Án samtakamáttar er þetta töpuð barátta

Sam­visku­bit er ekki góð­ur drif­kraft­ur í bar­átt­unni gegn lofts­lags­vánni. Breyt­ing­ar á hegð­un sem gerð­ar eru af vænt­umþykju, bæði í garð okk­ar sjálfra og um­hverf­is­ins, eru væn­legri til ár­ang­urs, að mati sviðs­stjóra lofts­lags­mála og hringrás­ar­hag­kerf­is­ins hjá Um­hverf­is­stofn­un.

Án samtakamáttar er þetta töpuð barátta
Samtakamáttur „Ég held að krafturinn og töfrarnir liggja í samtakamættinum,“ segir Auður H. Ingólfsdóttir, sviðsstjóri á sviði loftslagsmála og hringrásarhagkerfisins hjá Umhverfisstofnun, um baráttuna gegn loftslagsvánni. Mynd: Þórdís Björt/Umhverfisstofnun

Loftslagsvá er risavaxið verkefni á heimsvísu og eitt mest krefjandi verkefni mannkyns. En hvað getum við gert til að bregðast við loftslagsvánni og hver erum „við“? Auði H. Ingólfsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðingi og sviðsstjóra á sviði loftslagsmála og hringrásarhagkerfisins hjá Umhverfisstofnun, finnst spennandi að svara stórum spurningum sem engin skýr svör eru við.  

„Það sem gerir þetta svo erfitt er að þetta er sameiginlegt verkefni. Það getur enginn einn leyst það,“ segir Auður. Þannig verður til freistnivandi. „Hvað er ég að fara að breyta mataræðinu mínu eða ferðalögum þegar við erum með stóriðjuna sem er að gera miklu, miklu meira? Það gerir þetta erfitt og þýðir að við þurfum að vinna með samtakamátt, að ná sátt um það að þetta sé sameiginlegt verkefni,“ segir Auður. 

Ísland getur verið fyrirmynd

„Við“ geta verið einstaklingar, stjórnendur fyrirtækja eða stjórnmálamenn. „Við höfum mismikil tækifæri til að hafa áhrif eftir því hvar við erum stödd í samfélaginu sem einstaklingar,“ segir Auður. „Við“ getur líka verið pínulitla Ísland í samfélagi þjóðanna. Heildarlosun Íslands eru 0,02 prósent af heildarlosun heimsins. „Við erum pínulítil. Jafnvel þó við hættum allri losun er vandinn enn til staðar. En við getum verið fyrirmynd að því leytinu til að við erum fullvalda ríki en það er allt í smærri sniðum þannig að það getur verið auðveldara að gera umbreytingu og sýna að það er hægt.“ 

„Ég held að krafturinn og töfrarnir liggi í samtakamættinum.“

Án samtakamáttar er baráttan við loftslagsvána töpuð að sögn Auðar. „Ég held að krafturinn og töfrarnir liggi í samtakamættinum af því að þetta er þannig viðfangsefni, það er ekki hægt að leysa það öðruvísi. En við verðum að vera heiðarleg gagnvart því að þetta er erfitt verkefni.“

Öll getum við byrjað hjá sjálfum okkur og nefnir Auður samgöngur og mataræði sem dæmi um aðgerðir sem fólk geti gripið til að minnka persónulegt kolefnisspor. Þá mælir hún með að byrja á að breyta einhverju sem hefur fleiri en einni ávinning. „Ekki fá samviskubit yfir öllu sem þú ert ekki að gera. Er eitthvað eitt sem ég get gert sem er bæði gott fyrir kolefnissporið og jafnvel líka heilsuna eða budduna?“

Samviskubit er ekki góður drifkraftur í baráttunni gegn loftslagsvánni. „Gerum þetta af væntumþykju, bæði í garð okkar sjálfra og umhverfisins. Ekki með rosalegt samviskubit í farangrinum. Klöppum okkur á bakið fyrir það sem við gerum frekar en að skamma okkur fyrir það sem við treystum okkur ekki til að gera alveg strax.“

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.
Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu
Allt af létta

Yaz­an mjög verkj­að­ur eft­ir ör­fá­ar vik­ur án heil­brigð­is­þjón­ustu

Lík­am­lega van­líð­an­in sem Yaz­an Tamimi, 12 ára gam­all dreng­ur með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn duchenne, sem senda á úr landi, upp­lifði eft­ir ör­fárra vikna rof á heil­brigð­is­þjón­ustu í sum­ar sýn­ir hve lít­ið þarf til svo að drengn­um hraki, seg­ir formað­ur Duchenne á Ís­landi: „Þetta er mjög krí­tísk­ur tími.“
Ruglað saman við Höllu T. og drakk frítt allt kvöldið
Allt af létta

Rugl­að sam­an við Höllu T. og drakk frítt allt kvöld­ið

Anna Þóra Björns­dótt­ir vissi ekki hvað­an á sig stæði veðr­ið þeg­ar fólk fór að vinda sér upp að henni fyrr í maí og tjá henni að það ætl­aði að kjósa hana til for­seta Ís­lands. Svo átt­aði hún sig á því hvað væri í gangi, kjós­end­urn­ir héldu að þeir væru að tala við Höllu Tóm­as­dótt­ur for­setafram­bjóð­anda, ekki Önnu Þóru, eig­anda Sjáðu.

Mest lesið

Illugi Jökulsson
3
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...
Geta varla vísað Yazan úr landi eftir 21. september
9
Fréttir

Geta varla vís­að Yaz­an úr landi eft­ir 21. sept­em­ber

Þann 22. sept­em­ber næst­kom­andi bera ís­lensk stjórn­völd ábyrgð á hæl­is­um­sókn hins 11 ára gamla Yaz­ans Tamim­is. Laga­lega séð mega ís­lensk stjórn­völd þá ekki leng­ur vísa hon­um og for­eldr­um hans til Spán­ar og ólík­legt verð­ur að telj­ast að þeim verði vís­að til Palestínu, það­an sem þau eru upp­runa­lega. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar seg­ist þó bera lít­ið traust til embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra eft­ir at­burði næt­ur­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár