Ragnar Kjartans og Egill Helga ósammála um hvað sé list

Ragn­ar Kjart­ans­son lýs­ir yf­ir full­um stuðn­ingi við verk Odees „We‘re SORRY”. Í stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu.skrif­ar Ragn­ar: „Aug­ljós­lega er þetta lista­verk“. Eg­ill Helga­son sér verk­ið öðr­um aug­um: „Þetta er hrekk­ur“.

Ragnar Kjartans og Egill Helga ósammála um hvað sé list
Ragnar Kjartansson: „Augljóslega er þetta listaverk,“ skrifar Ragnar. „Odee gerir óhefðbundið en marglaga og pólitískt verk í raunheimi dagsins; internetinu, sem vanalega er stjórnað af spunameisturum fyrirtækja.“ Mynd: MBL / Hanna Andrésdóttir

Verk listamannsins Odee – öðru nafni Odds Eysteins Friðrikssonar – heldur áfram að tendra spurningar af bæði listrænum og lögfræðilegum toga.

Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson hefur gefið út stuðningsyfirlýsingu þar sem hann segir það sorglegt að sjá eins stórt fyrirtæki og Samherja sýna annan eins skort á húmor og um leið vanvirðingu fyrir listrænu frelsi. Neyðarlegt sé að horfa upp á Samherja saka íslenskan listamann um það að hafa ófrægt orðspor fyrirtækisins með listaverkinu „We‘re SORRY“ og stefnt honum fyrir rétt í Bretlandi.

„Augljóslega er þetta listaverk,“ skrifar Ragnar. „Odee gerir óhefðbundið en marglaga og pólitískt verk í raunheimi dagsins; internetinu, sem vanalega er stjórnað af spunameisturum fyrirtækja.“

Ragnar hefur nú skorað á Samherja að láta kærur gagnvart Odee niður falla.

Yfirlýsing Ragnars KjartanssonarHér má sjá stuðningsyfirlýsingu Ragnars Kjartanssonar við verk Odee, þess efnis að verkið sé listaverk.

 Áhugavert, löglistfræðilegt álitamál“

Sjálfur hefur listamaðurinn sagt: „Þetta er liststefna sem heitir menningarbrengl eða culture jamming. Heimsþekktir listamenn hafa unnið eftir þessari listrænu stefnu, eins og Banksy, The Yes Men og Nadia Plesner. Hún gengur út á að taka yfir eða breyta samskiptum fyrirtækja eða stofnanna. Til þess að skapa nýja tjáningu sem listamaðurinn stýrir.

En fleiri velta þessu fyrir sér og á Facebook-síðu sinni skrifar rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson færslu þar sem hann segir meðal annars: ... Er listaverk veruleiki? Er listaverk ekki í eðli sínu alltaf skrök? Skrök sem færir fram sannleikann? Ef ég skrifaði í ljóði eða skáldsögu að Samherji hefði beðið namibísku þjóðina afsökunar myndi það sennilega ekki hafa neinar aðrar afleiðingar en þeir fáu sem læsu ypptu öxlum og segðu: „Það er gállinn á honum í dag, blessuðu skáldinu“ en þegar Odee útfærir hugmynd sína svo nákvæmlega er spurning hvort hann fer yfir mörk listaverksins og inn á svið veruleikans. Þetta er sem sagt áhugavert, löglistfræðilegt álitamál. Skyldu ekki vera til listlögfræðingar?“ spyr Guðmundur Andri.

Rithöfundur og fyrrum þingmaðurGuðmundur Andri Thorsson veltir málinu fyrir sér á Facebook og spyr spurninga.
„Leikhúsið hefur nú líka heldur betur staðið sig í slíkum „hrekkjum” í gegnum tíðina. Allt of lítið þegar við erum södd og rík.“
Helga Vala Helgadóttir

 Hvað er list?

Hrekkur fremur en listEgill Helgason telur verkið vera hrekk frekar en list.

Í umræðum sem þar hafa skapast virðist sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason ekki vera á þeim skónum að um sé að ræða list en hann skrifar í athugasemd: Ég veit ekki hversu gagnlegt, viturlegt eða djúpt er að kalla alla mögulega hluti list ­– reyndar virðist myndlistin sérstaklega ofurseld þessu. (Mér finnst hún alltaf skemmtileg sagan af safnstjóranum sem hætti störfum í örvinglan af því hann skildi ekki lengur hvað taldist list – hún er sönn.) Þetta er hrekkur - það sem kallast á ensku prank – kannski ágætlega heppnaður. En spurning hvort breski dómstóllinn taki það að sér að úrskurða hvað er list?”

 

Listamaður og lögmaðurHelga Vala Helgadóttir er bæði listamaður og lögmaður.

Lögmaðurinn, leikkonan og fyrrum þingmaðurinn, Helga Vala Helgadóttir, svara honum þá: Leikhúsið hefur nú líka heldur betur staðið sig í slíkum hrekkjum” í gegnum tíðina. Allt of lítið þegar við erum södd og rík en þeim mun meira þar sem pólitísk og samfélagsleg ólga kraumar, hvort sem um er að ræða Shakespeare eða Þorleif Örn og Mikka Torfa svo einföld dæmi séu tekin.”

„Ég veit ekki hversu gagnlegt, viturlegt eða djúpt er að kalla alla mögulega hluti list.”
Egill Helgason

Listrænt frelsi mikilvægt fyrir lýðræðið

Nýlega barst sú frétt að 27 alþjóðleg og leiðandi samtök fyrir vernd fyrir uppljóstrara kalli nú eftir því að Samherji, sem samtökin kalla eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Evrópu, felli niður málið gegn listamanninum.

Í bréfinu er lögð áhersla á mikilvægi listræns frelsis fyrir heilbrigði lýðræðisins.

Samtökin kalla eftir að eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Evrópu felli niður málið gegn listamanninum. Samtökin linka á bréf á vef sínum sem má vitna í og birta snemma á morgun og styðja þar Odee og listrænt frelsi hans til tjáningar – sem geri okkur kleift að íhuga og kanna siðferðislegt val okkar en um leið skilja hvernig vald virkar og hefur áhrif á okkur, hvort sem það er pólitískt, félagslegt eða efnahagslegt.

Lögð er áhersla á sameiginlegan grundvöll uppljóstrara og listamanna hvað varðar mikilvægi þess að lýsa upp sannleikann og afhjúpa í þágu almannaheilla. Þá er spurt hvort þessar aðgerðir séu við hæfi eða tilraun til að þagga niður í þeim sem tali gegn spillingu. Í bréfinu er meðal annars minnt á dómsmálið í Namibíu og það að tíu grunaðir hafi verið ákærðir, þar á meðal fyrrum dómsmálaráðherra og fyrrum sjávarútvegsráðherra. Og nefnt að rannsókn á starfsemi Samherja standi enn yfir á Íslandi.

Listin sjálf er fyrir rétti.”

Þess má geta að lögmenn Samherja virðast hafa aðrar hugmyndir um list af þessum orðum pistlahöfundar Heimildarinnar að dæma en Sif Sigmarsdóttir sat í dómssalnum um daginn þegar málið var tekið fyrir og sagði í viðtali við Heimildina: Oddur lýsir því sem „hringleikahúsi fáránleikans“ að sitja í breskum réttarsal í einhvers konar „ritrýni“ um eigið verk. Í tilraun til að sýna fram á að heimasíðan, sem var hluti af verki Odds, væri ekki list lásu lögmenn Samherja upp skilgreiningu Ensku orðabókarinnar á list. Oddur velti fyrir sér hversu gáfulega skilgreiningu hann fyndi þar um orðið „lögfræði“.“

 Í umfjöllun The Art Newspaper um málið er vitnað í Andra Matei, lögfræðilegan ráðgjafa listamannsins sem ver sig sjálfur. Þar segir hún: Listin sjálf er fyrir rétti.”

Þess má geta að bæðið Bandalag íslenskra listamanna og Samband íslenskra myndlistarmanna hafa sent út eindregnar stuðningsyfilýsingar við listamanninn og verk hans. Hér má sjá yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra listamanna til stuðnings listamanninum. Og hér er að finna yfirlýsingu Bandalags íslenskra listamanna.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁJ
    Ástþór Jóhannsson skrifaði
    107 árum eftir að R. Mutt frumsýndi "Brunninn" álpast yfirlætislegt og sjálfumglatt valdið út í botnlausa keldu listanna, með hnefann reiddan, og eins og alltaf, verður það sér til skammar og háðungar.
    Svo er hitt að það er áhugavert að "enski bötlerinn" (hér í líki lögfræðinga) lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna þegar kemur af meintum óþrifum og bjarga þarf hagsmunum eða heiðri húsbænda sinna og beitir hinum óvönduðustu meðulum ef svo ber undir við hreinsunarstarfið, enda er ómakinu síðan lokað með feitum reikningi.
    Um slík atvik og fyrirbæri má lesa í áhugaverðri bók Olivers Bullough, sem kom út í fyrra og fjallar um hvernig Bretland varð þjónustumiðstöð fyrir auðjöfra, skattsvikara, þjófræði og glæpamenn.
    Veit ekki hvort hann Marcel Duchamp hefði litið upp frá skákinni.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Píratar sættast og leyfa varamönnum að kjósa
9
Stjórnmál

Pírat­ar sætt­ast og leyfa vara­mönn­um að kjósa

Þór­hild­ur El­ín­ar­dótt­ir Magnús­dótt­ir, 24 ára tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræð­ing­ur, hef­ur tek­ið við sem formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar Pírata sem í reynd má segja að sé æðsta lýð­ræð­is­lega embætti stjórn­mála­hreyf­ing­ar­inn­ar. Hall­dór Auð­ar Svans­son hef­ur stig­ið til hlið­ar úr því hlut­verki og vara­mönn­um í fram­kvæmda­stjórn verð­ur boð­ið að taka full­an þátt í starfi fram­kvæmda­stjórn­ar, með at­kvæð­is­rétt.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
4
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
8
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
10
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár