Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

„Nýtt ömurleikamet í hvernig er verið að hola mannréttindi á Íslandi að innan“

Katrín Odds­dótt­ir lög­fræð­ing­ur seg­ir hundrað lög­fræði­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því að senda Yaz­an Tamimi, 11 ára fatl­að­an dreng frá Palestínu, ekki úr landi. Ís­landi beri eng­in skylda til að senda hann til Spán­ar á grund­velli Dyflin­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar.

Það er verið að færa rána í mennsku og mannúð og mannréttindum allhressilega niður á eitthvað stig sem ég vil varla ræða – í blóðugri atkvæðaleit - eins og einn maður sem ég talaði við orðaði það. Það er fullt af fólki í þessari ríkisstjórn sem getur stoppað þetta. Þau verða að gera það. Þetta er algjörlega ólíðandi og fjölþætt, alvarlegt lögbrot gegn þessu barni.“

Þetta segir Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. Hún og Tótla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, voru af tilviljun báðar staddar á Keflavíkurflugvelli á leið til útlanda á sama tíma og vísa átti hinum ellefu ára Yazan Tamimi úr landi í morgun. Þær tóku þar upp myndband og birtu á Facebook þar sem þær komu sinni sýn á yfirvofandi brottvísunina á framfæri.

„Ef við lendum í Evrópu og komumst að því að þetta hefur verið málið - Yazan var bara skóflað hérna út úr þessu landi þrátt fyrir að það sé ólöglegt. Þá er þetta einhvers konar nýtt ömurleikamet í því hvernig er verið að hola mannréttindi á Íslandi að innan.“ 

Búið er að flytja Yazan frá Keflavíkurflugvelli aftur til Reykjavíkur, en hann hafði verið sóttur í Rjóðrið, hjúkrunar- og endurhæfingarmiðstöð Landspítalans, seint í gærkvöldi. Fréttastofa Vísis hefur eftir Marín Þórsdóttur, verkefnisstjóra hjá heimferða- og fylgdadeild ríkislögreglustjóra að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi skipað að hætt yrði við brottvísunina. 

Að sögn fréttastofu RÚV kom beiðni innan úr ríkisstjórninni um að eiga samtal um mál Yazans áður en hann yrði fluttur úr landi. Dómsmálaráðherra hafi orðið við því.

Engin skylda að senda Yazan til Spánar

Katrín segir hundrað lögfræðilegar ástæður fyrir því að vísa Yazani ekki úr landi. „Íslandi ber engin skylda til að senda hann til Spánar. Það er heimild en ekki skylda,“ segir hún.

Til dæmis sé ekki búið að ljúka málsmeðferð hans á Íslandi. „Vegna þess að málið hans klúðraðist á fyrstu stigum, þar sem að einhver talsmaður kom ekki sjúkragögnunum hans á framfæri. Þannig að málið var aldrei rétt afgreitt.“

Þá segir hún að barnavernd hafi neitað að taka mál hans til skoðunar þrátt fyrir að foreldrar drengsins, réttindagæsla fatlaðs fólks og læknar hafi farið fram á það. „Þannig að það kerfi hefur alfarið brugðist. Það er fullt af fólki sem vinnur við það á þessu landi að sjá til þess að lögum sé framfylgt. Og það er ekki verið að gera það og það vita það allir.“

Katrín bendir á að rammi Dyflinarreglugerðarinnar til að senda Yazan úr landi renni út 21. september. „Þá hefði ekki lengur mátt senda hann til Spánar.“ Hún gagnrýnir það einnig að Yazan hafi verið fjarlægður af sjúkrahúsi. „Það er enginn á sjúkrahúsi af gamni sínu. Fólk fer á sjúkrahús því það þarf þess.“

Hægt að stoppa þetta

Katrín rifjar þá upp þegar hún vann við mál flóttamanns í dómsmálaráðherratíð Ögmundar Jónassonar. Búið hefði verið að frelsissvipta manninn og flytja upp á Keflavíkurflugvöll þegar Ögmundur hringdi í Katrínu um miðja nótt.

„Og spurði hvort eitthvað sem ég hefði sagt í fjölmiðlum um að málinu hefði verið klúðrað á fyrri stigum væri rétt. Og ég sagði „já, það er rétt“ og þá stoppaði hann þetta. Það er ennþá hægt að stoppa þetta og það geta allir lagst á eitt á Íslandi og reynt að koma þessu þannig fyrir að við horfum ekki upp  á þetta mannréttindabrot í slow-motion eiga sér stað.“

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár