Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

„Ég hefði setið lengur ef ekki hefði verið fyrir þetta ákvæði“

Jón Stein­ar Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi dóm­ari við hæsta­rétt, er gagn­rýn­inn á að hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar fái full laun út æv­ina ef þeir hætta þar störf­um við 65 ára ald­ur. Þeir sem starfa til sjö­tugs fá hins veg­ar venju­leg eft­ir­laun. Sjálf­ur lét Jón Stein­ar af störf­um 65 ára.

„Ég hefði setið lengur ef ekki hefði verið fyrir þetta ákvæði“
Ætti að breyta Allir sem fylgst hafa með þjóðmálaumræðu þau tíu ár sem liðin eru frá því Jón Steinar lét af embætti dómara, aðeins 65 ára gamall, hafa séð að það gerði hann ekki vegna brostinna krafta eða heilsu. Enda gengst hann fúslega við því að þar hafi annað ráðið för. Mynd: Heiða Helgadóttir

ÍÍ stjórnarskránni íslensku er sérstaklega fjallað um sjálfstæði dómstóla. Í 61. grein er svo áréttað að dómarar skuli einungis dæma eftir lögum, óháð afskiptum stjórnvalda til dæmis. Þeir eru til að mynda varðir því að verða ekki reknir nema með dómi. Síðan segir í lokamálsgrein: „Þó má veita þeim dómara, sem orðinn er fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, en hæstaréttardómarar skulu eigi missa neins í af launum sínum.“

Síðasta setningin í þessari grein hefur verið nær óbreytt frá því Íslendingar fengu fyrst stjórnarskrá úr hendi Danakonungs á seinni hluta 19. aldar. Ein breyting var þó gerð á orðalagi þessarar greinar árið 1991, þegar stjórnarskrá var breytt. Áður var þar vísað til dómara, en sérstaklega talað um hæstaréttardómara, eftir breytinguna.

Áður og eftir hafa dómarar við Hæstarétt – og stjórnvöld – ákveðið að túlka þetta orðalag stjórnarskrár þannig, að ef hæstaréttardómarar bæðu um að vera leystir frá störfum 65 ára væri það samþykkt. Dómarar fengju þannig áfram full laun. Ekki bara út starfsævina, heldur ævina á enda.

Þetta kemur fram í forsíðuumfjöllun nýjasta tölublaðs Heimildarinnar.

„Í fljótu bragði finnst mér ekki ósanngjarnt að taka full laun svona lengi“
Hjördís Hákonardóttir
fyrrverandi hæstaréttardómari

Heimildin ræddi við nokkra af þeim mörgu hæstaréttardómurum sem hafa nýtt sér þetta ákvæði á undanförnum árum. Margir voru þeir illfáanlegir til að tjá sig um málið opinberlega en viðurkenndu þó sumir að líklega væri þetta ákvæði úrelt og þörf á að breyta. Hvatinn til að hætta fyrr en ella væri augljós og orðin regla frekar en hitt. Á meðan sögðu aðrir ekkert óeðlilegt við þessi kjör.

 „Ég hefði setið lengur ef ekki hefði verið fyrir þetta ákvæði, það er bara einfaldlega þannig,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við réttinn, sem hætti þar árið 2012, eftir átta ára setu. „Ég tel að þetta sé óeðlilegur arfur einhverra gamalla tíma, þar sem aðstæður voru allt öðruvísi og tilgangurinn annar en þessi.“

„Í fljótu bragði finnst mér ekki ósanngjarnt að taka full laun svona lengi,“ sagði Hjördís Hákonardóttir, sem sat í Hæstarétti í fjögur, frá 2006 til 2010.

„Það er eðlilega misjafnt hvað fólk er langlíft svo það er ekkert hægt að ganga út frá því sem vísu að þetta þýði að launin séu greidd til áratuga. Ég er þeirrar skoðunar að kjör dómara séu ekki svo góð að það sé ástæða til að breyta þessu.“

Margir dómarar hafa fengist við önnur störf eftir að hafa stigið upp úr dómarasætinu. Farið í aftur í lögmennsku eða ráðgjöf eins og til að mynda Jón Steinar og Eiríkur Tómasson. Aðrir hafa tekið að sér kennslu eða stöður prófessora við háskóla, eins og Viðar Már Matthíasson, enn aðrir svo jafnvel sinnt  nefndarstörfum fyrir ríkið.

Þessi störf og laun fyrir þau eða önnur, skerða þó í engu þann launatékka sem þeim berst um hver mánaðamót frá ríkissjóði, í formi dómaralauna við Hæstarétt.

Hér má lesa greinina í heild sinni:

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Á það ekki við okkur öll þó svo við búum ekki við slík öfurkjör?

    "Það er eðlilega misjafnt hvað fólk er langlíft svo það er ekkert hægt að ganga út frá því sem vísu að þetta þýði að launin séu greidd til áratuga...."
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár