Einn haförn á ári yrði spöðunum að bráð

Qa­ir Ice­land byggði nið­ur­stöð­ur á áflugs­hættu hafarna á vind­myll­ur áform­aðs orku­vers að­eins á hluta þeirra gagna sem fyr­ir­tæk­ið hafði að­gang að. Það leiddi til van­mats á hætt­unni að mati Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar sem seg­ir að finna ætti vindorku­ver­inu aðra stað­setn­ingu en fuglap­ara­dís­ina á Laxár­dals­heiði.

Einn haförn á ári yrði spöðunum að bráð
Ránfugl á válista Um 90 arnarpör eru í landinu en frjósemi þeirra er lítil og því stækkar stofninn hægt. Hann er þó á bátavegi eftir að hafa verið nánast horfinn skömmu eftir aldamótin 1900. Mynd: Golli

Á Laxárdalsheiðinni þar sem Qair Iceland áformar að reisa 29 vindmyllur, hverja um 200 metra á hæð, er ríkulegt fuglalíf. Vindorkuverið yrði innan Dalabyggðar en áhrifanna, meðal annars hinna sjónrænu, myndi gæta mun víðar. Þessi virkjanahugmynd hefur verði kennd við Sólheima, jörðina sem hið fyrirhugaða framkvæmdasvæði tilheyrir. Þá jörð keypti félag í eigu Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherraoog fjölskyldu hans árið 2015. Aðeins tvö vindorkuver hafa verið færð inn á aðalskipulag sveitarfélaga á Íslandi og er Sólheimaverið annað þeirra.

Frá því að hugmyndin um að reisa hin miklu mannvirki á Laxárdalsheiðinni komu fram hafa þeir sem þekkja til bent á að svæðið, sem er alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði, er í flugleið hafarna. Haförn er sem kunnugt er á válista yfir tegundir í hættu og margir hafa lagt mikið á sig til að vernda þessa stærstu ránfugla sem finnast hér á landi. Vegna þessa lögðu Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun ríka áherslu á …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • FG
    Finnbjörn Gíslason skrifaði
    Mér finnst Náttúrufræðistofnun fara offari gagnvart hvers konar virkjunum sem koma til tals í þjóðfélaginu og bera við ýmsum ástæðum s.s. fuglavernd, dýravernd almennt, sjónmengun, óspillt landsvæði og svo mætti áfram telja. Á sama tíma er talað um núverandi og viðvarandi raforkuskort um allt land.

    En hvergi má virkja hvorki vind né vatnsorku og gufuafls virkjanir þótt heilu bæjarfélögin og grunn atvinnuvegir þurfi að brenna jarðefni til raforkuframleiðslu hvort tveggja til húshitunar og/eða fyrirtækja til vinnslu sinna afurða. Að ekki sé talað um rafvæðingu bíla, skipa og flugvéla sem öll brenna jarðefnaeldsneyti og menga þess vegna alla jörðina.

    Náttúruvernd nær yfir svo miklu víðara svið en að hindra að byggð séu ný vatnsorkuver, gufuaflsvirkjanir og vindmillur, að ekki sé minnst á hlýnun Jarðar sem mannkynið allt stuðlar að beint eða óbeint. Verndun sjávarins sem við, íslensk þjóð, og allt líf á Jörðinni byggir á. Er ekki kominn tími til að Náttúrufræðistofnun bendi á raunhæfar lausnir á þessum málum.
    Finnbjörn Gíslason.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Niðurskurðarstefnan komi aga á verkafólk en styrki hina ríku
1
Þekking

Nið­ur­skurð­ar­stefn­an komi aga á verka­fólk en styrki hina ríku

Ít­alski hag­fræði­pró­fess­or­inn Cl­ara E. Mattei hef­ur rann­sak­að sögu kapí­tal­ism­ans og hvernig helstu kenn­inga­smið­ir hag­fræð­inn­ar hafa um langt skeið stað­ið vörð um kapí­tal­ismann á kostn­að verka­fólks. Í bók sem Cl­ara gaf út fyr­ir tveim­ur ár­um rann­sak­ar hún upp­runa eins áhrifa­mesta hag­stjórn­ar­tæk­is kapí­tal­ism­ans, nið­ur­skurð­ar­stefn­una. Cl­ara sett­ist nið­ur með blaða­manni Heim­ild­ar­inn­ar og ræddi kenn­ing­ar sín­ar um nið­ur­skurð­ar­stefn­una og hlut­verk hag­fræð­inn­ar í heimi sem breyt­ist hratt.
Kjósendur vilji ekki hermikráku
8
FréttirBaráttan um íhaldsfylgið

Kjós­end­ur vilji ekki hermikráku

Gunn­hild­ur Lily Magnús­dótt­ir, dós­ent í stjórn­mála­fræði við Há­skól­ann í Mal­mö, seg­ir að alls stað­ar í Evr­ópu hafi hóf­sam­ir hægri­flokk­ar að ein­hverju leyti tek­ið upp harða flótta­manna­stefnu flokka sem séu yst á hægri væng stjórn­mál­anna. Marg­ir kjós­end­ur gömlu hægri flokk­anna vilji þó ekki eft­ir­herm­ur og kjósi því flokka sem hafi fyrst tal­að fyr­ir harð­ari flótta­manna­stefnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
4
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
6
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.
Illugi Jökulsson
9
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
5
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
7
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár