Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

„Ekki hægt að fara að sofa í gær af því maður vissi ekki hvort að Yazan var öruggur“

Heim­ild­in ræddi við mót­mæl­end­ur sem stóðu fyr­ir ut­an rík­is­stjórn­ar­fund í morg­un og mót­mæltu brott­vís­un hins ell­efu ára gamla Yaz­ans Tamimi. „Við er­um öll ógeðs­lega sár og reið í hjört­un­um okk­ar. Þetta er svo ómann­eskju­legt og ógeðs­legt að manni hryll­ir við,“ seg­ir einn mót­mæl­andi.

Mótmæli Talsverður fjöldi söng og kallaði á Hverfisgötunni í dag.

Fjöldi fólks var saman kominn á Hverfisgötu í morgun til að mótmæla yfirvofandi brottvísun Yazans Tamimi, ellefu ára gamals palestínsks drengs með Duchenne. Mótmælin voru fyrir utan skrifstofur forsætisráðuneytisins þar sem ríkisstjórnin fundaði um málið. 

Til stóð að Yazan yrði fluttur frá Íslandi til Spánar í gærmorgun en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra frestaði brottvísuninni að beiðni ráðherra Vinstri grænna sem vildu taka frekari umræðu um málið.  Mótmælin hófust upp úr klukkan 8 í morgun, á sama tíma og fundur ríkisstjórnarinnar, og stóðu í fleiri klukkutíma þrátt fyrir nokkuð napurt veður. 

Heimildin / Davíð Þór

„Við erum öll ógeðslega sár og reið í hjörtunum okkar. Þetta er svo ómanneskjulegt og ógeðslegt að manni hryllir við,“ segir Erla Sverrisdóttir, einn mótmælenda við Heimildina.

Henni finnst mál Yazans setja „viðurstyggilegt fordæmi“ og segir að brottvísun hans megi ekki gerast. Spurð hvað henni finnist að ríkisstjórnin ætti gera segir hún að ráðherrar ættu að stíga fram og „sýna kærleika í verki.“

Heimildin / Davíð Þór

Karl Benediktsson segist vera að mótmæla „þessum fáránlega gjörningi að taka þennan dreng úr landi í gærkvöldi.“ Hann vonar að það verði ekki.

Hvað finnst þér að ætti að gera?

„Að sjálfsögðu að veita þessari fjölskyldu hæli hér,“ segir hann. „Eins og fjölda annarra sem þurfa á því að halda. Það er ekki einleikið hvernig lögum hefur verið breytt til þess að gera kleift svona gjörning eins og var framinn í gærkvöldi.“ 

Hann segir þetta vera afleiðing stefnu ríkisstjórnarinnar sem honum finnst hafa verið við völd of lengi. Ekki sé nóg að gert í málefnum flóttamanna. „Mér finnst það með ólíkindum hvernig er tekið á móti þessu fólki,“ segir Karl.

Heimildin / Davíð Þór

Vala Sigþrúðar Jónsdóttir segir brottvísun Yazans ólíðandi. „Ég trúi því ekki að við stöndum hér ennþá að mótmæla. Það er ófyrirgefanlegt ef ríkisstjórnin vísar Yazan úr landi.“ Hún nefnir að búið sé verið að mótmæla brottvísun drengsins síðan í sumar, hún trúir ekki að það þurfi að halda því áfram.

„Maður er síðan í gærmorgun ekki einu sinni búinn að hugsa heila hugsun. Það var ekki hægt að fara að sofa í gær því maður vissi ekki hvort að Yazan var öruggur.“

Vala segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki vera nægar ennþá. „Ég ætla að trúa því að það komi í ljós að þau hafi tekið rétta ákvörðun eftir stutta stund.“

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu