Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Svandís: „Við erum mætt og við erum í stuði“

Svandís Svavars­dótt­ir inn­viða­ráð­herra sagði Vinstri græna vera mætta og í stuði í for­mannsávarpi sínu á lands­fundi hreyf­ing­ar­inn­ar í dag. Hún sagði að margt hefði far­ið á ann­an og verri veg hefði VG ekki ver­ið hluti af nú­ver­andi rík­is­stjórn.

Svandís: „Við erum mætt og við erum í stuði“

„Við erum mætt og við erum í stuði,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og nýkjörinn formaður Vinstri grænna, undir lok ávarps síns á landsfundi hreyfingarinnar síðdegis í dag. Ræðuna hélt hún eftir að hún varð sjálfkjörinn formaður flokksins með 169 atkvæðum af 175, sex atkvæði voru auð.

Í ávarpinu þakkaði Svandís fyrrverandi formönnum flokksins – Guðmundi Inga Guðbrandssyni og Katrínu Jakobsdóttur fyrir þeirra framlag til Vinstri grænna.

Þá sagðist hún spennt fyrir framtíðinni. „Ég er einlæglega spennt fyrir þessu verkefni, því mér þykir svo vænt um VG.“

Svandís talaði í ræðunni gegn einstaklingshyggju og kapítalisma, sem hún segir að sjái í öllu gróðavon og sundri frekar en sameini. Þá vildi hún meina að sumir stjórnmálaflokkar nýttu sér þróunina í átt að frekari sundrun markvisst til að ná til sín fólki. „Þess vegna ríður á að við í VG stöndum fyrir mennsku, samstöðu og samheldið samfélag. Að við tölum um gildi. Samveru og tengsl.“

Hefði farið á verri veg án VG

Svandís minntist á að Vinstri græn hefðu síðustu ár setið í ríkisstjórn með borgaralegum öflum, sem hefðu setið í ríkisstjórn hvað lengst í lýðveldissögunni. „Án okkar hefði margt farið á annan og verri veg,“ segir hún.

Starf Vinstri grænna snúist um að veikastar raddir í samfélaginu hafi rödd og geti látið í sér heyra í gegnum hreyfinguna. „Verkefni okkar snýst um að tryggja styrk VG sem félagslegs afls í íslenskum stjórnmálum. Saman getum við lyft grettistaki.“ 

Svandís ræddi meðal annars um mikilvægi náttúruverndar, þess að hugað væri að loftslagsmálum og menntakerfinu. Þá þyrfti að skoða breytingar á fiskstjórnunarkerfinu og sjávarútveginum. Til dæmis væru frumvörp um gagnsæi í sjávarútvegi grundvallarmál. „Þar fáum við að sjá hver, ef einhver, vill standa vörð um leyndarhyggju í sjávarútvegi. Þetta held ég að séu mikilvægustu frumvörp sem tengjast auðlindanýtingu um áratugaskeið.“

Hún kom inn á húsnæðismálin og efnahagsmálin, en ungt fólk á nú mjög erfitt með að eignast eigið húsnæði. Svandís segir það ósanngjarnt að rík þjóð eins og okkar leggi það á ungu kynslóðina. Efla þurfi almenna íbúakerfið og skattleggja aðra og þriðju eign fólks. „Húsnæði á að vera heimili en ekki fjárfesting. Sumu getum við náð fram í samstarfi, annað hlýtur að vera skýrt ákall í kosningabaráttu.“ 

Pláss fyrir sterka vinstri rödd

Nýr formaður Vinstri grænna segir hægri bylgju hafa átt sér stað í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin hafi fært sig lengra til hægri og Miðflokkurinn, þrátt fyrir að kenna sig við miðju, sé lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta gerði hlutskipti VG og hlutverk ef til vill mikilvægara en áður. Þá væri pláss fyrir sterka vinstri rödd.

Þó væri nú komin upp snúin staða, en samkvæmt nýjustu könnun Gallup kæmist flokkurinn ekki á þing. „VG hefur oft verið spáð illu gengi, af fjölmiðlum, af greinendum, af andstæðingum okkar. En allir þessir sérfræðingar og þessir greinendur hafa haft rangt fyrir sér og tíminn hefur alltaf verið okkar megin, leitt annað í ljós.“

Svandís segir að í þessari stöðu sé þó fullt af möguleikum. „Við finnum að við eigum fullt erindi og erindið er brýnt. Við finnum að á tímum þar sem stjórnmálin eru að breytast, flokkar eru að færa sig til á ásnum frá vinstri til hægri, er pláss fyrir sterka vinstri rödd sem talar máli félagshyggju, mannréttinda, sókn til friðar og náttúruverndar.“ 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Leggja þennan flokk niður og senda forystufólkið í útlegð!!!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár