Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Borðar þrjá banana daglega og er nánast laus við krampana

Sigrún Jóns­dótt­ir vakn­aði um nótt með sára krampa. Þeir höfðu hrjáð hana um nokkra hríð en hún greind­ist með Park­in­son-sjúk­dóm­inn nýorð­in fimm­tug. Sigrún ákvað að reyna nýtt ráð þessa nótt, að borða ban­ana. Síð­an þá hef­ur hún borð­að þrjá slíka dag­lega og er nokk­urn veg­inn laus við kramp­ana. Vís­ind­in styðja reynslu Sigrún­ar.

Borðar þrjá banana daglega og er nánast laus við krampana
Með ávöxtinn Sigrún hefur fundið mikinn mun á sér síðan hún fór að borða þrjá banana daglega. Ávöxturinn er stútfullur af góðum næringarefnum og segir næringarfræðingur í góðu lagi að borða þrjá slíka ef fólki líður vel af slíkri neyslu. Mynd: Golli

Bananar eru bæði bragðgóðir og afar hollir. Þeir eru mikið notaðir í sæta þeytinga, í kökur og fleira. Bananar eru trefja- og næringarríkir. Má þar nefna steinefnin kalíum og magnesíum, sem eru lífsnauðsynleg steinefni fyrir líkamann og stuðla meðal annars að eðlilegum samdrætti vöðva í líkamanum, þar á meðal hjartavöðvans.

Magnesíum gegnir mikilvægu hlutverki í slökun vöðva. Að borða mat sem inniheldur magnesíum getur hjálpað til við að draga úr vöðvakrömpum sem allir geta fengið eftir að hafa stundað líkamsæfingar. Margir íþróttamenn borða daglega banana til að fá skjótfengna orku og fyrir endurheimt vöðva en vöðvakrampar eru fylgifiskur margra íþróttagreina, til að mynda knattspyrnu.

Taugafrumur í heila framleiða taugaboðefnið dópamín sem er bæði nauðsynlegt fyrir taugakerfið en dópamín stjórnar hreyfingu og jafnvægi í líkamanum. Hjá fólki með Parkinsonssjúkdóminn, sem er taugahrörnunarsjúkdómur, kemst ójafnvægi á dópamínframleiðslu og með tímanum hætta frumur að mynda dópamín sem veldur þá óeðlilegum hreyfingum Parkinsonssjúklinga.

Eins …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu