Hún má ekki mæta í skólann, hún má ekki vera með vinum sínum, hún má ekki halda í rútínuna sína, hún er einangruð heima. Barnið er að reyna að deyja. Við erum að missa barnið okkar, hreint út sagt.“
Þetta segir Kristjana Gísladóttir, móðir tæplega 14 ára stúlku, í samtali við Heimildina. Hún segir að dóttir hennar, sem er meðal annars greind með einhverfu, ADHD, felmtursröskun og kvíðaröskun, hafi orðið fyrir því að skólabróðir hennar braut á henni kynferðislega inni á salerni í Snælandsskóla í vor. Stúlkan er nú í sjálfsvígshættu og sýnir sjálfskaðandi hegðun, segir Kristjana. Hún bætir því við að áður en meint brot átti sér stað hafi dóttir hennar lengi kvartað undan drengnum.
„Ekkert af þessu er skráð og sent á menntasvið. Það er ekki farið eftir neinum verkreglum,“ segir Kristjana um hegðun drengsins og vísar til menntasviðs Kópavogsbæjar.
Barnavernd opnaði ekki mál
Kristjana segist hafa …
Er það bara alveg í lagi að foreldrar og fjölmiðill upplýsi svona um viðkvæmar persónuupplýsingar er varða barnið ?
Barnið er auðþekkjanlegt, allar þessar upplýsingar opinberar... Blaðamaður mætti gera betur...