Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.

Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
Lögreglan á Norðurlandi eystra birti yfirlýsinguna á Facebook en Páley Borgþórsdóttir er þar lögreglustjóri. Lögmaður konunnar og formaður Blaðamannafélags Íslands lýsa yfir undrun sinni á yfirlýsingunni. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Það eina rétta er að kalla eftir opinberri rannsókn á þessum vinnubrögðum lögreglunnar,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, lögmaður fyrrverandi eiginkonu Páls Steingrímssonar en hún var sakborningur í máli sem lögreglan á Norðurlandi eystra felldi niður í liðinni viku. 

Þrjú og hálft ár eru síð­an Páll tilkynnti meint brot til lög­reglu, eða í maímánuði 2021. Auk konunnar höfðu sex blaðamenn réttarstöðu sakbornings í málinu. Lögreglan tilkynnti í Facebookfærslu að ákvörðun hefði verið tekin um að hætta rannsókninni. Þá hafði rannsóknin staðið yfir í þrjú og hálft ár. 

Í þessum sama mánuði, maí 2021, birtu Kjarninn og Stundin, forverar Heimildarinnar, fjölda frétta og fréttaskýringa sem byggð voru á gögnum sem sýndu hvernig stjórn­­­end­­­ur, starfs­­­fólk og ráð­gjafar Sam­herja höfðu lagt á ráðin um að ráð­­­ast gegn nafn­­­greindum blaða­­­mönn­um, lista­­­mönn­um, stjórn­­­­­mála­­­mönn­um, félaga­­­sam­­­tökum og ýmsum öðrum til að hafa af þeim æruna, trú­verð­ug­­­leik­ann eða lífs­við­­­ur­vær­ið. Gögnin áttu uppruna sinn í samskiptum hóps fólks sem kallaði sig „Skæruliðadeild Samherja“; Þorbjörn Þórðarson, Arna Bryndís Baldvins McClure og Páll Steingrímsson.

Lögreglurannsóknin sneri að meintri byrlun, afritun á upplýsingum af síma og dreifingu á kynferðislegu efni. Konan var til rannsókna vegna allra þessara þriggja þátta. 

Yfirlýsing sem lögreglan á Norðurlandi eystra birti á Facebook var bæði löng og ítarleg, þar sem lögreglan sagðist meðal annars vera að birta niðurstöður rannsóknar sinnar. 

Rangt á rangt ofan

Þar sagði meðal annars: „Framburður sakbornings sem afhenti fjölmiðlum símann hefur verið stöðugur allan tímann sem rannsóknin hefur staðið um að hann hafi afhent fjölmiðlum símann.“. Þetta segir Hólmgeir vera rangt. 

„Ég hef upplýsingar undir höndum sem draga fram að það sem þau eru að segja er hreinlega ósatt“
Hólmgeir Elías Flosason

„Sakborningurinn hefur einnig verið stöðugur í framburði um að hafa upplýst þá sem tóku við símanum hvernig síminn væri til kominn og hver ætti símann.“ Þetta segir Hólmgeir einnig vera rangfærslu hjá lögreglunni.

Í Facebookfærslunni segir lögreglan einnig að það liggi fyrir að einn sakborninga, umrædd kona, hafi játað að hafa sett lyf út í áfengi sem hún færði Páli og hann drakk. Þá er fullyrt að lögreglustjóraembættið á Norðurlandi eystra telji þessa háttsemi varða við hegningarlög. Síðan er settur við þetta sá fyrirvari að ekki hafi verið sönnuð „orsakatengsl á milli byrlunar og veikinda brotaþola“ en „ef“ hægt væri að sanna þau þá væri þó „ekki líklegt að ákæruvaldinu tækist að sanna ásetning sakbornings til að valda brotaþola þeim skaða sem hann varð fyrir. Þá er vísað til andlegs ástands sakbornings á verknaðarstundu og eftirfarandi veikindi hans.  Af framangreindum ástæðum hefur verið ákveðið að hætta rannsókn á þessu sakarefni í málinu.“ Þrátt fyrir þetta staðhæfir lögreglan í sömu efnisgrein að hún telji konuna hafa gerst brotlega við landslög. 

Gagnrýnir tvískinnung  lögreglunnar

Þá fullyrðir lögreglan einnig í færslunni að hún telji sakarefni um að dreifa kynferðislegu myndefni af brotaþola „sé líklegt til sakfellis á hendur einum einstaklingi“. Þarna er átt við umrædda konu, enda segir í næstu setningu: „Brotið felst í því að sakborningur sendi sjálfum sér kynferðislegt myndefni af eiginmanni sínum úr síma hans.“ Því næst kemur hins vegar fram: „Vegna veikinda sakbornings leikur vafi á um hvort hann hafi verið sakhæfur á verknaðarstundu. Sakborningur hefur hafnað beiðni um að undirgangast sakhæfismat og því hefur verið ákveðið að hætta rannsókn á þessum þætti málsins.“.

Hólmgeir segir það tvískinnung að lögregla vísi á þennan hátt til veikinda konunnar „þegar á sama tíma fannst þeim algjörlega tilhlýðlegt að draga hana í tvígang fyrir dóm í aðalmeðferð. Þeir mátu það þannig að hún væri til þess bær að koma fyrir dóm. Þá var bæði hún og blaðamennirnir með réttarstöðu sakborninga misserum og árum saman án þess að lögreglan gerði handtak í rannsókninni,“ segir hann. 

„Þetta eru eftiráskýringar. Lögreglan er þarna að breiða yfir eigin klúður, eigin mistök“
Hólmgeir Elías Flosason

Þá segist Hólmgeir bæði hafa fengið gögn og upplýsingar sem dragi sannleiksgildi ýmissa atriða yfirlýsingu lögreglunnar í efa: „Þetta eru eftiráskýringar. Lögreglan er þarna að breiða yfir eigin klúður, eigin mistök,“ segir hann. 

Lögreglan segir til að mynda í Facebookfærslunni að henni þyki miður hve langan tíma rannsóknin tók „ en gildar skýringar eru á því. Rannsóknin var engu að síður samfelld. Veikindi eins sakbornings höfðu mikil áhrif á gang rannsóknarinnar…“. Hólmgeir setur sömuleiðis spurningamerki við að lögreglan beri fyrir sig veikindi konunnar með þessum hætti. „Ég hef upplýsingar undir höndum sem draga fram að það sem þau eru að segja er hreinlega ósatt. Lögreglan er að reyna að fegra sinn hlut og reyna að skýra þennan drátt með vísan til hennar veikinda,“ segir hann. 

„Lögreglan er að reyna að fegra sinn hlut og reyna að skýra þennan drátt með vísan til hennar veikinda“
Hólmgeir Elías Flosason

Hólmgeir telur alvarlegt að lögregla gangi fram gegn borgurum með þeim hætti sem hún geri í yfirlýsingunni en hann kallar sömuleiðis eftir að opinber rannsókn fari fram á vinnubrögðum lögreglunnar í málinu öllu: „Það er ekki hægt að láta þetta bara kyrrt liggja. Ég get ekki séð að þessu máli sé lokið,“ segir hann. 

Yfirlýsing lögreglu einsdæmi

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, fagnaði á dögunum þeirri niðurstöðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra að hætta rannsókninni, en sex blaðamenn höfðu þar réttarstöðu sakbornings. Hún gagnrýndi hins vegar yfirlýsinguna sem lögreglan birti á Facebook. 

 

„Við erum búin að láta lögmann okkar skoða þetta og hann bara staðfestir það sem við álitum og teljum af okkar reynslu að þetta sé í rauninni bara einsdæmi. Að lögreglan með þessum hætti sé að lýsa afstöðu sinni í málinu. Þar segja þeir að sakborningar gætu hafa sýnt af sér atferli sem flokkast getur undir brot á framangreindum ákvæðum,“ sagði hún í samtali við Heimildina sama dag og yfirlýsingin var birt.

Þá velti Sigríður fyrir sér hvað lögreglu gangi til með að birtingunni og hún kannist ekki við að lögregla hafi tjáð sig með viðlíka hætti um afstöðu sína til fyrrverandi sakborninga eftir að málið hefur verið fellt niður.

„Það er bara stórfurðulegt að lögreglan fari fram með þessum hætti.  En mér finnst þetta bara í takt við vinnubrögð lögreglu í þessu öllu og alls ekki til þess að auka traust almennings á lögreglu og rannsókn hennar á þessu máli,“ sagði hún.


Fyrirvari: Í greininni er fjallað um hagsmuni blaðamanna sem starfa eða störfuðu á Heimildinni.

 

Kjósa
83
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingunn Björnsdóttir skrifaði
    Lögmaður konunnar virðist svo bara eftir alltsaman ekki vera lögmaður konunnar. Þurfið þið ekki að uppfæra "fréttina"?

    https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/04/kallar_eftir_rannsokn_en_talar_ekki_i_umbodi_konunn/
    0
  • Vilhjálmur Þorsteinsson skrifaði
    Fúskið í þessari rannsókn allri var þvílíkt að manni fallast hendur og missir trú á réttarríkið hérlendis. Málið dansar raunar allt á egg rakhnífs Hanlons, sem sagði á frummálinu "Never attribute to malice that which is adequately explained by stupidity", eða "Ekki rekja það til ills ásetnings sem unnt er að útskýra nægilega með heimsku". Var þetta hversdagsleg nautheimska hjá lögregluembættinu á Norðurlandi eystra, eða lá að baki ásetningur um að þóknast einu ríkasta og valdamesta fyrirtæki landsins sem þar er með höfuðstöðvar, þ.e. Samherja? Það að svarið við þeirri spurningu liggi engan veginn í augum uppi er verulega alvarlegt mál.
    23
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Auðvitað þarf að rannsaka þetta mál hjá lögreglunni. Þetta er spillt lögga.
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
4
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
5
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
4
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár