Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 11. október 2024 — Hver er sú hin rauðhærða? og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 11. októ­ber.

Spurningaþraut Illuga 11. október 2024 — Hver er sú hin rauðhærða? og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Hver er sú hin rauðhærða?

Seinni mynd:

Af hvaða tegund er skriðdrekinn?

Almennar spurningar:

  1. Hvaða dýrategund er kennd við héraði Pomeraníu?
  2. En hvar er héraðið Pomeranía? Hér koma tvö lönd til mála og er hvort tveggja rétt.
  3. Hvaða borg í Evrópu var fræg fyrir þétta þoku á 19. öld og framan af þeirri 20.?
  4. Rithöfundur einn er nýbúinn að gefa út bók sem heitir Þú ringlaði karlmaður, þar sem hann fjallar um karlmennsku nú til dags. Hvað heitir höfundurinn?
  5. Hvað heitir núverandi dómsmálaráðherra?
  6. Árið 600 fyrir upphaf tímatals okkar (fyrir Krist) stofnuðu grískir kaupmenn og sæfarar borg á svæði þar sem nú er Frakkland. Borgin er enn við lýði og er gjarnan talin elsta borg Frakklands. Hún heitir ... hvað?
  7. Hvaða fótboltalið spilar heimaleiki sína á velli sem nefnist Old Trafford?
  8. Fyrir svo og svo löngu síðan lýsti hópur fólks því yfir að hann væri sármóðgaður fyrir hönd tiltekins hlutar á himnum. Hvað var þarna á seyði?
  9. Stjórnmálamaðurinn Lilja Alfreðsdóttir notar stundum millinafn sitt jafnframt Lilju-nafninu. Millinafn hennar er ... hvað?
  10. Flamengó-fuglar eru taldir sér ættkvísl í fuglafræðunum, en eru þó skyldir tveir kunnum ættkvíslum öðrum. Hvaða fuglar eru það? – og hér dugir að hafa aðra tegundina rétta.
  11. Hvaða fótboltalið komst á dögunum upp í efstu deild karla á Íslandi í fyrsta sinn?
  12. Frægur bandarískur stjórnmálamaður á afa sem auðgaðist ekki síst á því að gera út vændiskonur? Hver er stjórnmálamaðurinn?
  13. Hver er fjölmennasti þéttbýlisstaðurinn í kjördæminu Vesturlandi? Spurt er um þéttbýlisstaði, ekki sveitarfélög.
  14. Hvað hét sonur Abrahams sem guð skipaði honum að fórna?
  15. Hvaða algenga húsdýr ber latneska tegundarheitið Ovis?


Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Disney-prinsessan Ariel. Á seinni myndinni er þýskur Tiger skriðdreki.
Svör við almennum spurningum:
1.  Hundategund.  —  2.  Rétt er bæði Þýskaland og Pólland.  —  3.  London.  —  4.  Rúnar Helgi.  —  5.  Guðrún Hafsteinsdóttir.  —  6.  Marseilles.  —  7.  Manchester United.  —  8.  Plánetan Plútó var færð niður í stöðu „dvergplánetu“.  —  9.  Dögg.  —  10.  Storkar og gæsfuglar (þ.á m. álftir og svanir).  —  11.  Afturelding.  —  12.  Donald Trump.  —  13.  Akranes.  —  14.  Ísak.  —  15.  Sauðfé.
Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu