Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hrafnhildur er dauðþreytt á rasistum: „Ég myndi aldrei leggjast jafn lágt og þið“

Hrafn­hild­ur Ming Þór­unn­ar­dótt­ir er orð­in þreytt á kyn­þátta­for­dóm­um sem hún hef­ur upp­lif­að síð­an hún var í leik­skóla. Frá því í sum­ar seg­ir hún hafa ver­ið gelt á sig á ótal stöð­um við ótal tæki­færi, hvort sem hún er á leið í skóla, í versl­un­um eða á leið heim í strætó. Hrafn­hild­ur kall­ar eft­ir því að sam­fé­lag­ið axli ábyrgð á því að út­rýma kyn­þátta­for­dóm­um, það sé ekki á henn­ar ábyrgð

Hrafnhildur er dauðþreytt á rasistum: „Ég myndi aldrei leggjast jafn lágt og þið“
Hrafnhildur hefur látið til sín taka í umræðunni um kynþáttafordóma svo eftir hafi verið tekið, og þegar hún var 18 ára hélt hún til að mynda erindi í Veröld – húsi Vigdísar um það hvernig það hefur verið fyrir hana að búa á Íslandi, hafandi annað útlit og annan bakgrunn en flestir Íslendingar. Mynd: Facebook

„Frá upphafi sumars og til dagsins í dag hefur verið gelt á mig á leið í skóla, í skóla, á leið heim úr skóla, í verslunum, fyrir utan verslanir, fyrir utan vinnu, á leið í strætó, í strætó og á leið heim úr strætó,“ segir Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir sem hefur upplifað mismunun vegna húðlitar síðan hún var í leikskóla og telur kynþáttafordóma vera alvarlegt vandamál. 

„Ég hef verið kölluð api þrisvar sinnum og komst að því að ”ching chong ching” vísunni, sem ég komst fyrst í kynni við á leikskólaaldri, hefur enn ekki verið útrýmt. Börn tala í síauknum mæli við mig af fyrra bragði á ensku, og hingað til hefur það sjaldnast verið vegna enskuvæðingarinnar,“ segir Hrafnhildur í pistli sem hún birtir á Facebook í dag og hefur vakið gríðarlega athygli.

Sorglegur hægindastóll fyrir fordóma

Hún var ættleidd frá Kína og hefur búið á Íslandi frá því hún var 14 mánaða gömul, en hún er 24 ára. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún látið til sín taka í umræðunni um kynþáttafordóma svo eftir hafi verið tekið, og þegar hún var 18 ára hélt hún til að mynda erindi í Veröld – húsi Vigdísar um það hvernig það hefur verið fyrir hana að búa á Íslandi, hafandi annað útlit og annan bakgrunn en flestir Íslendingar.

Pistillinn hefst á því að það hafi verið þann 2. nóvember 2003 sem hún hitti móður sína, Þórunni Sveinbjarnardóttur, í fyrsta skipti. 

„Ég var rúmlega eins árs gömul. Líkt og flest allt fólk hef ég engar minningar frá eins árs aldri en ég tel ólíklegt að ég hafi óskað eftir því að kynnast móður minni eða þá að flytja til Íslands. Í dag er ég samt nokkuð viss um að þetta sé það besta sem mögulega hefði getað orðið og ég vil líka halda því fram að ég hafi verið frábær viðbót fyrir hið íslenska samfélag þar sem ég er nú ein af fáum nemendum sem lærir íslensku við Háskóla Íslands í þeim tilgangi að halda uppi, eins og sumir vilja kalla það, deyjandi tungumáli og menningu. Mér finnst þess vegna afskaplega sorglegt hvernig svo virðist sem fordómar hafi fengið sérbyggðan hægindastól í íslensku samfélagi þar sem fólk telur í lagi að gelta, urra og kalla aðra apa,“ segir Hrafnhildur. 

„Ég vil þess vegna núna biðja ykkur sem lesið þennan pistil að deila því til fólks að þessi hegðun er hvorki flott, sniðug eða fyndin heldur kjánaleg, lúðaleg og heimskuleg“

Hún segist ekki hafa áhuga á að þurfa að finna upp svör til að fólk sem haldið er kynþáttafordómum líti í eigin barm eða til að þeir sem sýna fordóma sína með hegðun sinni átti sig. 

Biður bara um mannréttindi

„Ég vil þess vegna núna biðja ykkur sem lesið þennan pistil að deila því til fólks að þessi hegðun er hvorki flott, sniðug eða fyndin  heldur kjánaleg, lúðaleg og heimskuleg. Ábyrgðin á útrýmingu kynþáttafordóma ætti ekki að vera á mér eða öðrum lituðum heldur á samfélaginu. Mér finnst ég ekki biðja um mikið þegar ég óska eftir því að fólk tali á íslensku á Íslandi, að mér sé leyft að ganga um sömu götur og aðrir í friði og að fólk sem hafi þessa rosalegu þörf á að láta mig vita hve mikla fordóma það hefur gegn magni melatóníns í húðinni minni viðurkenni bara að það sé raistar í staðinn fyrir að vera að gelta honum út,“ segir Hrafnhildur. 

Þá telur hún sig í raun hafa skrifað einmitt þennan sama pistil áður, og hafi ekki áhuga á að þurfa þess enn og aftur. 

„Mér finnst ósanngjarnt að ég þurfi að standa í því að biðja fólk að skilja að fólk sé fólk. Mér finnst þreytandi að ég þurfi að svara fyrir mig í hvert sinn sem ég lendi í fordómum og mér finnst þreytandi að fá ráðleggingar frá öðrum um hvað ég gæti mögulega sagt á móti vegna þess að ég á ekki að þurfa að segja neitt á móti,“ segir hún og bætir við: „Ég á ekki að þurfa að verja minn tilvistarrétt.“

Kjósa
56
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Sama hver þú ert og hvaðan þú kemur þá á aldrei að haga sér svona við annað fólk. ALDREI!
    0
  • GDE
    Guðrún Dagný Einarsdóttir skrifaði
    „Ég á ekki að þurfa að verja minn tilvistarrétt.“

    Hún hefur rétt fyrir sér. Hún á alls ekki að þurfa að verja sinn tilvistarrétt, hann er óumdeildur.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár