Seinni mynd:
Af hvaða tegund er skriðdrekinn?
Almennar spurningar:
- Hvaða dýrategund er kennd við héraði Pomeraníu?
- En hvar er héraðið Pomeranía? Hér koma tvö lönd til mála og er hvort tveggja rétt.
- Hvaða borg í Evrópu var fræg fyrir þétta þoku á 19. öld og framan af þeirri 20.?
- Rithöfundur einn er nýbúinn að gefa út bók sem heitir Þú ringlaði karlmaður, þar sem hann fjallar um karlmennsku nú til dags. Hvað heitir höfundurinn?
- Hvað heitir núverandi dómsmálaráðherra?
- Árið 600 fyrir upphaf tímatals okkar (fyrir Krist) stofnuðu grískir kaupmenn og sæfarar borg á svæði þar sem nú er Frakkland. Borgin er enn við lýði og er gjarnan talin elsta borg Frakklands. Hún heitir ... hvað?
- Hvaða fótboltalið spilar heimaleiki sína á velli sem nefnist Old Trafford?
- Fyrir svo og svo löngu síðan lýsti hópur fólks því yfir að hann væri sármóðgaður fyrir hönd tiltekins hlutar á himnum. Hvað var þarna á seyði?
- Stjórnmálamaðurinn Lilja Alfreðsdóttir notar stundum millinafn sitt jafnframt Lilju-nafninu. Millinafn hennar er ... hvað?
- Flamengó-fuglar eru taldir sér ættkvísl í fuglafræðunum, en eru þó skyldir tveir kunnum ættkvíslum öðrum. Hvaða fuglar eru það? – og hér dugir að hafa aðra tegundina rétta.
- Hvaða fótboltalið komst á dögunum upp í efstu deild karla á Íslandi í fyrsta sinn?
- Frægur bandarískur stjórnmálamaður á afa sem auðgaðist ekki síst á því að gera út vændiskonur? Hver er stjórnmálamaðurinn?
- Hver er fjölmennasti þéttbýlisstaðurinn í kjördæminu Vesturlandi? Spurt er um þéttbýlisstaði, ekki sveitarfélög.
- Hvað hét sonur Abrahams sem guð skipaði honum að fórna?
- Hvaða algenga húsdýr ber latneska tegundarheitið Ovis?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Disney-prinsessan Ariel. Á seinni myndinni er þýskur Tiger skriðdreki.
Svör við almennum spurningum:
1. Hundategund. — 2. Rétt er bæði Þýskaland og Pólland. — 3. London. — 4. Rúnar Helgi. — 5. Guðrún Hafsteinsdóttir. — 6. Marseilles. — 7. Manchester United. — 8. Plánetan Plútó var færð niður í stöðu „dvergplánetu“. — 9. Dögg. — 10. Storkar og gæsfuglar (þ.á m. álftir og svanir). — 11. Afturelding. — 12. Donald Trump. — 13. Akranes. — 14. Ísak. — 15. Sauðfé.
Athugasemdir (2)