Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Trump „virðist hafa verið sýnt banatilræði“

Banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an greindi frá því í kvöld að svo virt­ist sem reynt hefði ver­ið að ráða Don­ald Trump, for­setafram­bjóð­anda af dög­um á golf­velli í Palm Beach í Flórida. Hann sak­aði ekki. Mað­ur hef­ur ver­ið hand­tek­inn grun­að­ur um að hafa skot­ið af riffli á golf­vell­in­um.

Trump „virðist hafa verið sýnt banatilræði“
Ekkert mun stöðva mig Donald Trump, forsetaframbjóðandi sendi stuðningsfólki sínu yfirlýsingu í kvöld þar sem hann sagðist vera heill á húfi og að ekkert gæti stöðvað hann. Talið er að reynt hafi verið að ráða honum bana á golfvelli í Flórída í dag.

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) sendi frá sér tilkynningu í kvöld þar sem greint er frá því að rannsókn standi yfir á atviki á golfvelli Trumps í Palm Beach í Flórída. Þar var Trump, fyrrverandi forseti, núverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í golfi og var samkvæmt fjölmiðlum vestra á milli fimmtu og sjöttu holu þegar skothvellir heyrðust. Honum var komið í skjól og sakaði ekki.

„Ég mun aldrei gefast upp“

Í tilkynningu alríkislögreglunnar segir að Trump „virðist hafa verið sýnt banatilræði.“ Sjálfur sendi Trump frá sér yfirlýsingu áður en lögreglan hafði greint frá því að líklega hefði verið reynt að ráða hann af dögum á golfvellinum. Þar segist Trump vera heill á húfi. Það voru skothvellir í nágrenninu en áður en sögusagnir sem eiga ekki við rök að styðjast fara af stað vildi ég að þið heyrðuð þetta frá mér; Ég er öruggur og líður vel. Ekkert mun stöðva mig. Ég mun aldrei gefast upp. Ég mun alltaf elska þau sem styðja mig.

Maður í haldi lögreglu 

Maður á sextugsaldri var handtekinn í kvöld, grunaður um að hafa skotið af rifflinum. Segja fjölmiðlar í Bandaríkjunum að hann hafi verið í um 300 metra fjarlægð frá Trump þegar hann skaut. Þá segir FBI að riffillinn hafi verið með sjónauka en auk þess hafi fundist bakpoki sem talinn er í eigu mannsins sem skaut og að í honum hafi verið GoPro myndavél og talið að hann hafi ætlað að taka verknaðinn upp á myndband. 

Lögregla lokaði stóru svæði í kringum golfvöllinnLögregla hafði mikinn viðbúnað eftir að skotið var af riffli á golfvellinum þar sem Trump var í golfi.

CNN segir frá því í kvöld að leyniþjónusta Bandaríkjanna hafi áður lýst yfir áhyggjum af öryggismálum á golfvöllum og hefur völlur Trump sérstaklega verið nefndur í því samhengi. Segir leyniþjónustan að afar erfitt sé að tryggja öryggi ráðafólks á slíkum völlum. 

Ef staðfest verður að um banatilræði við Trump hafi verið að ræða er það í annað sinn á á stuttum tíma sem reynt er að ráða honum bana því að fyrir tveimur mánuðum særðist Trump á eyra eftir að skotið var á hann á kosningafundi í Pensylvaníu.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár