Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Dauðsföllum vegna ofneyslu loks tekið að fækka

Breytt nálg­un á fíkni­sjúk­dóma er tal­in geta skýrt ástæð­ur þess að dauðs­föll­um vegna of­neyslu hef­ur fækk­að hratt í Banda­ríkj­un­um síð­ustu mán­uði.

Dauðsföllum vegna ofneyslu loks tekið að fækka
Naloxone Lyfið naloxone hefur bjargað mörgum mannslífum. Mynd: Pexels

Dauðsföllum vegna of stórra skammta lyfja eða fíkniefna í Bandaríkjunum hefur fækkað umtalsvert samkvæmt greiningum á heilbrigðisgögnum á landsvísu. Ekki hafa færri látist úr ofskömmtun í þrjú ár. Vonast er til að skýringin felist í að loks hafi eitthvað áunnist í baráttunni gegn fíkniefnafaraldrinum í landinu. Í frétt CNN er þó tekið fram að dauðsföllin eru enn fleiri en þau voru fyrir kórónuveirufaraldurinn.  

Dauðsföllum vegna of stórra skammta fjölgaði þegar í upphafi faraldursins og náði hámarki um hann miðjan. Andlátin voru 30 prósent fleiri árið 2020 en 2019 og átti þeim enn eftir að fjölga um 16 prósent árið 2021. En í lok árs í fyrra var þeim tekið að fækka og hefur sú þróun haldið áfram það sem af er ári. 

Árið 2019 létust um 71 þúsund manns eftir að taka of stóran skammt í Bandaríkjunum. Á einu ári, nú frá apríl í fyrra og til aprílloka í ár, voru dauðsföllin um 101 þúsund. Þau voru um 10 prósentum færri en tólf mánuðina þar á undan.

Í frétt CNN er haft eftir sérfræðingum Bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar að fækkunin sé að mestu tilkomin vegna þess að færri hafi tekið of stóran skammt af hinu sterka lyfseðilsskylda fentanyl. Séu þessi tvö tólf mánaða tímabil borin saman kemur í ljós að dauðsföllum vegna fentanyls hafði fækkað um 20 prósent. Þau eru hins vegar enn þá stærsta dánarorsökin þegar kemur að of stórum skömmtum.

Breytt nálgun

Sérfræðingar segja vissulega ánægjulegt að tilfellum hafi fækkað en minna á að þau séu enn miklu fleiri en fyrir faraldurinn. Þá minna þeir sérfræðingar sem CNN ræðir við á að koma hefði átt í veg fyrir flest þessara dauðsfalla. 

Engin ein ástæða er talin liggja að baki fækkuninni en flestir vilja meina að hún tengist gríðarlega umfangsmiklu allsherjarátaki og vitundarvakningu sem heilbrigðisstarfsfólk og aðrir sem hafa látið sig málið varða hafa staðið að. Þar hefur, að sögn lækna, breytt nálgun skipt sköpum. Loks sé farið að líta á fíkn sem lýðheilsumál og skaðaminnkandi úrræði gerð aðgengilegri. Þá hafi aðgengi að lyfinu naloxone batnað en það er notað þegar þörf er á tafarlausri neyðarmeðferð vegna ofneyslu ópíóða.  

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár