Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Hrafnhildur er dauðþreytt á rasistum: „Ég myndi aldrei leggjast jafn lágt og þið“

Hrafn­hild­ur Ming Þór­unn­ar­dótt­ir er orð­in þreytt á kyn­þátta­for­dóm­um sem hún hef­ur upp­lif­að síð­an hún var í leik­skóla. Frá því í sum­ar seg­ir hún hafa ver­ið gelt á sig á ótal stöð­um við ótal tæki­færi, hvort sem hún er á leið í skóla, í versl­un­um eða á leið heim í strætó. Hrafn­hild­ur kall­ar eft­ir því að sam­fé­lag­ið axli ábyrgð á því að út­rýma kyn­þátta­for­dóm­um, það sé ekki á henn­ar ábyrgð

Hrafnhildur er dauðþreytt á rasistum: „Ég myndi aldrei leggjast jafn lágt og þið“
Hrafnhildur hefur látið til sín taka í umræðunni um kynþáttafordóma svo eftir hafi verið tekið, og þegar hún var 18 ára hélt hún til að mynda erindi í Veröld – húsi Vigdísar um það hvernig það hefur verið fyrir hana að búa á Íslandi, hafandi annað útlit og annan bakgrunn en flestir Íslendingar. Mynd: Facebook

„Frá upphafi sumars og til dagsins í dag hefur verið gelt á mig á leið í skóla, í skóla, á leið heim úr skóla, í verslunum, fyrir utan verslanir, fyrir utan vinnu, á leið í strætó, í strætó og á leið heim úr strætó,“ segir Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir sem hefur upplifað mismunun vegna húðlitar síðan hún var í leikskóla og telur kynþáttafordóma vera alvarlegt vandamál. 

„Ég hef verið kölluð api þrisvar sinnum og komst að því að ”ching chong ching” vísunni, sem ég komst fyrst í kynni við á leikskólaaldri, hefur enn ekki verið útrýmt. Börn tala í síauknum mæli við mig af fyrra bragði á ensku, og hingað til hefur það sjaldnast verið vegna enskuvæðingarinnar,“ segir Hrafnhildur í pistli sem hún birtir á Facebook í dag og hefur vakið gríðarlega athygli.

Sorglegur hægindastóll fyrir fordóma

Hún var ættleidd frá Kína og hefur búið á Íslandi frá því hún var 14 mánaða gömul, en hún er 24 ára. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún látið til sín taka í umræðunni um kynþáttafordóma svo eftir hafi verið tekið, og þegar hún var 18 ára hélt hún til að mynda erindi í Veröld – húsi Vigdísar um það hvernig það hefur verið fyrir hana að búa á Íslandi, hafandi annað útlit og annan bakgrunn en flestir Íslendingar.

Pistillinn hefst á því að það hafi verið þann 2. nóvember 2003 sem hún hitti móður sína, Þórunni Sveinbjarnardóttur, í fyrsta skipti. 

„Ég var rúmlega eins árs gömul. Líkt og flest allt fólk hef ég engar minningar frá eins árs aldri en ég tel ólíklegt að ég hafi óskað eftir því að kynnast móður minni eða þá að flytja til Íslands. Í dag er ég samt nokkuð viss um að þetta sé það besta sem mögulega hefði getað orðið og ég vil líka halda því fram að ég hafi verið frábær viðbót fyrir hið íslenska samfélag þar sem ég er nú ein af fáum nemendum sem lærir íslensku við Háskóla Íslands í þeim tilgangi að halda uppi, eins og sumir vilja kalla það, deyjandi tungumáli og menningu. Mér finnst þess vegna afskaplega sorglegt hvernig svo virðist sem fordómar hafi fengið sérbyggðan hægindastól í íslensku samfélagi þar sem fólk telur í lagi að gelta, urra og kalla aðra apa,“ segir Hrafnhildur. 

„Ég vil þess vegna núna biðja ykkur sem lesið þennan pistil að deila því til fólks að þessi hegðun er hvorki flott, sniðug eða fyndin heldur kjánaleg, lúðaleg og heimskuleg“

Hún segist ekki hafa áhuga á að þurfa að finna upp svör til að fólk sem haldið er kynþáttafordómum líti í eigin barm eða til að þeir sem sýna fordóma sína með hegðun sinni átti sig. 

Biður bara um mannréttindi

„Ég vil þess vegna núna biðja ykkur sem lesið þennan pistil að deila því til fólks að þessi hegðun er hvorki flott, sniðug eða fyndin  heldur kjánaleg, lúðaleg og heimskuleg. Ábyrgðin á útrýmingu kynþáttafordóma ætti ekki að vera á mér eða öðrum lituðum heldur á samfélaginu. Mér finnst ég ekki biðja um mikið þegar ég óska eftir því að fólk tali á íslensku á Íslandi, að mér sé leyft að ganga um sömu götur og aðrir í friði og að fólk sem hafi þessa rosalegu þörf á að láta mig vita hve mikla fordóma það hefur gegn magni melatóníns í húðinni minni viðurkenni bara að það sé raistar í staðinn fyrir að vera að gelta honum út,“ segir Hrafnhildur. 

Þá telur hún sig í raun hafa skrifað einmitt þennan sama pistil áður, og hafi ekki áhuga á að þurfa þess enn og aftur. 

„Mér finnst ósanngjarnt að ég þurfi að standa í því að biðja fólk að skilja að fólk sé fólk. Mér finnst þreytandi að ég þurfi að svara fyrir mig í hvert sinn sem ég lendi í fordómum og mér finnst þreytandi að fá ráðleggingar frá öðrum um hvað ég gæti mögulega sagt á móti vegna þess að ég á ekki að þurfa að segja neitt á móti,“ segir hún og bætir við: „Ég á ekki að þurfa að verja minn tilvistarrétt.“

Kjósa
56
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Sama hver þú ert og hvaðan þú kemur þá á aldrei að haga sér svona við annað fólk. ALDREI!
    0
  • GDE
    Guðrún Dagný Einarsdóttir skrifaði
    „Ég á ekki að þurfa að verja minn tilvistarrétt.“

    Hún hefur rétt fyrir sér. Hún á alls ekki að þurfa að verja sinn tilvistarrétt, hann er óumdeildur.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár