Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Trump „virðist hafa verið sýnt banatilræði“

Banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an greindi frá því í kvöld að svo virt­ist sem reynt hefði ver­ið að ráða Don­ald Trump, for­setafram­bjóð­anda af dög­um á golf­velli í Palm Beach í Flórida. Hann sak­aði ekki. Mað­ur hef­ur ver­ið hand­tek­inn grun­að­ur um að hafa skot­ið af riffli á golf­vell­in­um.

Trump „virðist hafa verið sýnt banatilræði“
Ekkert mun stöðva mig Donald Trump, forsetaframbjóðandi sendi stuðningsfólki sínu yfirlýsingu í kvöld þar sem hann sagðist vera heill á húfi og að ekkert gæti stöðvað hann. Talið er að reynt hafi verið að ráða honum bana á golfvelli í Flórída í dag.

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) sendi frá sér tilkynningu í kvöld þar sem greint er frá því að rannsókn standi yfir á atviki á golfvelli Trumps í Palm Beach í Flórída. Þar var Trump, fyrrverandi forseti, núverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í golfi og var samkvæmt fjölmiðlum vestra á milli fimmtu og sjöttu holu þegar skothvellir heyrðust. Honum var komið í skjól og sakaði ekki.

„Ég mun aldrei gefast upp“

Í tilkynningu alríkislögreglunnar segir að Trump „virðist hafa verið sýnt banatilræði.“ Sjálfur sendi Trump frá sér yfirlýsingu áður en lögreglan hafði greint frá því að líklega hefði verið reynt að ráða hann af dögum á golfvellinum. Þar segist Trump vera heill á húfi. Það voru skothvellir í nágrenninu en áður en sögusagnir sem eiga ekki við rök að styðjast fara af stað vildi ég að þið heyrðuð þetta frá mér; Ég er öruggur og líður vel. Ekkert mun stöðva mig. Ég mun aldrei gefast upp. Ég mun alltaf elska þau sem styðja mig.

Maður í haldi lögreglu 

Maður á sextugsaldri var handtekinn í kvöld, grunaður um að hafa skotið af rifflinum. Segja fjölmiðlar í Bandaríkjunum að hann hafi verið í um 300 metra fjarlægð frá Trump þegar hann skaut. Þá segir FBI að riffillinn hafi verið með sjónauka en auk þess hafi fundist bakpoki sem talinn er í eigu mannsins sem skaut og að í honum hafi verið GoPro myndavél og talið að hann hafi ætlað að taka verknaðinn upp á myndband. 

Lögregla lokaði stóru svæði í kringum golfvöllinnLögregla hafði mikinn viðbúnað eftir að skotið var af riffli á golfvellinum þar sem Trump var í golfi.

CNN segir frá því í kvöld að leyniþjónusta Bandaríkjanna hafi áður lýst yfir áhyggjum af öryggismálum á golfvöllum og hefur völlur Trump sérstaklega verið nefndur í því samhengi. Segir leyniþjónustan að afar erfitt sé að tryggja öryggi ráðafólks á slíkum völlum. 

Ef staðfest verður að um banatilræði við Trump hafi verið að ræða er það í annað sinn á á stuttum tíma sem reynt er að ráða honum bana því að fyrir tveimur mánuðum særðist Trump á eyra eftir að skotið var á hann á kosningafundi í Pensylvaníu.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár