Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 11. október 2024 — Hver er sú hin rauðhærða? og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 11. októ­ber.

Spurningaþraut Illuga 11. október 2024 — Hver er sú hin rauðhærða? og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Hver er sú hin rauðhærða?

Seinni mynd:

Af hvaða tegund er skriðdrekinn?

Almennar spurningar:

  1. Hvaða dýrategund er kennd við héraði Pomeraníu?
  2. En hvar er héraðið Pomeranía? Hér koma tvö lönd til mála og er hvort tveggja rétt.
  3. Hvaða borg í Evrópu var fræg fyrir þétta þoku á 19. öld og framan af þeirri 20.?
  4. Rithöfundur einn er nýbúinn að gefa út bók sem heitir Þú ringlaði karlmaður, þar sem hann fjallar um karlmennsku nú til dags. Hvað heitir höfundurinn?
  5. Hvað heitir núverandi dómsmálaráðherra?
  6. Árið 600 fyrir upphaf tímatals okkar (fyrir Krist) stofnuðu grískir kaupmenn og sæfarar borg á svæði þar sem nú er Frakkland. Borgin er enn við lýði og er gjarnan talin elsta borg Frakklands. Hún heitir ... hvað?
  7. Hvaða fótboltalið spilar heimaleiki sína á velli sem nefnist Old Trafford?
  8. Fyrir svo og svo löngu síðan lýsti hópur fólks því yfir að hann væri sármóðgaður fyrir hönd tiltekins hlutar á himnum. Hvað var þarna á seyði?
  9. Stjórnmálamaðurinn Lilja Alfreðsdóttir notar stundum millinafn sitt jafnframt Lilju-nafninu. Millinafn hennar er ... hvað?
  10. Flamengó-fuglar eru taldir sér ættkvísl í fuglafræðunum, en eru þó skyldir tveir kunnum ættkvíslum öðrum. Hvaða fuglar eru það? – og hér dugir að hafa aðra tegundina rétta.
  11. Hvaða fótboltalið komst á dögunum upp í efstu deild karla á Íslandi í fyrsta sinn?
  12. Frægur bandarískur stjórnmálamaður á afa sem auðgaðist ekki síst á því að gera út vændiskonur? Hver er stjórnmálamaðurinn?
  13. Hver er fjölmennasti þéttbýlisstaðurinn í kjördæminu Vesturlandi? Spurt er um þéttbýlisstaði, ekki sveitarfélög.
  14. Hvað hét sonur Abrahams sem guð skipaði honum að fórna?
  15. Hvaða algenga húsdýr ber latneska tegundarheitið Ovis?


Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Disney-prinsessan Ariel. Á seinni myndinni er þýskur Tiger skriðdreki.
Svör við almennum spurningum:
1.  Hundategund.  —  2.  Rétt er bæði Þýskaland og Pólland.  —  3.  London.  —  4.  Rúnar Helgi.  —  5.  Guðrún Hafsteinsdóttir.  —  6.  Marseilles.  —  7.  Manchester United.  —  8.  Plánetan Plútó var færð niður í stöðu „dvergplánetu“.  —  9.  Dögg.  —  10.  Storkar og gæsfuglar (þ.á m. álftir og svanir).  —  11.  Afturelding.  —  12.  Donald Trump.  —  13.  Akranes.  —  14.  Ísak.  —  15.  Sauðfé.
Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár