„Stórfurðulegt að lögreglan fari fram með þessum hætti“

Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir, formað­ur Blaða­manna­fé­lags Ís­lands, fagn­ar því að ára­langri rann­sókn Lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra á sex fjöl­miðla­mönn­um hafi loks­ins ver­ið felld nið­ur. Hún furð­ar sig á yf­ir­lýs­ingu sem lög­regla birti á sam­fé­lags­miðl­um og seg­ir hana ekki til þess fallna að auka traust al­menn­ings á lög­reglu og vinnu­brögð­um henn­ar í mál­inu.

„Stórfurðulegt að lögreglan fari fram með þessum hætti“
Furðar sig á vinnubrögðum lögreglu Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, fagnar því að lögregla hafi loks ákveðið að fella niður rannsókn sína á blaðmönnunum sex. Hún harmar að rannsóknin hafi tekið svo langan tíma og segir eftiráskýringar lögreglu vera einsdæmi í sögunni. Mynd: Anton Brink/Blaðamannafélag Íslands

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að það sé mikið gleðiefni að Lögreglan á Norðurlandi eystra hafi tekið þá ákvörðun að hætta við rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. 

Sex blaðamenn höfðu réttarstöðu sakbornings ásamt einni konu sem starfar ekki í fjölmiðlum. Rannsóknin hefur staðið yfir síðan í maí 2021 þegar málið var tilkynnt til lögreglu. 

„Kallaðir til yfirheyrslu og fengið stöðu sakbornings fyrir það eitt að vinna vinnuna sína“
Sigríður Dögg, formaður BÍ, um blaðamennina sem voru til rannsóknar

„Að okkar áliti kom aldrei neitt annað til greina en þessi niðurstaða í þessu máli. Það var fáránleg ákvörðun hjá lögreglunni að hefja rannsókn eins og við höfum margoft bent á og allir fyrrum sakborningar líka. Að hafa verið kallaðir til yfiheyrslu og fengið stöðu sakbornings fyrir það eitt að vinna vinnuna sína,“ segir Sigríður. 

„Þau gerðu ekkert annað heldur en að taka á móti gögnum, skoða þau og eftir atvikum vinna upp úr þeim fréttir. Fréttir sem enginn hefur gert athugasemdir við og Samherji hefur í framhaldinu beðist afsökunar á framferði sínu sem var til umfjöllunar í þessum fréttum.“

Íþyngjandi fyrir stéttina í heild 

Hún bætir við að málið hafi ekki einungis verið íþyngjandi fyrir blaðamennina sem voru undir rannsókn heldur hafi framganga lögreglu veið alvarlegt mál sem varði alla blaðamenn í landinu.

„Ég tel að lögreglan og íslenska ríkið þurfi að skoða hvað þarna gerðist“
Sigríður Dögg, formaður BÍ

„Það að blaðamönnum skuli vera haldið í þessari stöðu í allan þennan tíma án tilefnis finnst mér bara mjög alvarlegt. Ég tel að lögreglan og íslenska ríkið þurfi að skoða hvað þarna gerðist og hvernig stendur á því að þetta fór svona.“ 

Hún segir að fyrir henni virðist annaðhvort svo sem að lögregla beri ekki virðingu fyrir blaðamönnum eða hafi ákveðið að túlka lögin sem kveða á um réttindi blaðamanna með sínum eigin hætti. Þvert á það sem dómstólar hér og víðar hafa túlkað.  

Yfirlýsing lögreglu einsdæmi 

Þá víkur Sigríður sér að langri og ítarlegri yfirlýsingu sem Lögreglan á Norðurlandi eystra birti á Facebook-síðu sinni skömmu eftir að sakborningum hafði verið tilkynnt um að rannsóknin hefði verið felld niður. 

„Við erum búin að láta lögmann okkar skoða þetta og hann bara staðfestir það sem við álitum og teljum af okkar reynslu að þetta sé í rauninni bara einsdæmi. Að lögreglan með þessum hætti sé að lýsa afstöðu sinni í málinu. Þar segja þeir að sakborningar gætu hafa sýnt af sér atferli sem flokkast getur undir brot á framangreindum ákvæðum.“

Þá veltir Sigríður fyrir sér hvað lögreglu gangi til með að birta yfirlýsinguna og hún kannist ekki við að lögregla hafi tjáð sig með viðlíka hætti um afstöðu sína til fyrrverandi sakborninga eftir að málið hefur verið fellt niður.

„Það er bara stórfurðulegt að lögreglan fari fram með þessum hætti.  En mér finnst þetta bara í takt við vinnubrögð lögreglu í þessu öllu og alls ekki til þess að auka traust almennings á lögreglu og rannsókn hennar á þessu máli.“

Mikilvægt að koma í veg fyrir að svona gerist aftur

Sigríður bætir við að Blaðamannafélagið muni funda með blaðamönnunum sem voru undir rannsókn og ákveða næstu skref í málinu. Hún segir að félagið muni standa með blaðamönnunum og ákvörðunum þeirra í málinu. 

„Mér finnst mikilvægt að við skoðum það vel hvort ekki sé rétt að leita leiða til þess að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. Af því svona á ekki að gerast í réttarríki á borð við Ísland.“

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
6
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu