Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Trump „virðist hafa verið sýnt banatilræði“

Banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an greindi frá því í kvöld að svo virt­ist sem reynt hefði ver­ið að ráða Don­ald Trump, for­setafram­bjóð­anda af dög­um á golf­velli í Palm Beach í Flórida. Hann sak­aði ekki. Mað­ur hef­ur ver­ið hand­tek­inn grun­að­ur um að hafa skot­ið af riffli á golf­vell­in­um.

Trump „virðist hafa verið sýnt banatilræði“
Ekkert mun stöðva mig Donald Trump, forsetaframbjóðandi sendi stuðningsfólki sínu yfirlýsingu í kvöld þar sem hann sagðist vera heill á húfi og að ekkert gæti stöðvað hann. Talið er að reynt hafi verið að ráða honum bana á golfvelli í Flórída í dag.

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) sendi frá sér tilkynningu í kvöld þar sem greint er frá því að rannsókn standi yfir á atviki á golfvelli Trumps í Palm Beach í Flórída. Þar var Trump, fyrrverandi forseti, núverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í golfi og var samkvæmt fjölmiðlum vestra á milli fimmtu og sjöttu holu þegar skothvellir heyrðust. Honum var komið í skjól og sakaði ekki.

„Ég mun aldrei gefast upp“

Í tilkynningu alríkislögreglunnar segir að Trump „virðist hafa verið sýnt banatilræði.“ Sjálfur sendi Trump frá sér yfirlýsingu áður en lögreglan hafði greint frá því að líklega hefði verið reynt að ráða hann af dögum á golfvellinum. Þar segist Trump vera heill á húfi. Það voru skothvellir í nágrenninu en áður en sögusagnir sem eiga ekki við rök að styðjast fara af stað vildi ég að þið heyrðuð þetta frá mér; Ég er öruggur og líður vel. Ekkert mun stöðva mig. Ég mun aldrei gefast upp. Ég mun alltaf elska þau sem styðja mig.

Maður í haldi lögreglu 

Maður á sextugsaldri var handtekinn í kvöld, grunaður um að hafa skotið af rifflinum. Segja fjölmiðlar í Bandaríkjunum að hann hafi verið í um 300 metra fjarlægð frá Trump þegar hann skaut. Þá segir FBI að riffillinn hafi verið með sjónauka en auk þess hafi fundist bakpoki sem talinn er í eigu mannsins sem skaut og að í honum hafi verið GoPro myndavél og talið að hann hafi ætlað að taka verknaðinn upp á myndband. 

Lögregla lokaði stóru svæði í kringum golfvöllinnLögregla hafði mikinn viðbúnað eftir að skotið var af riffli á golfvellinum þar sem Trump var í golfi.

CNN segir frá því í kvöld að leyniþjónusta Bandaríkjanna hafi áður lýst yfir áhyggjum af öryggismálum á golfvöllum og hefur völlur Trump sérstaklega verið nefndur í því samhengi. Segir leyniþjónustan að afar erfitt sé að tryggja öryggi ráðafólks á slíkum völlum. 

Ef staðfest verður að um banatilræði við Trump hafi verið að ræða er það í annað sinn á á stuttum tíma sem reynt er að ráða honum bana því að fyrir tveimur mánuðum særðist Trump á eyra eftir að skotið var á hann á kosningafundi í Pensylvaníu.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
5
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár