Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Svandís: „Við erum mætt og við erum í stuði“

Svandís Svavars­dótt­ir inn­viða­ráð­herra sagði Vinstri græna vera mætta og í stuði í for­mannsávarpi sínu á lands­fundi hreyf­ing­ar­inn­ar í dag. Hún sagði að margt hefði far­ið á ann­an og verri veg hefði VG ekki ver­ið hluti af nú­ver­andi rík­is­stjórn.

Svandís: „Við erum mætt og við erum í stuði“

„Við erum mætt og við erum í stuði,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og nýkjörinn formaður Vinstri grænna, undir lok ávarps síns á landsfundi hreyfingarinnar síðdegis í dag. Ræðuna hélt hún eftir að hún varð sjálfkjörinn formaður flokksins með 169 atkvæðum af 175, sex atkvæði voru auð.

Í ávarpinu þakkaði Svandís fyrrverandi formönnum flokksins – Guðmundi Inga Guðbrandssyni og Katrínu Jakobsdóttur fyrir þeirra framlag til Vinstri grænna.

Þá sagðist hún spennt fyrir framtíðinni. „Ég er einlæglega spennt fyrir þessu verkefni, því mér þykir svo vænt um VG.“

Svandís talaði í ræðunni gegn einstaklingshyggju og kapítalisma, sem hún segir að sjái í öllu gróðavon og sundri frekar en sameini. Þá vildi hún meina að sumir stjórnmálaflokkar nýttu sér þróunina í átt að frekari sundrun markvisst til að ná til sín fólki. „Þess vegna ríður á að við í VG stöndum fyrir mennsku, samstöðu og samheldið samfélag. Að við tölum um gildi. Samveru og tengsl.“

Hefði farið á verri veg án VG

Svandís minntist á að Vinstri græn hefðu síðustu ár setið í ríkisstjórn með borgaralegum öflum, sem hefðu setið í ríkisstjórn hvað lengst í lýðveldissögunni. „Án okkar hefði margt farið á annan og verri veg,“ segir hún.

Starf Vinstri grænna snúist um að veikastar raddir í samfélaginu hafi rödd og geti látið í sér heyra í gegnum hreyfinguna. „Verkefni okkar snýst um að tryggja styrk VG sem félagslegs afls í íslenskum stjórnmálum. Saman getum við lyft grettistaki.“ 

Svandís ræddi meðal annars um mikilvægi náttúruverndar, þess að hugað væri að loftslagsmálum og menntakerfinu. Þá þyrfti að skoða breytingar á fiskstjórnunarkerfinu og sjávarútveginum. Til dæmis væru frumvörp um gagnsæi í sjávarútvegi grundvallarmál. „Þar fáum við að sjá hver, ef einhver, vill standa vörð um leyndarhyggju í sjávarútvegi. Þetta held ég að séu mikilvægustu frumvörp sem tengjast auðlindanýtingu um áratugaskeið.“

Hún kom inn á húsnæðismálin og efnahagsmálin, en ungt fólk á nú mjög erfitt með að eignast eigið húsnæði. Svandís segir það ósanngjarnt að rík þjóð eins og okkar leggi það á ungu kynslóðina. Efla þurfi almenna íbúakerfið og skattleggja aðra og þriðju eign fólks. „Húsnæði á að vera heimili en ekki fjárfesting. Sumu getum við náð fram í samstarfi, annað hlýtur að vera skýrt ákall í kosningabaráttu.“ 

Pláss fyrir sterka vinstri rödd

Nýr formaður Vinstri grænna segir hægri bylgju hafa átt sér stað í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin hafi fært sig lengra til hægri og Miðflokkurinn, þrátt fyrir að kenna sig við miðju, sé lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta gerði hlutskipti VG og hlutverk ef til vill mikilvægara en áður. Þá væri pláss fyrir sterka vinstri rödd.

Þó væri nú komin upp snúin staða, en samkvæmt nýjustu könnun Gallup kæmist flokkurinn ekki á þing. „VG hefur oft verið spáð illu gengi, af fjölmiðlum, af greinendum, af andstæðingum okkar. En allir þessir sérfræðingar og þessir greinendur hafa haft rangt fyrir sér og tíminn hefur alltaf verið okkar megin, leitt annað í ljós.“

Svandís segir að í þessari stöðu sé þó fullt af möguleikum. „Við finnum að við eigum fullt erindi og erindið er brýnt. Við finnum að á tímum þar sem stjórnmálin eru að breytast, flokkar eru að færa sig til á ásnum frá vinstri til hægri, er pláss fyrir sterka vinstri rödd sem talar máli félagshyggju, mannréttinda, sókn til friðar og náttúruverndar.“ 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Leggja þennan flokk niður og senda forystufólkið í útlegð!!!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
1
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
4
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár