Almennar spurningar:
- Í hvaða landi fannst hinn svonefndi Rosettu-steinn?
- Vísindamenn hvaða þjóðar rannsökuðu steininn og komust þá að merkum niðurstöðum?
- Árið 2004 var skotið á loft geimfari sem hét Rosetta og tíu árum síðar sendi geimfarið frá sér minna geimfar sem lenti ... hvar?
- Hvaða karlleikari fékk Óskarsverðlaun fyrir framgöngu sína í kvikmyndinni There Will Be Blood árið 2007?
- Hvaða leikkona fer með hlutverk Vigdísar Finnbogadóttur í væntanlegum sjónvarpsþáttum?
- Hvað heitir biskup Íslands fullu nafni?
- Hvað hét fyrsta sólóplata Bjarkar Guðmundsdóttur á alþjóðlegum vettvangi?
- En hvað hét sú næsta?
- Árið 2015 vakti Almar Atlason heilmikla athygli hér á landi í vikutíma. Hvers vegna?
- Hver mælti svo í viðtali: „Ég fór í Menntaskólann í Reykjavík á náttúrufræðibraut því ég ætlaði mér að verða læknir. Ég fann samt fljótt út að þetta var ekki leiðin sem hentaði mér, ég kláraði stúdentinn og fór svo af fullum krafti í tónlist.“
- Í hvaða landi er borgin Petra grafin inn í berg?
- Hvaða dýr er það sem oft var fyrrum kallað hundfiskur? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.
- Hvaða fótboltalið hefur unnið Meistaradeild Evrópu (og áður Evrópubikarinn) oftar en nokkuð annað í karlaflokki?
- Frá 1951–1969 voru heimsmeistaraeinvígi í skák ævinlega háð í sömu borginni. Hvaða borg var það?
- Í hvaða sagnaheimi kemur sverðið Longclaw eða Langakló við sögu?
Svör við myndaspurningum: Á fyrri myndinni er Astrid Lindgren. Á seinni myndinni er Fred Trump. Þið áttuð að þekkja hann af Donald syni hans sem er að hvísla einhverju í eyra föður síns.
Svör við almennum spurningum:
1. Egiftalandi. — 2. Franskir. Þeir voru á vegum Napóleons. — 3. Á halastjörnu. — 4. Daniel Day-Lewis. — 5. Nína Dögg Filippusdóttir. — 6. Guðrún Karls Helgudóttir. — 7. Debut. — 8. Post. — 9. Vegna listgjörnings sem fólst í að hann var nakinn í glerkassa. — 10. GDRN. — 11. Jórdaníu. — 12. Höfrungur. Hvalur dugar ekki. — 13. Real Madrid. — 14. Moskvu. — 15. Krúnuleikunum, Game of Thrones.
Athugasemdir (2)