Við höfum öll hér tekið eftir því undanfarin ár að dregið hefur verulega úr umræðu um loftslagsbreytingar. Þetta veldur okkur áhyggjum,“ segir Finnur Richart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna.
Hann segist reyna að draga úr stórum fullyrðingum því að fólk virðist ekki vera móttækilegt fyrir þeim lengur, þótt þær séu sannar.
„Við hjá Ungum umhverfissinnum höfum leitast við að útskýra stöðuna án þess að deila ógnvænlegustu staðreyndum vísindasamfélagsins hverju sinni.“
Á aðalfundi Ungra umhverfissinna í vor hafi þessi staða verið rædd og ákveðið að skoða hvað sé hægt að gera til að vekja umræðuna að nýju. „Við erum að reyna að finna leiðir til að koma upplýsingum á framfæri þannig að tekið sé mark á okkur.“
Minni umfjöllun hér og um allan heim
Á sama tíma og loftslagsváin vofir yfir sem aldrei fyrr hefur dregið töluvert úr umfjöllun fjölmiðla. Í gögnum fyrirtækisins Media and Climate Change Observation …
Athugasemdir (1)