Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Hægpóstur í flösku

Það var jafn­gott að skila­boð­in sem fransk­ur forn­leifa­fræð­ing­ur setti í flösku, og lok­aði vel, voru ekki áríð­andi. Það liðu nefni­lega næst­um 200 ár áð­ur en flask­an fannst, fyr­ir skömmu. Senni­lega elsti flösku­póst­ur í heimi.

Í september síðastliðnum var hópur franskra nema í fornleifafræði við uppgröft og rannsóknir í útjaðri smábæjarins Eu í austurhluta Normandí í Frakklandi. Ákveðið var að ráðast í uppgröftinn vegna skriðufalla á þessum slóðum.

Franski fornleifafræðingurinn Guillaume Blondel, sem stjórnar vinnunni, sagði að hópurinn sem samanstendur af sjálfboðaliðum, nemum í fornleifafræði, væri í kapphlaupi við tímann hér er mikil hætta á skriðuföllum en þegar hefur hluti svæðisins grafist undir aur og mold,“ sagði hann í viðtali við BBC.

Svæðið sem um ræðir er gamalt virkisþorp frá dögum Kelta og hefur áður verið rannsakað en Guillaume Blondel sagði að tiltölulega lítið væri vitað um þorpið. Síðan uppgröfturinn hófst hefur hópurinn fundið allmarga hluti sem taldir eru vera frá tímum Kelta, líklega um tvö þúsund ára gamlir. Einkum leirkrukkur og krúsir.

„Við eigum örugglega eftir að finna marga fleiri muni“
Guillaume Blondel
fornleifafræðingur sem vinnur að uppgreftri í Eu í Normandí í Frakklandi þar sem flöskupósturinn fannst.

Guillaume Blondel sagði ekki óvenjulegt að finna gamla hluti og alþekkt væri að til dæmis smiðir skyldu eftir eitt og annað í húsum sem þeir væru að byggja, til dæmis verkfæri inni í veggjum. Hins vegar sé sjaldgæft að fornleifafræðingar skilji eftir eitthvað frá sjálfum sér þeir ímynda sér að enginn komi á eftir þeim á þetta svæði, þeir hafi lokið verkefninu, við eigum örugglega eftir að finna marga fleiri muni,“ sagði Guillaume Blondel.

P.J. Féret

Eins og áður sagði er rannsóknin í Eu og nágrenni núna ekki sú fyrsta. Árið 1825 vann maður að nafni P.J. Féret að uppgrefti á þessum slóðum. Hann bjó í bænum Dieppe skammt sunnan við Eu og var áhugamaður um fornleifar, sögu og ýmislegt fleira. Hann hafði fengið leyfi til að rannsaka svæðið í Eu, það leyfi er að finna í skjalasafni yfirvalda. Hann var virtur meðal samborgara sinna og tók þátt í margs konar félagsstarfi.

 Flöskupósturinn   

Þegar orðið flöskupóstur er nefnt dettur sennilega flestum í hug flaska sem einhver hefur kastað í sjóinn og hefur síðan velkst um heimsins höf og loks rekið á land. Orðið hefur yfir sér hálfgerðan ævintýrablæ og til eru margar sögur af flöskupósti, sem í mörgum tilvikum hefur þvælst um langan veg, ef svo má að orði komast.

Komið fyrir í leirkrukkuKrukkan hafði verið grafin grunnt í jörðu.

Það sem J.P. Féret skrifaði árið 1825 og hópurinn hans Guillaume Blondel fann 199 árum síðar hafði ekki farið sjóleiðina. Miðinn, upprúllaður með spotta utan um, hafði verið settur í glas undan ilmsöltum en slík glös báru konur gjarna um hálsinn segir í umfjöllun BBC. Glasinu hafði verið komið fyrir í leirkrukku sem svo var grafin grunnt í jörðu. Ásamt glasinu voru í krukkunni tveir smápeningar. 

Á miðanum stóð P.J. Féret, íbúi í Dieppe, félagi í margs konar félögum, vann hér að uppgrefti í janúar 1825. Hann mun halda áfram athugunum sínum á þessu stóra svæði sem þekkt er undir nafninu Cité de Limes“.

Trúðu vart eigin augum

Hópurinn sem vann að uppgreftinum var mjög spenntur þegar glasið með miðanum kom í ljós. Guillaume Blondel þorði ekki strax að rúlla miðanum sundur en eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga var beðið í sólarhring. Eins og nefnt var hér framar voru engin stórtíðindi í flöskunni, utan auðvitað ártalsins.

Líklega elsti flöskupóstur sem fundist hefur

Nú verður miðinn sem P.J. Féret, eða einhver félagi hans, skrifaði á rannsakaður af sérfræðingum.

Sérfræðingar rannsaka miðannMiðinn var upprúllaður með spotta utan um í flösku eða glasi undan ilmsöltum eins og konur báru gjarna um hálsinn á þessum tíma.

Komi í ljós að miðinn sé frá 1825 er þetta elsti flöskupóstur sem vitað er um og fundist hefur. 21. janúar 2018 fundu tveir menn í Ástralíu flösku sem kastað hafði verið í sjóinn 12. júní 1886. Í flöskunni var miði og þar voru upplýsingar um staðarákvörðun skipsins, sem var þýskt, þegar flöskunni, sem var undan gini, var kastað fyrir borð. Vitað er að þýskir skipstjórar köstuðu þúsundum flöskuskeyta í hafið frá árinu 1864 og fram til ársins 1933 í því skyni að kanna hafstrauma.

Kynntust í gegnum flöskupóst

Til eru ótal sögur um flöskupóst. Ein sú skemmtilegasta segir frá 17 ára stúlku á Sikiley sem árið 1957 fann flösku með orðsendingu í. Með aðstoð prestsins á svæðinu, og orðabókar, tókst henni að fá botn í bréfið. Það hafði 19 ára sænskur kokkur á fragtskipi skrifað og kastað í sjóinn á Miðjarðarhafinu. „Huggulegur ungur maður leitar að laglegri ungri konu“ stóð í bréfinu. Hann hafði munað eftir að gefa upp heimilisfang sitt, hann bjó í Gautaborg. Stúlkan skrifaði kokkinum, sagðist reyndar ekki vera neitt sérlega lagleg, en það væri ótrúlegt að flaskan hefði ferðast svona langt til að lenda svo hjá mér.

Þetta endaði með áratuga hjónabandi í Svíþjóð.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
1
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
2
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.
Stofnandi Viðreisnar segir ólíklegt að flokkurinn vilji starfa með Miðflokknum
4
Fréttir

Stofn­andi Við­reisn­ar seg­ir ólík­legt að flokk­ur­inn vilji starfa með Mið­flokkn­um

For­menn þeirra flokka sem komust á þing gengu á fund for­seta fyrr í dag. Lík­legt þyk­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hljóti stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið. Bene­dikt Jó­hann­es­son, stofn­andi og fyrr­ver­andi formað­ur Við­reisn­ar, seg­ir ólík­legt að Við­reisn eða Sam­fylk­ing­in vilji starfa með Mið­flokkn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
2
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
3
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
5
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár