Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Stúdentafélög HR og HÍ hrekkja hvort annað: „Allt í gamni samt“

Stúd­enta­fé­lag Há­skól­ans í Reykja­vík „sekt­aði“ í dag um 200 nem­end­ur Há­skóla Ís­lands fyr­ir „al­var­legt brot á skóla­vali.“ Formað­ur SFHR seg­ir gjörn­ing­inn hafa ver­ið smá hefnd því að Stúd­enta­fé­lag HÍ hafi dreg­ið fána sinn að húni fyr­ir ut­an HR í síð­ustu viku.

Stúdentafélög HR og HÍ hrekkja hvort annað: „Allt í gamni samt“
Hrekkir Fáni Stúdentaráðs Háskóla Íslands blaktir hér fyrir utan Háskólann í Reykjavík og „sekt“ er á bílrúðu fyrir utan Háskóla Íslands. Mynd: Aðsendar

Fyrr í dag var mörgum nemendum Háskóla Íslands brugðið við að finna það sem virtist vera stöðumælasekt á bílum sínum.  Þegar betur var að gáð kom þó í ljós að um grín væri að ræða. Sektin var fyrir „alvarlegt brot á skólavali“ og var prentuð af Stúdentafélagi Háskólans í Reykjavík (SFHR). 

Í skýringu stendur meðal annars: „Tilgreindur ökumaður hefur brotið lög Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík með því að hafa skráð sig í rangan skóla. Með tilvísun þessa brots er ökumaður sektaður samkvæmt ákvæðum viðeigandi reglugerða félagsins og ber honum skylda að greiða tiltekið sektargjald innan tiltekins frests.“

Magnús Már Gunnlaugsson, forseti SFHR, staðfestir í samtali við Heimildina að miðarnir séu á vegum félagsins. „Þetta er svona smá hefnd, í smá gríni, því SHÍ setti fánann sinn upp fyrir utan HR í síðustu viku. Þetta er smá rígur milli félaganna. Allt í gamni samt. etta er bara smá skot.“ Hugmyndin hafi …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár