Loftslagsbreytingar eru efnahagsmál. Afleiðingar af völdum hækkandi hitastigs jarðar er ekki lengur fjarlægt og óáþreifanlegt vandamál sem takast þarf á við í óskilgreindri framtíð. Á undanförnum árum hefur tíðni hitabylgna, þurrka, gróðurelda, flóða og aftakaveðra aukist jafnt og þétt samfara hlýnun jarðar.
Aukin tíðni slíkra atburða hefur margslungin og keðjuverkandi áhrif á samfélög víða um heim. Náttúruhamfarir og veðurfarsbreytingar hafa til að mynda haft töluverð áhrif á uppskeru og matvælaframleiðslu víða um heim, með þeim afleiðingum að verð á einstökum fæðutegundum hefur hækkað töluvert.
Fyrr á þessu ári náði heimsmarkaðsverð á vörum á borð við kakó, ólífuolíu, hrísgrjónum, sojabaunum og kartöflum methæðum. Samkvæmt skýrslu sem birt var á vef Alþjóðaefnahagsráðs voru allar þessar verðhækkanir raktar til framleiðsluerfiðleika af völdum veðurfyrirbæra sem tengd hafa verið við loftslagsbreytingar.
Í grein sem Efnahags- og félagsmálaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna birti fyrr í sumar er fjallað um tengsl loftslagsbreytinga og verðbólgu. Í greininni eru …
Athugasemdir