Bananar eru bæði bragðgóðir og afar hollir. Þeir eru mikið notaðir í sæta þeytinga, í kökur og fleira. Bananar eru trefja- og næringarríkir. Má þar nefna steinefnin kalíum og magnesíum, sem eru lífsnauðsynleg steinefni fyrir líkamann og stuðla meðal annars að eðlilegum samdrætti vöðva í líkamanum, þar á meðal hjartavöðvans.
Magnesíum gegnir mikilvægu hlutverki í slökun vöðva. Að borða mat sem inniheldur magnesíum getur hjálpað til við að draga úr vöðvakrömpum sem allir geta fengið eftir að hafa stundað líkamsæfingar. Margir íþróttamenn borða daglega banana til að fá skjótfengna orku og fyrir endurheimt vöðva en vöðvakrampar eru fylgifiskur margra íþróttagreina, til að mynda knattspyrnu.
Taugafrumur í heila framleiða taugaboðefnið dópamín sem er bæði nauðsynlegt fyrir taugakerfið en dópamín stjórnar hreyfingu og jafnvægi í líkamanum. Hjá fólki með Parkinsonssjúkdóminn, sem er taugahrörnunarsjúkdómur, kemst ójafnvægi á dópamínframleiðslu og með tímanum hætta frumur að mynda dópamín sem veldur þá óeðlilegum hreyfingum Parkinsonssjúklinga.
Eins …
Athugasemdir