Rektu mig, ráðherra

Rektu mig, ráðherra

Tvö­falt fleiri hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar fá full dóm­ara­laun en eru starf­andi við rétt­inn. Aldagam­alt ákvæði í stjórn­ar­skrá og um­deild túlk­un á því ger­ir það að verk­um að hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar hætta fyrr störf­um en njóta samt fullra laun út æv­ina. Nær hundrað ár eru síð­an Dan­ir af­lögðu sams kon­ar sérrétt­indi.

Yfir tuttugu hæstaréttardómarar eru nú á fullum launum, þrátt fyrir að einungis sjö séu starfandi í réttinum. Hinir eru hættir, mörgum árum fyrir hefðbundin eftirlaunaaldur. Ástæðan er umdeild túlkun á stjórnarskrá. Fyrir vikið er í raun betra fyrir þá að hætta í réttinum 65 ára en að sitja til sjötugs og þiggja venjuleg eftirlaun.

Dæmi eru um að dómarar sitji fjögur ár, biðji ráðherra um að segja sér upp en þiggi eftir það full laun í aldarfjórðung. Laun sem ólíkt lífeyri jafnaldra þeirra, skerðast ekki þó þeir taki að sér önnur störf. Rétt eins og þeir gera margir.

Þessi hvati verður til þess að mikilvæg reynsla og þekking hverfur úr réttinum sem endurnýjar sig því hraðar en annars væri.

Það kostar ríkissjóð hundruð milljóna á ári að halda við þessum sérréttindum, sem jafnvel dómararnir sjálfir viðurkenna að séu tímaskekkja.

Það þótti í það minnsta Dönum, sem undu ofan af sama …

Kjósa
105
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Svo á almenningur í landinu að treysta þessum ofurspenasugum af almmanaféi, fyrir því að þetta hyski útdeili heiðalegum dómum í málum sem þau fjalla um.
    0
  • Magnus Magnusson skrifaði
    Hæstaréttur ver eigin forréttindi, …
    1
  • Sveinn Ingólfsson skrifaði
    Misnotkun getur verið lögleg og þá er þetta ekki þjófnaður í augum valdhafanna né dómkerfisins. Í þessu dæmi er ekkert hægt að gera nema breyta úreltri stjórnarskrá. Nú er spurningin hvers vegna dæmdi hæstiréttur kosninguna sem fram fór um árið og var á hendi stjórnlagaráðs, ógilda, þó hún í raun væri ekkert að henni og hún sýnti á heiðarlega hátt vilja þjóðarinnar. . 'Eg hvet alla sem telja að ég sé með ósanngjarna og vafasama spurningu að gera athugasemdir.
    10
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Skilgreina mætti í lögum hvað ,,full laun eru". Ég veit ekki betur en að konur sem sagðar eru ófaglærðar og starfa á leikskólum séu á fullum launum. Þær eru sagðar ófaglærðar þótt þær hafi skilar af sér fjórum börnum út í lífið. Þetta orðalag segir ekkert um hvað séu full laun.
    1
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Það þarf að gera margar breytingar á Íslandi en nýju stjórnarskránna er nr. 1 í forgangsröðinni.
    4
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Við verðum, við verðum að fá nýja stjórnarskrá! Ég vil benda á að ég þekki einn fyrrverandi hæstaréttardómara. Hann hlýtur eins og aðrir sem gengt hafa starfinu í mislangan tíma að halda fullum launum. EN, þessi sem ég þekki, hann hefur talað fyrir nýrri stjórnarskrá, enda einn heiðarlegasti maður sem ég hef kynnst. Hann er eins og allir heiðarlegu Framsóknarmennirnir sem ég kynntist í æsku. Svo gerðist bara eitthvað... https://www.youtube.com/watch?v=KysQfauEUHo
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu