Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.

Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
Lögreglan á Norðurlandi eystra birti yfirlýsinguna á Facebook en Páley Borgþórsdóttir er þar lögreglustjóri. Lögmaður konunnar og formaður Blaðamannafélags Íslands lýsa yfir undrun sinni á yfirlýsingunni. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Það eina rétta er að kalla eftir opinberri rannsókn á þessum vinnubrögðum lögreglunnar,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, lögmaður fyrrverandi eiginkonu Páls Steingrímssonar en hún var sakborningur í máli sem lögreglan á Norðurlandi eystra felldi niður í liðinni viku. 

Þrjú og hálft ár eru síð­an Páll tilkynnti meint brot til lög­reglu, eða í maímánuði 2021. Auk konunnar höfðu sex blaðamenn réttarstöðu sakbornings í málinu. Lögreglan tilkynnti í Facebookfærslu að ákvörðun hefði verið tekin um að hætta rannsókninni. Þá hafði rannsóknin staðið yfir í þrjú og hálft ár. 

Í þessum sama mánuði, maí 2021, birtu Kjarninn og Stundin, forverar Heimildarinnar, fjölda frétta og fréttaskýringa sem byggð voru á gögnum sem sýndu hvernig stjórn­­­end­­­ur, starfs­­­fólk og ráð­gjafar Sam­herja höfðu lagt á ráðin um að ráð­­­ast gegn nafn­­­greindum blaða­­­mönn­um, lista­­­mönn­um, stjórn­­­­­mála­­­mönn­um, félaga­­­sam­­­tökum og ýmsum öðrum til að hafa af þeim æruna, trú­verð­ug­­­leik­ann eða lífs­við­­­ur­vær­ið. Gögnin áttu uppruna sinn í samskiptum hóps fólks sem kallaði sig „Skæruliðadeild Samherja“; Þorbjörn Þórðarson, Arna Bryndís Baldvins McClure og Páll Steingrímsson.

Lögreglurannsóknin sneri að meintri byrlun, afritun á upplýsingum af síma og dreifingu á kynferðislegu efni. Konan var til rannsókna vegna allra þessara þriggja þátta. 

Yfirlýsing sem lögreglan á Norðurlandi eystra birti á Facebook var bæði löng og ítarleg, þar sem lögreglan sagðist meðal annars vera að birta niðurstöður rannsóknar sinnar. 

Rangt á rangt ofan

Þar sagði meðal annars: „Framburður sakbornings sem afhenti fjölmiðlum símann hefur verið stöðugur allan tímann sem rannsóknin hefur staðið um að hann hafi afhent fjölmiðlum símann.“. Þetta segir Hólmgeir vera rangt. 

„Ég hef upplýsingar undir höndum sem draga fram að það sem þau eru að segja er hreinlega ósatt“
Hólmgeir Elías Flosason

„Sakborningurinn hefur einnig verið stöðugur í framburði um að hafa upplýst þá sem tóku við símanum hvernig síminn væri til kominn og hver ætti símann.“ Þetta segir Hólmgeir einnig vera rangfærslu hjá lögreglunni.

Í Facebookfærslunni segir lögreglan einnig að það liggi fyrir að einn sakborninga, umrædd kona, hafi játað að hafa sett lyf út í áfengi sem hún færði Páli og hann drakk. Þá er fullyrt að lögreglustjóraembættið á Norðurlandi eystra telji þessa háttsemi varða við hegningarlög. Síðan er settur við þetta sá fyrirvari að ekki hafi verið sönnuð „orsakatengsl á milli byrlunar og veikinda brotaþola“ en „ef“ hægt væri að sanna þau þá væri þó „ekki líklegt að ákæruvaldinu tækist að sanna ásetning sakbornings til að valda brotaþola þeim skaða sem hann varð fyrir. Þá er vísað til andlegs ástands sakbornings á verknaðarstundu og eftirfarandi veikindi hans.  Af framangreindum ástæðum hefur verið ákveðið að hætta rannsókn á þessu sakarefni í málinu.“ Þrátt fyrir þetta staðhæfir lögreglan í sömu efnisgrein að hún telji konuna hafa gerst brotlega við landslög. 

Gagnrýnir tvískinnung  lögreglunnar

Þá fullyrðir lögreglan einnig í færslunni að hún telji sakarefni um að dreifa kynferðislegu myndefni af brotaþola „sé líklegt til sakfellis á hendur einum einstaklingi“. Þarna er átt við umrædda konu, enda segir í næstu setningu: „Brotið felst í því að sakborningur sendi sjálfum sér kynferðislegt myndefni af eiginmanni sínum úr síma hans.“ Því næst kemur hins vegar fram: „Vegna veikinda sakbornings leikur vafi á um hvort hann hafi verið sakhæfur á verknaðarstundu. Sakborningur hefur hafnað beiðni um að undirgangast sakhæfismat og því hefur verið ákveðið að hætta rannsókn á þessum þætti málsins.“.

Hólmgeir segir það tvískinnung að lögregla vísi á þennan hátt til veikinda konunnar „þegar á sama tíma fannst þeim algjörlega tilhlýðlegt að draga hana í tvígang fyrir dóm í aðalmeðferð. Þeir mátu það þannig að hún væri til þess bær að koma fyrir dóm. Þá var bæði hún og blaðamennirnir með réttarstöðu sakborninga misserum og árum saman án þess að lögreglan gerði handtak í rannsókninni,“ segir hann. 

„Þetta eru eftiráskýringar. Lögreglan er þarna að breiða yfir eigin klúður, eigin mistök“
Hólmgeir Elías Flosason

Þá segist Hólmgeir bæði hafa fengið gögn og upplýsingar sem dragi sannleiksgildi ýmissa atriða yfirlýsingu lögreglunnar í efa: „Þetta eru eftiráskýringar. Lögreglan er þarna að breiða yfir eigin klúður, eigin mistök,“ segir hann. 

Lögreglan segir til að mynda í Facebookfærslunni að henni þyki miður hve langan tíma rannsóknin tók „ en gildar skýringar eru á því. Rannsóknin var engu að síður samfelld. Veikindi eins sakbornings höfðu mikil áhrif á gang rannsóknarinnar…“. Hólmgeir setur sömuleiðis spurningamerki við að lögreglan beri fyrir sig veikindi konunnar með þessum hætti. „Ég hef upplýsingar undir höndum sem draga fram að það sem þau eru að segja er hreinlega ósatt. Lögreglan er að reyna að fegra sinn hlut og reyna að skýra þennan drátt með vísan til hennar veikinda,“ segir hann. 

„Lögreglan er að reyna að fegra sinn hlut og reyna að skýra þennan drátt með vísan til hennar veikinda“
Hólmgeir Elías Flosason

Hólmgeir telur alvarlegt að lögregla gangi fram gegn borgurum með þeim hætti sem hún geri í yfirlýsingunni en hann kallar sömuleiðis eftir að opinber rannsókn fari fram á vinnubrögðum lögreglunnar í málinu öllu: „Það er ekki hægt að láta þetta bara kyrrt liggja. Ég get ekki séð að þessu máli sé lokið,“ segir hann. 

Yfirlýsing lögreglu einsdæmi

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, fagnaði á dögunum þeirri niðurstöðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra að hætta rannsókninni, en sex blaðamenn höfðu þar réttarstöðu sakbornings. Hún gagnrýndi hins vegar yfirlýsinguna sem lögreglan birti á Facebook. 

 

„Við erum búin að láta lögmann okkar skoða þetta og hann bara staðfestir það sem við álitum og teljum af okkar reynslu að þetta sé í rauninni bara einsdæmi. Að lögreglan með þessum hætti sé að lýsa afstöðu sinni í málinu. Þar segja þeir að sakborningar gætu hafa sýnt af sér atferli sem flokkast getur undir brot á framangreindum ákvæðum,“ sagði hún í samtali við Heimildina sama dag og yfirlýsingin var birt.

Þá velti Sigríður fyrir sér hvað lögreglu gangi til með að birtingunni og hún kannist ekki við að lögregla hafi tjáð sig með viðlíka hætti um afstöðu sína til fyrrverandi sakborninga eftir að málið hefur verið fellt niður.

„Það er bara stórfurðulegt að lögreglan fari fram með þessum hætti.  En mér finnst þetta bara í takt við vinnubrögð lögreglu í þessu öllu og alls ekki til þess að auka traust almennings á lögreglu og rannsókn hennar á þessu máli,“ sagði hún.


Fyrirvari: Í greininni er fjallað um hagsmuni blaðamanna sem starfa eða störfuðu á Heimildinni.

 

Kjósa
83
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingunn Björnsdóttir skrifaði
    Lögmaður konunnar virðist svo bara eftir alltsaman ekki vera lögmaður konunnar. Þurfið þið ekki að uppfæra "fréttina"?

    https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/04/kallar_eftir_rannsokn_en_talar_ekki_i_umbodi_konunn/
    0
  • Vilhjálmur Þorsteinsson skrifaði
    Fúskið í þessari rannsókn allri var þvílíkt að manni fallast hendur og missir trú á réttarríkið hérlendis. Málið dansar raunar allt á egg rakhnífs Hanlons, sem sagði á frummálinu "Never attribute to malice that which is adequately explained by stupidity", eða "Ekki rekja það til ills ásetnings sem unnt er að útskýra nægilega með heimsku". Var þetta hversdagsleg nautheimska hjá lögregluembættinu á Norðurlandi eystra, eða lá að baki ásetningur um að þóknast einu ríkasta og valdamesta fyrirtæki landsins sem þar er með höfuðstöðvar, þ.e. Samherja? Það að svarið við þeirri spurningu liggi engan veginn í augum uppi er verulega alvarlegt mál.
    23
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Auðvitað þarf að rannsaka þetta mál hjá lögreglunni. Þetta er spillt lögga.
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár