Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Verðbólga vegna loftslagsbreytinga bitnar verst á þeim sem menga minnst

Mik­ið hef­ur ver­ið rætt og rit­að um þær efna­hags­legu af­leið­ing­ar sem lofts­lags­breyt­ing­ar hafa í för með sér er­lend­is. Var­að er við því að hlýn­un jarð­ar muni hafa tölu­verð nei­kvæð áhrif á heild­ar­fram­boð á ýms­um vör­um í heims­hag­kerf­inu sem gæti ýtt und­ir verð­bólgu.

Verðbólga vegna loftslagsbreytinga bitnar verst á þeim sem menga minnst
Margþætt áhætta Seðlabankinn fylgist grannt rannsóknum á áhrifum loftslagsbreytinga á verðlag og peningastefnu. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að hlýnun jarðar muni leiða af sér tíðari uppskerubresti og hnekki í framleiðslu á matvörum sem munu hafa umfangsmikil keðjuverkandi áhrif á heimshagkerfið. Mynd: Golli

Loftslagsbreytingar eru efnahagsmál. Afleiðingar af völdum hækkandi hitastigs jarðar er ekki lengur fjarlægt og óáþreifanlegt vandamál sem takast þarf á við í óskilgreindri framtíð. Á undanförnum árum hefur tíðni hitabylgna, þurrka, gróðurelda, flóða og aftakaveðra aukist jafnt og þétt samfara hlýnun jarðar.

Aukin tíðni slíkra atburða hefur margslungin og keðjuverkandi áhrif á samfélög víða um heim. Náttúruhamfarir og veðurfarsbreytingar hafa til að mynda haft töluverð áhrif á uppskeru og matvælaframleiðslu víða um heim, með þeim afleiðingum að verð á einstökum fæðutegundum hefur hækkað töluvert.  

Fyrr á þessu ári náði heimsmarkaðsverð á vörum á borð við kakó, ólífuolíu, hrísgrjónum, sojabaunum og kartöflum methæðum. Samkvæmt skýrslu sem birt var á vef Alþjóðaefnahagsráðs voru allar þessar verðhækkanir raktar til framleiðsluerfiðleika af völdum veðurfyrirbæra sem tengd hafa verið við loftslagsbreytingar.    

Í  grein sem Efnahags- og félagsmálaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna birti fyrr í sumar er fjallað um tengsl loftslagsbreytinga og verðbólgu. Í greininni eru …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Loftslagsvá

Parísarsamningur í tíu ár: Átök uppbyggingar og niðurrifs
Úttekt

Par­ís­ar­samn­ing­ur í tíu ár: Átök upp­bygg­ing­ar og nið­urrifs

„Ef það hefði ekki náðst ein­ing í Par­ís þá vær­um við á miklu verri stað en við er­um í dag,“ seg­ir Hall­dór Þor­geirs­son, formað­ur Lofts­lags­ráðs, um Par­ís­ar­samn­ing­inn. Nú í des­em­ber var ára­tug­ur frá sam­þykkt­um samn­ings­ins og stefn­um við á hækk­un með­al­hita um 2,5 °C í stað 4 °C. Heim­ild­in ræddi við sér­fræð­inga um áhrif og fram­tíð samn­ings­ins í heimi þar sem öfl upp­bygg­ing­ar og nið­urrifs mæt­ast.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár