Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Án samtakamáttar er þetta töpuð barátta

Sam­visku­bit er ekki góð­ur drif­kraft­ur í bar­átt­unni gegn lofts­lags­vánni. Breyt­ing­ar á hegð­un sem gerð­ar eru af vænt­umþykju, bæði í garð okk­ar sjálfra og um­hverf­is­ins, eru væn­legri til ár­ang­urs, að mati sviðs­stjóra lofts­lags­mála og hringrás­ar­hag­kerf­is­ins hjá Um­hverf­is­stofn­un.

Án samtakamáttar er þetta töpuð barátta
Samtakamáttur „Ég held að krafturinn og töfrarnir liggja í samtakamættinum,“ segir Auður H. Ingólfsdóttir, sviðsstjóri á sviði loftslagsmála og hringrásarhagkerfisins hjá Umhverfisstofnun, um baráttuna gegn loftslagsvánni. Mynd: Þórdís Björt/Umhverfisstofnun

Loftslagsvá er risavaxið verkefni á heimsvísu og eitt mest krefjandi verkefni mannkyns. En hvað getum við gert til að bregðast við loftslagsvánni og hver erum „við“? Auði H. Ingólfsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðingi og sviðsstjóra á sviði loftslagsmála og hringrásarhagkerfisins hjá Umhverfisstofnun, finnst spennandi að svara stórum spurningum sem engin skýr svör eru við.  

„Það sem gerir þetta svo erfitt er að þetta er sameiginlegt verkefni. Það getur enginn einn leyst það,“ segir Auður. Þannig verður til freistnivandi. „Hvað er ég að fara að breyta mataræðinu mínu eða ferðalögum þegar við erum með stóriðjuna sem er að gera miklu, miklu meira? Það gerir þetta erfitt og þýðir að við þurfum að vinna með samtakamátt, að ná sátt um það að þetta sé sameiginlegt verkefni,“ segir Auður. 

Ísland getur verið fyrirmynd

„Við“ geta verið einstaklingar, stjórnendur fyrirtækja eða stjórnmálamenn. „Við höfum mismikil tækifæri til að hafa áhrif eftir því hvar við erum stödd í samfélaginu sem einstaklingar,“ segir Auður. „Við“ getur líka verið pínulitla Ísland í samfélagi þjóðanna. Heildarlosun Íslands eru 0,02 prósent af heildarlosun heimsins. „Við erum pínulítil. Jafnvel þó við hættum allri losun er vandinn enn til staðar. En við getum verið fyrirmynd að því leytinu til að við erum fullvalda ríki en það er allt í smærri sniðum þannig að það getur verið auðveldara að gera umbreytingu og sýna að það er hægt.“ 

„Ég held að krafturinn og töfrarnir liggi í samtakamættinum.“

Án samtakamáttar er baráttan við loftslagsvána töpuð að sögn Auðar. „Ég held að krafturinn og töfrarnir liggi í samtakamættinum af því að þetta er þannig viðfangsefni, það er ekki hægt að leysa það öðruvísi. En við verðum að vera heiðarleg gagnvart því að þetta er erfitt verkefni.“

Öll getum við byrjað hjá sjálfum okkur og nefnir Auður samgöngur og mataræði sem dæmi um aðgerðir sem fólk geti gripið til að minnka persónulegt kolefnisspor. Þá mælir hún með að byrja á að breyta einhverju sem hefur fleiri en einni ávinning. „Ekki fá samviskubit yfir öllu sem þú ert ekki að gera. Er eitthvað eitt sem ég get gert sem er bæði gott fyrir kolefnissporið og jafnvel líka heilsuna eða budduna?“

Samviskubit er ekki góður drifkraftur í baráttunni gegn loftslagsvánni. „Gerum þetta af væntumþykju, bæði í garð okkar sjálfra og umhverfisins. Ekki með rosalegt samviskubit í farangrinum. Klöppum okkur á bakið fyrir það sem við gerum frekar en að skamma okkur fyrir það sem við treystum okkur ekki til að gera alveg strax.“

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Bára Hlín býður heim: Jólahefðir og mínimalismi
3
Viðtal

Bára Hlín býð­ur heim: Jóla­hefð­ir og míni­mal­ismi

Ung hjón festu í hittifyrra kaup á ein­lyftu, stíl­hreinu ein­býl­is­húsi. Þau tóku hús­ið í gegn, breyttu skipu­lag­inu og í dag ræð­ur þar míni­mal­ism­inn ríkj­um. Bára Hlín Vign­is­dótt­ir er út­still­ing­ar­hönn­uð­ur og er bú­in að skreyta svo­lít­ið fyr­ir jól­in. Út­kom­an er stíl­hrein og míni­malísk, eins og hús­ið sjálft. Bára er frá Grinda­vík og henn­ar nán­ustu misstu sum­ir heim­ili sín vegna nátt­úru­ham­fara. Hún er að ná sér eft­ir ham­far­irn­ar, enda áfall fyr­ir þau öll.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár