi formönnum flokksins – Guðmundi Inga Guðbrandssyni og Katrínu Jakobsdóttur fyrir þeirra framlag til Vinstri grænna.

Þá sagðist hún spennt fyrir framtíðinni. „Ég er einlæglega spennt fyrir þessu verkefni, því mér þykir svo vænt um VG.“

Svandís talaði í ræðunni gegn einstaklingshyggju og kapítalisma, sem hún segir að sjái í öllu gróðavon og sundri frekar en sameini. Þá vildi hún meina að sumir stjórnmálaflokkar nýttu sér þróunina í átt að frekari sundrun markvisst til að ná til sín fólki. „Þess vegna ríður á að við í VG stöndum fyrir mennsku, samstöðu og samheldið samfélag. Að við tölum um gildi. Samveru og tengsl.“

Hefði farið á verri veg án VG

Svandís minntist á að Vinstri græn hefðu síðustu ár setið í ríkisstjórn með borgaralegum öflum, sem hefðu setið í ríkisstjórn hvað lengst í lýðveldissögunni. „Án okkar hefði margt farið á annan og verri veg,“ segir hún.

Starf Vinstri grænna snúist um að veikastar raddir í samfélaginu hafi rödd og geti látið í sér heyra í gegnum hreyfinguna. „Verkefni okkar snýst um að tryggja styrk VG sem félagslegs afls í íslenskum stjórnmálum. Saman getum við lyft grettistaki.“ 

Svandís ræddi meðal annars um mikilvægi náttúruverndar, þess að hugað væri að loftslagsmálum og menntakerfinu. Þá þyrfti að skoða breytingar á fiskstjórnunarkerfinu og sjávarútveginum. Til dæmis væru frumvörp um gagnsæi í sjávarútvegi grundvallarmál. „Þar fáum við að sjá hver, ef einhver, vill standa vörð um leyndarhyggju í sjávarútvegi. Þetta held ég að séu mikilvægustu frumvörp sem tengjast auðlindanýtingu um áratugaskeið.“

Hún kom inn á húsnæðismálin og efnahagsmálin, en ungt fólk á nú mjög erfitt með að eignast eigið húsnæði. Svandís segir það ósanngjarnt að rík þjóð eins og okkar leggi það á ungu kynslóðina. Efla þurfi almenna íbúakerfið og skattleggja aðra og þriðju eign fólks. „Húsnæði á að vera heimili en ekki fjárfesting. Sumu getum við náð fram í samstarfi, annað hlýtur að vera skýrt ákall í kosningabaráttu.“ 

Pláss fyrir sterka vinstri rödd

Nýr formaður Vinstri grænna segir hægri bylgju hafa átt sér stað í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin hafi fært sig lengra til hægri og Miðflokkurinn, þrátt fyrir að kenna sig við miðju, sé lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta gerði hlutskipti VG og hlutverk ef til vill mikilvægara en áður. Þá væri pláss fyrir sterka vinstri rödd.

Þó væri nú komin upp snúin staða, en samkvæmt nýjustu könnun Gallup kæmist flokkurinn ekki á þing. „VG hefur oft verið spáð illu gengi, af fjölmiðlum, af greinendum, af andstæðingum okkar. En allir þessir sérfræðingar og þessir greinendur hafa haft rangt fyrir sér og tíminn hefur alltaf verið okkar megin, leitt annað í ljós.“

Svandís segir að í þessari stöðu sé þó fullt af möguleikum. „Við finnum að við eigum fullt erindi og erindið er brýnt. Við finnum að á tímum þar sem stjórnmálin eru að breytast, flokkar eru að færa sig til á ásnum frá vinstri til hægri, er pláss fyrir sterka vinstri rödd sem talar máli félagshyggju, mannréttinda, sókn til friðar og náttúruverndar.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
2
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Það sem bankarnir hafa grætt á hækkunarskeiðinu
8
Fréttir

Það sem bank­arn­ir hafa grætt á hækk­un­ar­skeið­inu

Fyrr í vik­unni batt pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands endi á þriggja og hálfs árs langt stýri­vaxta­hækk­un­ar­skeið. Meg­in­vext­ir bank­ans voru lækk­að­ir um 0,25 pró­sent en höfðu stað­ið óbreytt­ir í 9,25 pró­sent­um sam­fleytt í 58 vik­ur. Frá 2021 til júní á þessu ári hafa þrír stærstu við­skipta­bank­ar lands­ins hal­að inn 462 millj­örð­um króna í hrein­ar vaxta­tekj­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
5
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
9
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár