Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

<span>Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum:</span> „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
Móðir Kristjana segir að málið sé að gera út af við fjölskyldu hennar. Þau séu að horfa á barnið sitt hverfa. Mynd: Golli

Hún má ekki mæta í skólann, hún má ekki vera með vinum sínum, hún má ekki halda í rútínuna sína, hún er einangruð heima. Barnið er að reyna að deyja. Við erum að missa barnið okkar, hreint út sagt.“

Þetta segir Kristjana Gísladóttir, móðir tæplega 14 ára stúlku, í samtali við Heimildina. Hún segir að dóttir hennar, sem er meðal annars greind með einhverfu, ADHD, felmtursröskun og kvíðaröskun, hafi orðið fyrir því að skólabróðir hennar braut á henni kynferðislega inni á salerni í Snælandsskóla í vor. Stúlkan er nú í sjálfsvígshættu og sýnir sjálfskaðandi hegðun, segir Kristjana. Hún bætir því við að áður en meint brot átti sér stað hafi dóttir hennar lengi kvartað undan drengnum.

„Ekkert af þessu er skráð og sent á menntasvið. Það er ekki farið eftir neinum verkreglum,“ segir Kristjana um hegðun drengsins og vísar til menntasviðs Kópavogsbæjar.

Barnavernd opnaði ekki mál

Kristjana segist hafa …

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KJP
    Kolbrún Jóna Pétursdóttir skrifaði
    Þetta er er hræðilegt ástand :(
    Er það bara alveg í lagi að foreldrar og fjölmiðill upplýsi svona um viðkvæmar persónuupplýsingar er varða barnið ?
    Barnið er auðþekkjanlegt, allar þessar upplýsingar opinberar... Blaðamaður mætti gera betur...
    0
  • Thordis Thordardottir skrifaði
    Þetta er svo sorglegt, algjört máttleysi og skólinn er að bregðast telpunni og gerandanum sem fær þau skýru skilaboð að hann megi misþyrma öðrum. Finnst einhvernveginn að grunnskólar þurfi ða setja sér verklag um hvernig bregðast skuli við ofbeldi barna gegn öðum börnum.
    5
  • Ásta Jensen skrifaði
    Hvað er að þessum skólastjórnendum?
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár