Það þekkja flestir tilfinninguna sem fylgir því að geta ekki hætt að hugsa um eitthvað óþægilegt eða kvíðavaldandi. Síendurteknar hugsanir sem halda jafnvel fyrir manni vöku eða skemma heilu dagana. Það að ofhugsa getur verið einkenni ýmissa andlegra vandamála, svo sem þunglyndis, kvíðaröskunar eða þráhyggju- og árátturöskunar. En ofhugsanir geta einnig hrjáð fólk sem glímir ekki við nein andleg vandamál.
Þegar fólk ofhugsar hefur það ítrekaðar og óþarfar áhyggjur. Þetta veldur vanlíðan en oft er ekki er auðséð hvernig hægt er að vinna bug á slíkum hugsunum og hugsanamynstrum. Heimildin hafði samband við tvo sálfræðinga og spurði þá hvernig hægt væri að hætta að ofhugsa.
Hjálplegt ef raunveruleg vandamál eru annars vegar
Kristján Helgi Hjartarson, sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni, segir að það sé mikilvægt að átta sig á því að kvíði sé í grunninn eðlileg, mannleg tilfinning. „Hvort sem við köllum það streitu, áhyggjur eða kvíða. Þetta er ein af þessum …
Athugasemdir