Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

„Ekki hægt að fara að sofa í gær af því maður vissi ekki hvort að Yazan var öruggur“

Heim­ild­in ræddi við mót­mæl­end­ur sem stóðu fyr­ir ut­an rík­is­stjórn­ar­fund í morg­un og mót­mæltu brott­vís­un hins ell­efu ára gamla Yaz­ans Tamimi. „Við er­um öll ógeðs­lega sár og reið í hjört­un­um okk­ar. Þetta er svo ómann­eskju­legt og ógeðs­legt að manni hryll­ir við,“ seg­ir einn mót­mæl­andi.

Mótmæli Talsverður fjöldi söng og kallaði á Hverfisgötunni í dag.

Fjöldi fólks var saman kominn á Hverfisgötu í morgun til að mótmæla yfirvofandi brottvísun Yazans Tamimi, ellefu ára gamals palestínsks drengs með Duchenne. Mótmælin voru fyrir utan skrifstofur forsætisráðuneytisins þar sem ríkisstjórnin fundaði um málið. 

Til stóð að Yazan yrði fluttur frá Íslandi til Spánar í gærmorgun en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra frestaði brottvísuninni að beiðni ráðherra Vinstri grænna sem vildu taka frekari umræðu um málið.  Mótmælin hófust upp úr klukkan 8 í morgun, á sama tíma og fundur ríkisstjórnarinnar, og stóðu í fleiri klukkutíma þrátt fyrir nokkuð napurt veður. 

Heimildin / Davíð Þór

„Við erum öll ógeðslega sár og reið í hjörtunum okkar. Þetta er svo ómanneskjulegt og ógeðslegt að manni hryllir við,“ segir Erla Sverrisdóttir, einn mótmælenda við Heimildina.

Henni finnst mál Yazans setja „viðurstyggilegt fordæmi“ og segir að brottvísun hans megi ekki gerast. Spurð hvað henni finnist að ríkisstjórnin ætti gera segir hún að ráðherrar ættu að stíga fram og „sýna kærleika í verki.“

Heimildin / Davíð Þór

Karl Benediktsson segist vera að mótmæla „þessum fáránlega gjörningi að taka þennan dreng úr landi í gærkvöldi.“ Hann vonar að það verði ekki.

Hvað finnst þér að ætti að gera?

„Að sjálfsögðu að veita þessari fjölskyldu hæli hér,“ segir hann. „Eins og fjölda annarra sem þurfa á því að halda. Það er ekki einleikið hvernig lögum hefur verið breytt til þess að gera kleift svona gjörning eins og var framinn í gærkvöldi.“ 

Hann segir þetta vera afleiðing stefnu ríkisstjórnarinnar sem honum finnst hafa verið við völd of lengi. Ekki sé nóg að gert í málefnum flóttamanna. „Mér finnst það með ólíkindum hvernig er tekið á móti þessu fólki,“ segir Karl.

Heimildin / Davíð Þór

Vala Sigþrúðar Jónsdóttir segir brottvísun Yazans ólíðandi. „Ég trúi því ekki að við stöndum hér ennþá að mótmæla. Það er ófyrirgefanlegt ef ríkisstjórnin vísar Yazan úr landi.“ Hún nefnir að búið sé verið að mótmæla brottvísun drengsins síðan í sumar, hún trúir ekki að það þurfi að halda því áfram.

„Maður er síðan í gærmorgun ekki einu sinni búinn að hugsa heila hugsun. Það var ekki hægt að fara að sofa í gær því maður vissi ekki hvort að Yazan var öruggur.“

Vala segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki vera nægar ennþá. „Ég ætla að trúa því að það komi í ljós að þau hafi tekið rétta ákvörðun eftir stutta stund.“

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
6
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár