Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Einn haförn á ári yrði spöðunum að bráð

Qa­ir Ice­land byggði nið­ur­stöð­ur á áflugs­hættu hafarna á vind­myll­ur áform­aðs orku­vers að­eins á hluta þeirra gagna sem fyr­ir­tæk­ið hafði að­gang að. Það leiddi til van­mats á hætt­unni að mati Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar sem seg­ir að finna ætti vindorku­ver­inu aðra stað­setn­ingu en fuglap­ara­dís­ina á Laxár­dals­heiði.

Einn haförn á ári yrði spöðunum að bráð
Ránfugl á válista Um 90 arnarpör eru í landinu en frjósemi þeirra er lítil og því stækkar stofninn hægt. Hann er þó á bátavegi eftir að hafa verið nánast horfinn skömmu eftir aldamótin 1900. Mynd: Golli

Á Laxárdalsheiðinni þar sem Qair Iceland áformar að reisa 29 vindmyllur, hverja um 200 metra á hæð, er ríkulegt fuglalíf. Vindorkuverið yrði innan Dalabyggðar en áhrifanna, meðal annars hinna sjónrænu, myndi gæta mun víðar. Þessi virkjanahugmynd hefur verði kennd við Sólheima, jörðina sem hið fyrirhugaða framkvæmdasvæði tilheyrir. Þá jörð keypti félag í eigu Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherraoog fjölskyldu hans árið 2015. Aðeins tvö vindorkuver hafa verið færð inn á aðalskipulag sveitarfélaga á Íslandi og er Sólheimaverið annað þeirra.

Frá því að hugmyndin um að reisa hin miklu mannvirki á Laxárdalsheiðinni komu fram hafa þeir sem þekkja til bent á að svæðið, sem er alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði, er í flugleið hafarna. Haförn er sem kunnugt er á válista yfir tegundir í hættu og margir hafa lagt mikið á sig til að vernda þessa stærstu ránfugla sem finnast hér á landi. Vegna þessa lögðu Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun ríka áherslu á …

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • FG
    Finnbjörn Gíslason skrifaði
    Mér finnst Náttúrufræðistofnun fara offari gagnvart hvers konar virkjunum sem koma til tals í þjóðfélaginu og bera við ýmsum ástæðum s.s. fuglavernd, dýravernd almennt, sjónmengun, óspillt landsvæði og svo mætti áfram telja. Á sama tíma er talað um núverandi og viðvarandi raforkuskort um allt land.

    En hvergi má virkja hvorki vind né vatnsorku og gufuafls virkjanir þótt heilu bæjarfélögin og grunn atvinnuvegir þurfi að brenna jarðefni til raforkuframleiðslu hvort tveggja til húshitunar og/eða fyrirtækja til vinnslu sinna afurða. Að ekki sé talað um rafvæðingu bíla, skipa og flugvéla sem öll brenna jarðefnaeldsneyti og menga þess vegna alla jörðina.

    Náttúruvernd nær yfir svo miklu víðara svið en að hindra að byggð séu ný vatnsorkuver, gufuaflsvirkjanir og vindmillur, að ekki sé minnst á hlýnun Jarðar sem mannkynið allt stuðlar að beint eða óbeint. Verndun sjávarins sem við, íslensk þjóð, og allt líf á Jörðinni byggir á. Er ekki kominn tími til að Náttúrufræðistofnun bendi á raunhæfar lausnir á þessum málum.
    Finnbjörn Gíslason.
    -5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár