Á Laxárdalsheiðinni þar sem Qair Iceland áformar að reisa 29 vindmyllur, hverja um 200 metra á hæð, er ríkulegt fuglalíf. Vindorkuverið yrði innan Dalabyggðar en áhrifanna, meðal annars hinna sjónrænu, myndi gæta mun víðar. Þessi virkjanahugmynd hefur verði kennd við Sólheima, jörðina sem hið fyrirhugaða framkvæmdasvæði tilheyrir. Þá jörð keypti félag í eigu Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherraoog fjölskyldu hans árið 2015. Aðeins tvö vindorkuver hafa verið færð inn á aðalskipulag sveitarfélaga á Íslandi og er Sólheimaverið annað þeirra.
Frá því að hugmyndin um að reisa hin miklu mannvirki á Laxárdalsheiðinni komu fram hafa þeir sem þekkja til bent á að svæðið, sem er alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði, er í flugleið hafarna. Haförn er sem kunnugt er á válista yfir tegundir í hættu og margir hafa lagt mikið á sig til að vernda þessa stærstu ránfugla sem finnast hér á landi. Vegna þessa lögðu Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun ríka áherslu á …
En hvergi má virkja hvorki vind né vatnsorku og gufuafls virkjanir þótt heilu bæjarfélögin og grunn atvinnuvegir þurfi að brenna jarðefni til raforkuframleiðslu hvort tveggja til húshitunar og/eða fyrirtækja til vinnslu sinna afurða. Að ekki sé talað um rafvæðingu bíla, skipa og flugvéla sem öll brenna jarðefnaeldsneyti og menga þess vegna alla jörðina.
Náttúruvernd nær yfir svo miklu víðara svið en að hindra að byggð séu ný vatnsorkuver, gufuaflsvirkjanir og vindmillur, að ekki sé minnst á hlýnun Jarðar sem mannkynið allt stuðlar að beint eða óbeint. Verndun sjávarins sem við, íslensk þjóð, og allt líf á Jörðinni byggir á. Er ekki kominn tími til að Náttúrufræðistofnun bendi á raunhæfar lausnir á þessum málum.
Finnbjörn Gíslason.