Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Án samtakamáttar er þetta töpuð barátta

Sam­visku­bit er ekki góð­ur drif­kraft­ur í bar­átt­unni gegn lofts­lags­vánni. Breyt­ing­ar á hegð­un sem gerð­ar eru af vænt­umþykju, bæði í garð okk­ar sjálfra og um­hverf­is­ins, eru væn­legri til ár­ang­urs, að mati sviðs­stjóra lofts­lags­mála og hringrás­ar­hag­kerf­is­ins hjá Um­hverf­is­stofn­un.

Án samtakamáttar er þetta töpuð barátta
Samtakamáttur „Ég held að krafturinn og töfrarnir liggja í samtakamættinum,“ segir Auður H. Ingólfsdóttir, sviðsstjóri á sviði loftslagsmála og hringrásarhagkerfisins hjá Umhverfisstofnun, um baráttuna gegn loftslagsvánni. Mynd: Þórdís Björt/Umhverfisstofnun

Loftslagsvá er risavaxið verkefni á heimsvísu og eitt mest krefjandi verkefni mannkyns. En hvað getum við gert til að bregðast við loftslagsvánni og hver erum „við“? Auði H. Ingólfsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðingi og sviðsstjóra á sviði loftslagsmála og hringrásarhagkerfisins hjá Umhverfisstofnun, finnst spennandi að svara stórum spurningum sem engin skýr svör eru við.  

„Það sem gerir þetta svo erfitt er að þetta er sameiginlegt verkefni. Það getur enginn einn leyst það,“ segir Auður. Þannig verður til freistnivandi. „Hvað er ég að fara að breyta mataræðinu mínu eða ferðalögum þegar við erum með stóriðjuna sem er að gera miklu, miklu meira? Það gerir þetta erfitt og þýðir að við þurfum að vinna með samtakamátt, að ná sátt um það að þetta sé sameiginlegt verkefni,“ segir Auður. 

Ísland getur verið fyrirmynd

„Við“ geta verið einstaklingar, stjórnendur fyrirtækja eða stjórnmálamenn. „Við höfum mismikil tækifæri til að hafa áhrif eftir því hvar við erum stödd í samfélaginu sem einstaklingar,“ segir Auður. „Við“ getur líka verið pínulitla Ísland í samfélagi þjóðanna. Heildarlosun Íslands eru 0,02 prósent af heildarlosun heimsins. „Við erum pínulítil. Jafnvel þó við hættum allri losun er vandinn enn til staðar. En við getum verið fyrirmynd að því leytinu til að við erum fullvalda ríki en það er allt í smærri sniðum þannig að það getur verið auðveldara að gera umbreytingu og sýna að það er hægt.“ 

„Ég held að krafturinn og töfrarnir liggi í samtakamættinum.“

Án samtakamáttar er baráttan við loftslagsvána töpuð að sögn Auðar. „Ég held að krafturinn og töfrarnir liggi í samtakamættinum af því að þetta er þannig viðfangsefni, það er ekki hægt að leysa það öðruvísi. En við verðum að vera heiðarleg gagnvart því að þetta er erfitt verkefni.“

Öll getum við byrjað hjá sjálfum okkur og nefnir Auður samgöngur og mataræði sem dæmi um aðgerðir sem fólk geti gripið til að minnka persónulegt kolefnisspor. Þá mælir hún með að byrja á að breyta einhverju sem hefur fleiri en einni ávinning. „Ekki fá samviskubit yfir öllu sem þú ert ekki að gera. Er eitthvað eitt sem ég get gert sem er bæði gott fyrir kolefnissporið og jafnvel líka heilsuna eða budduna?“

Samviskubit er ekki góður drifkraftur í baráttunni gegn loftslagsvánni. „Gerum þetta af væntumþykju, bæði í garð okkar sjálfra og umhverfisins. Ekki með rosalegt samviskubit í farangrinum. Klöppum okkur á bakið fyrir það sem við gerum frekar en að skamma okkur fyrir það sem við treystum okkur ekki til að gera alveg strax.“

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár